Fréttablaðið - 05.03.2019, Qupperneq 18
Subaru Out-
back er einn
af vinsælum
bílum Subaru í
Kanada.
Að mati bandaríska greining-ar- og ráðgjafarfyrirtækisins ALG er Subaru sá bílafram-
leiðandi á kanadíska markaðnum
sem höfðar mest til almennings
þar í landi og er merkið nú hand-
hafi verðlaunanna „Best Main-
stream Brand in 2019“ fimmta árið
í röð. Enginn bílaframleiðandi
hefur hlotið þennan titil jafn oft í
Kanada og Subaru.
Fjórar gerðir Subaru eftir-
sóttastar í sínum flokki
Samkvæmt nýjustu könnun
ALG er það jafnframt niðurstaða
hennar að fjórar bílgerðir Subaru
haldi best virði sínu hver í sínum
Subaru höfðar mest til
Kanadamanna 5. árið í röð
Mikill fjöldi
tryggra aðdá-
enda Subaru í
Kanada hefur
breytt merkinu
frá valkosti í það
að vera það sem
flestir leita að.
f lokki. Það eru Impreza í f lokki
minni bíla (Best compact), Out-
back í f lokki meðalstórra fimm
manna bíla (Best 2-Row Midsize
Utility), WRX/WRX STI í f lokki
sportbíla (Best Sports Car) og
Crosstrek í f lokki sportjeppa (Best
Subcompact Utility).
Snjöll hugmyndafræði
Eric Lyman, varaformaður ALG,
segir mikinn fjölda tryggra
aðdáenda Subaru í Kanada hafa
breytt merkinu frá því að vera eitt
af mörgum merkjum sem komi til
greina við næstu bílakaup yfir í
það að vera það sem flestir leiti að
og um leið það öfundsverðasta frá
sjónarhóli annarra framleiðenda.
„Það sést á sölutölunum sem farið
hafa stighækkandi ár frá ári þótt
salan takmarkist enn við takmark-
aða framboðsgetu frekar en önnun
eftirspurnar. Það leiðir m.a. til hás
endursöluverðs, takmarkaðrar
þarfar til að auka framleiðslu-
getuna og mikillar eftirspurnar
markaðarins eftir notuðum
Subaru-bílum,“ segir Lyman.
Subaru handhafi Verðmæta-
verðlauna ALG 2019
ALG veitir einnig árlega svokölluð
Verðmætaverðlaun þar sem margir
mismunandi þættir notaðra bíla
eru skoðaðir. Þar á meðal er litið
til sögulegs áreiðanleika bíla,
þróun í leitni markaðarins eftir
ákveðnum merkjum, hönnunar og
gæða ásamt samkeppnishæfni og
markaðsfærslu framleiðandans. Í
janúar veitti ALG Subaru verð-
mætaverðlaun sín fyrir 2019 á
sviði almennrar fólksbílafram-
leiðslu þar sem ALG metur Subaru
besta almenna fólksbílafram-
leiðandann á árinu á mörkuðum
Norður-Ameríku. Þetta er sjöunda
árið í röð sem Subaru er í 1. sæti
í þeim flokki hjá ALG enda eru
áreiðanleiki og öryggi helstu
aðalsmerki Subaru og ástæða þess
mikla dálætis sem Bandaríkja- og
Kanadamenn hafa á Subaru.
Honda hefur ekki gert sig mjög gildandi sem rafmagnsbíla-framleiðandi hingað til en
ætlar að sýna þennan smávaxna
Honda E Prototype á bílasýning-
unni í Genf í mars. Hann er með
hóflegt drægi af nútíma rafmagns-
bílum að vera, eða 200 km. Honda
ætlar héðan í frá að einbeita sér að
framleiðslu rafmagnsbíla og áætlar
að tveir þriðju af sölu Honda-bíla í
Evrópu verði tengiltvinnbílar, raf-
magnsbílar, vetnisbílar eða hybrid-
bílar árið 2025. Þessi bíll sem Honda
ætlar að sýna í Sviss virðist langt
kominn í þróun því hann mun fara
í framleiðslu á árinu. Honda kynnti
árið 2017 Urban EV Concept til-
raunabíl og er þessi E Prototype bíll
framhald af honum.
Hurðirnar opnast „öfugt“
Bíllinn er með hurðir sem opnast í
öfuga átt miðað við flesta bíla, eða
„suicide“-hurðir og hann er aftur-
hjóladrifinn svo hann ætti að vera
sportlegur í akstri. Bíllinn er svo
smár að hann er 10 cm styttri en
Honda Jazz bíllinn sem er einkar
smár líka.
Honda E
Prototype í Genf
Laglegur rafmagnsbíll Honda.
Fortjald
Sturta
Gashella
Fellanlegt borð
Grind og hlíf
Barnakoja
SPORTÍS
MÖRKIN 6 - 108 RVK - S: 520-1000 - SPORTIS. IS
TILBOÐSVERÐ Á FYRSTU SENDINGU - VÆNTANLEG Í APRÍL
Fullt verð kr. 2.816.560.- Forpöntunarverð kr. 2.485.000.-
(Innifalið: Fortjald - Webasto hitari - fellanlegt borð - þakgrind) - Síðasti forpöntunardagur: 15. mars.
CARETTA OFF ROAD*FYRIR ÚTIVISTINA!
Notalegt svefnpláss fyrir tvo, gott geymslurými
og eldunaraðstaða. Léttur vagn sem kemst alla slóða.
*ATH! Utanvegaakstur er ólöglegur samkvæmt lögum.
5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR