Fréttablaðið - 05.03.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 05.03.2019, Qupperneq 2
Hæg N eða breytileg átt og bjart með köflum, en él á stöku stað. Hiti um eða yfir frostmarki sunnan heiða en 0 til 7 stiga frost annars staðar. SJÁ SÍÐU 14 Komu dauðvona álft til bjargar VIÐSKIPTI Verslanir sem selja bún- inga fyrir öskudaginn hafa fengið fyrirspurnir um búninga í ætt við þá sem hljómsveitin Hatari klæð- ist. Hljómsveitin, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí næstkomandi, hefur vakið mikla athygli fyrir óhefðbundinn klæðnað sem einkennist af ólum, latexi og göddum. „Við höfum alveg fengið fyrir- spurnir,“ segir Einar Arnarson í Hókus Pókus á Laugaveginum. „Við erum alveg að selja út af þessu. Augn- linsur, gadda og dótarí. Það er alveg verið að spyrja.“ Valgerður María Gunnarsdóttir í Partýbúðinni í Faxafeni segir óskap- lega lítið um Hatara-tengdar fyrir- spurnir í aðdraganda öskudagsins. „En við erum alveg undir það búin. Við eigum alltaf eitthvað. Svartar og hvítar linsur, gaddaólar og svartar gasgrímur. Ég á líka ljóshærðar sítt- að-aftan hárkollur. Það er alltaf hægt að bjarga sér.“ Verslunin Adam og Eva, sem hefur líkast til hvað mesta reynslu í sölu á búningum í ætt við Hatara, kannast ekki við neina aukningu á fyrir- spurnum á slíkum búningum. Þar á bæ er ekki gert ráð fyrir aukningu á búningasölu fyrir öskudaginn. „Mér finnst það nú ólíklegt, þetta er svona fullorðinsbúð, við seljum ekki föt á börn þannig að við erum ekki mikið að höfða til þeirra,“ segir Eva í Adam og Evu. „Það er þó gaman að sjá fjöl- breytni í búningum og ef sala- okkar eykst í kjölfarið þá fögnum við því.“ – ab Margir forvitnir um Hatara-leður 5-4 °C 1-2°C 20 °C 1-2 °C 0-1 °C 4BORGARADAGUR HEILBRIGÐISMÁL Fjöldi bænda leggst gegn því að heimild dýra- lækna til reksturs lyfjasölu verði felld úr lögum. Frestur til að gera athugasemdir í samráðsgátt við fyrirhugaðar breytingar á lyfja- lögum rann út í gær. Meðal þess sem frumvarpsdrög- in fela í sér er að verðlagning dýra- lyfja og lyfjasölurekstursheimild dýralækna verði felld brott. Telja bændur að með þessari breytingu muni verð á dýralyfjum hækka og bændur hugsa sig tvisvar um hvaða dýralæknir verði fyrir valinu þegar meðhöndla þarf sjúkt dýr í skyndi. Einnig muni breytingin fela í sér að lengri tíma tekur að fá nauð- synleg lyf þar sem apótek séu oft í talsverðri fjarlægð frá heimilum bænda. Biðlað er til stjórnvalda að endurskoða fyrirhugaða breyt- ingu til að tryggja dýravelferð í landinu. – jóe Bændur ósáttir við ný lyfjalög HÖRGÁRSVEIT Mikil uppbygging mun eiga sér stað í Hörgársveit í Eyjafirði á næstu árum en gert er ráð fyrir að fjórfalda íbúatölu þétt- býlisins í bæjarfélaginu. Sveitar- félagið nýtur góðs af nálægð við Akureyri og hefur stækkað mikið á síðustu árum. Snorri Finnlaugsson, sveitar- stjóri Hörgársveitar, segir mikinn hug í sveitarfélaginu til að stækka og með því efla þjónustu við íbúa á svæðinu. „Þetta eru um 100 íbúðir sem við ætlum að byggja. Þá áætl- um við að það muni fjölga um 300 til 400 í sveitarfélaginu á næstu árum,“ segir Snorri. „Íbúarnir eru um 600 í dag og því erum við að horfa til þess að íbúar verði í lok þessarar uppbyggingar svona rétt um 1.000, eitthvað rétt tæplega. Hörgársveit varð til við sam- einingu Hörgárbyggðar og Arnar- neshrepps árið 2010. Áður höfðu Sk r iðu h reppu r, Glæ sibæja r- hreppur og Öxnadalshreppur sameinast í Hörgárbyggð í upp- hafi aldarinnar. Þéttbýli hefur á síðustu árum verið að myndast norðan Akureyrar, í landi Hörgár- sveitar, og búa nú um 100 manns í þéttbýlinu sem kennt hefur verið við Lónsbakka. Nú stendur einmitt til að stækka það töluvert. „Með þessari aukn- ingu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarnann okkar. Það verða nokkur viðbrigði þegar þétt- býlið okkar fer úr 100 manns og upp í 400 á tiltölulega fáum árum,“ segir Snorri. Sveitarfélögin í Eyjafirði hafa á síðustu árum aukið með sér samstarf um ýmsa þætti. Snorri segir það mikilvægt að samskipti sveitarfélaganna séu góð en segist ekki hafa skoðun á því hvort þurfi að sameina sveitarfélögin. Sveitarfélagið hefur ætíð verið þannig saman sett að langstærstur hluti íbúa hefur búið á lögbýlum í sveitarfélaginu en nú gæti það farið að breytast. „Með þessum breytingum gæti þetta jafnast eitt- hvað. Nú erum við hins vegar að skoða að stækka við leikskólann á næstu árum því líklegt þykir að börnum muni fjölga á næstu árum,“ bætir Snorri við. sveinn@frettabladid.is Mikil uppbygging í Hörgársveit fyrirhuguð Þéttbýlið við Lónsbakka gæti stækkað gríðarlega á næstu árum. Íbúafjöldi í Hörgársveit, sem nú er tæplega 600, gæti hækkað í tæplega eitt þúsund á tiltölu- lega fáum árum. Gert er ráð fyrir að 100 íbúðir verðir byggðar á næstu árum. Frá fyrstu skóflustungunni. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri ásamt sveitarstjórnarfulltrúum í Hörgársveit. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRGÁRSVEIT Öskudagsbúningurinn í ár? Með þessari aukn- ingu erum við því að fjórfalda þéttbýliskjarn- ann okkar. Það verða nokkur viðbrigði. Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar losuðu áldós úr goggi álftar í gær eftir að ábending barst frá Lindu Hrönn Eggertsdóttur, íbúa í Urriðaholti. „Hún var búin að vera með þessa áldós pikkfasta í allavega viku ef ekki meira,“ segir Linda Hrönn í samtali við Fréttablaðið. Álftin var við dauðans dyr þegar liðsmenn Náttúrufræðistofnunar komu á staðinn en er nú í góðum höndum í Húsdýragarðinum og braggast vel. FRÉTTABLAÐIÐ/LINDA 5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.