Fréttablaðið - 05.03.2019, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 05.03.2019, Qupperneq 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —5 4 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 5 . M A R S 2 0 1 9 Létt fargjöld og Klassísk fargjöld innanlands. Bókanlegt: 6. og 7. mars Ferðatímabil: 1. maí til 30. sept. Notaðu kóðann: SUMAR19 NEY TE NDUR Meir ihluti lands- manna er andvígur því að slakað verði á reglum um innf lutning á ferskum matvælum samkvæmt könnun sem Zenter rannsókn- ir vann fyrir Fréttablaðið. Flestir sem svöruðu sögðust mjög andvígir slíkri tilslökun eða 34,4 prósent en frekar andvígir eru 14,8. Alls segj- ast því 52 prósent andvíg tilslökun slíkra reglna en rúm 32 prósent ýmist mjög eða frekar  fylgjandi henni. „Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innf lutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurning- um um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niður- stöðum sérfræðinga um þau atriði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra. Könnunin var send á könnunar- hóp Zenter rannsókna, 18 ára og eldri um land allt, dagana 28. febrúar og 1. mars. Úrtakið var 3.100 manns og svarendur voru 1.441 eða 46 prósent. Svörin voru vigtuð eftir aldri, kyni og búsetu. Samkvæmt niðurstöðum hennar er andstaðan mun meiri á lands- Fleiri á móti innflutningi á fersku kjöti Rúm 52 prósent eru andvíg tilslökun á reglum um inn- flutning á ferskum matvælum samkvæmt nýrri könn- un. Ráðherra skilur að fólk kjósi íslenskt kjöt en koma þurfi niðurstöðum sérfræðinga betur á framfæri. byggðinni en á suðvesturhorni landsins og andstaða kvenna er meiri en andstaða karla. Stuðn- ingur við innf lutning eykst með menntunarstigi fólks og auknum tekjum. Stuðningur við tilslökun reglna er mestur meðal þeirra sem styðja Viðreisn en minnstur meðal Framsóknarmanna. Þeir sem Fréttablaðið ræddi við, segja rangar upplýsingar og jafn- vel hræðsluáróður hafa stjórnað umræðunni um innf lutning á mat- vælum og niðurstöðurnar endur- spegli þá umræðu. – aá / sjá síðu 6 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, heldur hér á fati hlöðnu saltkjöti. Í dag er sprengidagurinn en þá þykir við hæfi að belgja sig út af söltuðu lambakjöti og súpu úr hálf baunum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI n Hlynntur 32,1 n Hvorki né 15,6 n Andvígur 52,2 ✿ Afstaða til innflutnings VIÐSKIPTI Vegna bágrar lausafjár- stöðu hefur WOW air neyðst til að slá á frest mótframlagsgreiðslum í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Í svari Svan- hvítar Friðriksdóttur, upplýs- ingafulltrúa fyrirtækis- ins, v ið f y r irspur n Fréttablaðsins segir að gengið verði frá greiðslum í þess- um mánuði. „ W O W a i r he f u r ve r ið í góðum samskipt- um við lífeyris- og séreignarsjóði. Gengið verður frá greiðslum í þessum m á nu ð i . St a r f s f ól k hefur verið upplýst um stöðuna,“ segir í svari Svanhvítar. Þar er enn fremur tekið fram að aðeins sé um tafir að ræða hvað varðar mótframlag vinnuveitanda. Ekki hafi orðið tafir á greiðslu hvað hlut starfsmanna varðar. Um er að ræða greiðslur vegna nóve m b e r o g desember síðasta árs auk janúar þessa árs en þær eru allar komnar fram yf ir ein- daga. Gjalddagi vegna greiðslna febrúar er ekki runn- inn upp. – jóe / sjá síðu 4 WOW frestar mótframlagi

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.