Fréttablaðið - 05.03.2019, Síða 4

Fréttablaðið - 05.03.2019, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið HEILBRIGÐISMÁL Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækn­ ingum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislinga­ smit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snert­ ingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smit­ hættan var mjög lítil,“ segir Valtýr. Mislingar eru veiru sjúk dómur sem er afar smitandi eftir að ein­ kenni koma fram. Sjúk dómurinn getur verið hættu legur og valdið dauða, en er mildur í f lestum til­ fellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið al var lega fylgi kvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast ein­ kennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldr­ ar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undir­ búinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólu sett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endur­ skoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólu­ setja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan land­ steinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þús­ und smitast samanborið við 24 þús­ und allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrir bæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evr­ ópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er ein­ faldlega þannig.“ arib@frettabladid.is Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Bólusett er fyrir mislingum við 18 mánaða aldur. Valtýr hvetur foreldra til að fresta því ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fimm mislingasmit á þremur árum Síðastliðin þrjú ár hafa mislinga- smit ítrekað komið upp um borð í flugvélum sem haft hafa við- komu hér á landi, smit á árunum 2016 til 2019 eru orðin fleiri en á árunum 1996 til 2016. l Ágúst 2016. Mislingar greindust í barni sem millilenti hér á landi á leið frá Kanada til Englands. Einn óbólusettur Íslendingur veiktist sem var í sömu vél. l Mars 2017. Níu mánaða gamalt barn veiktist við heimkomu frá Taílandi. Tvíburabróðir barnsins veiktist svo hálfum mánuði síðar hér á landi. Bræð- urnir voru óbólusettir vegna ungs aldurs. l Október 2017. Íslendingur sem dvaldist í Bangladess veiktist eftir heimkomu. Hann var bólusettur gegn mislingum sem gerði það að verkum að hann fékk aðeins væg einkenni. l Sumarið 2018. Tvö mislinga- smit voru staðfest um borð í vélum sem millilentu hér á landi á leið yfir Atlantshafið. Engir Íslendingar smituðust. l 14. febrúar 2019. Smitberi kemur til Íslands frá Filipps- eyjum. l 2. mars 2019. Ellefu mánaða barn greint með mislinga á Barnaspítala Hringsins. Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. SPRENGIDAGUR KJARAMÁL Bifreiðahlunnindi for­ stjóra Landsvirkjunar, Harðar Arnarsonar, hækkuðu úr 87 þúsund krónum í tæpar 220 þúsund krónur á mánuði í fyrra og heildarlauna­ kostnaður hans fer því úr rúmum 3,2 milljónum í tæpar 3,5 milljónir. Landsvirkjun útvegar forstjóran­ um bifreið samkvæmt starfskjörum hans og eru hlunnindin metin sam­ kvæmt reglum Ríkisskattstjóra. Í fyrra var ákveðið að skipta út 13 ára gömlum Land Cruiser 100 sem forstjórinn hafði til afnota og fékk Hörður í staðinn nýjan Audi Q7 e­tron dísil/rafmagnstvinn­ lúxusjeppa. Kaupverð hans var 10,6 milljónir í desember 2017 og gamli jeppinn seldur á rúmar fjórar millj­ ónir á móti. Kostnaður Landsvirkj­ unar við skiptin nam því tæpum 6,6 milljónum samkvæmt upplýs­ ingum frá fyrirtækinu. Nýrri og dýrari bíll þýðir að kostnaður vegna bifreiðahlunn­ inda hans hækkaði sömuleiðis. Fréttablaðið óskaði eftir sundur­ liðun á greiðslum til forstjórans en í nýbirtum ársreikningi félagsins er tekið sérstaklega fram að grunn­ laun Harðar hafi ekki hækkað síðan hann fékk umdeilda 58 prósenta launahækkun á einu bretti 1. júlí 2017. Hins vegar má sjá í ársreikn­ ingnum að samtala launa og hlunn­ inda hækkaði milli ára. Þau svör fengust hjá Landsvirkjun að þessa hækkun milli ára mætti rekja til hærri bifreiðahlunninda forstjór­ ans vegna nýja bílsins og einhvers gengismunar, en Landsvirkjun gerir upp í dollurum. Grunnlaun forstjóra Lands­ virkjunar eru því eftir sem áður 3.207.294 krónur frá því í júlí 2017 þegar stjórnin taldi sig þurfa að efna ráðningarsamning Harðar og hækka launin.  – smj Nýr lúxusjeppi hækkaði hlunnindi Kjör forstjóra Landsvirkjunar komust í hámæli á síðasta ári vegna ríflegrar launahækkunar sem hann hafði hlotið árið áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Audi Q7 e-tron dísil/rafmagns- tvinnbíll er glæsilegur jeppi. KJARAMÁL Málflutningur fór fram í gær máli Samtaka atvinnulífsins (SA) gegn Eflingu stéttarfélagi fyrir Félagsdómi. SA höfðuðu mál gegn Eflingu vegna fyrirhugaðs verkfalls hreingerningafólks næstkomandi föstudag. Samkvæmt upplýsingum frá Halldóri Benjamín Þorbergs­ syni, framkvæmdastjóra SA, er niðurstaða dómsins væntanleg á miðvikudaginn. Bæði er þess krafist í kröfum SA að verkfallið verði dæmt ólögmætt og að Efling verði dæmd til að greiða sekt í ríkissjóð. Spurður hvort hann hafi tilfinn­ ingu fyrir niðurstöðu dómsins segir Halldór í samtali við Fréttablaðið að samtökin myndu aldrei fara þessa leið ef þau væru ekki viss í sínu máli. Í gær hófust atkvæðagreiðslur hjá Eflingu um frekari verkfallsaðgerðir hjá bæði starfsfólki hótela og hóp­ bifreiða, þar með talið vagnstjóra Strætó. Atkvæðagreiðslunni lýkur næsta laugardag. Aðeins þeir sem verkföllin taka til hafa atkvæðis­ rétt. – la Niðurstöðu að vænta á morgun Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. VIÐSKIPTI Vegna bágrar lausafjár­ stöðu hefur WOW air neyðst til að slá á frest mótframlagsgreiðslum í lífeyris­ og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði. Í svari frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýs­ ingafulltrúa fyrirtækisins, segir að gengið verði frá greiðslum í þessum mánuði. „WOW air hefur verið í góðum samskiptum við lífeyris­ og séreign­ arsjóði. Gengið verður frá greiðslum í þessum mánuði. Starfsfólk hefur verið upplýst um stöðuna,“ segir í svari Svanhvítar. Þar er enn fremur tekið fram að aðeins sé um tafir að ræða hvað varðar mótframlag vinnuveitanda. Ekki hafi orðið tafir á greiðslu hvað hlut starfsmanna varðar. Um er að ræða greiðslur vegna nóvember og desember síðasta árs auk janúar þessa árs en þær eru allar komnar fram yfir eindaga. Gjald­ dagi vegna greiðslna febrúar er ekki runninn upp. Ábyrgðarsjóður launa ábyrgist ekki greiðslur vegna mót­ framlags atvinnurekanda. Staða WOW air hefur verið slæm undanfarið og fyrir áramót greip fyrirtækið til þess ráðs að segja upp um 350 starfsmönnum í hag­ ræðingarskyni. Um skeið leit út fyrir að Icelandair myndi eignast félagið en undanfarið hafa staðið yfir samningaviðræður milli eig­ enda þess og Indigo Partners um kaup síðarnefnda aðilans á f lug­ félaginu. Áætlað var að þeim myndi ljúka í lok síðasta mánaðar en þann 28. febrúar barst tilkynning um að sá frestur yrði framlengdur til 29.  mars. Þá skuldar WOW air ISAVIA einnig háar fjárhæðir vegna ýmissa gjalda. Í nýlegu svari sam­ gönguráðherra við fyrirspurn segir að viðskiptakröfur að fjárhæð 1,7 milljarðar króna hafi verið komnar fram yfir gjalddaga árið 2017. Tölur fyrir 2018 liggja ekki fyrir. Ekki hefur verið gert opinbert hve stór hluti þeirra krafna er til kominn vegna WOW air. – jóe WOW ekki greitt mótframlagsgreiðslur síðustu þriggja mánaða Um er að ræða greiðslur vegna nóvember og desem­ ber síðasta árs auk janúar þessa árs. 5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.