Fréttablaðið - 05.03.2019, Síða 20
Snemma á þessu ári kynnti Lexus á Íslandi Lexus ES 300h bílinn en hann hefur aldrei
áður fengist hérlendis, né heldur í
Evrópu allri. Hann hefur nefnilega
hingað til eingöngu verið á boð-
stólum í Bandaríkjunum, Rúss-
landi og í Asíu. Það var sannarlega
kominn tími á að kynna þennan
fágaða bíl fyrir kaupendum í Evr-
ópu í samkeppninni við bíla eins
og BMW 5, Audi A6 og Mercedes
Benz E-Class sem eru svipaðrar
stærðar. Ef til vill má segja að
þessi bíll sé djarflegast teiknaður
af þeim öllum. Hér er sannarlega
kominn bíll fyrir augað, bíll sem
stendur sker sig úr fjöldanum og
er hugsanlega einn fegursti Lexus
sem fá má nú um stundir að mati
greinarritara.
Eins og með flesta aðra Lexus
bíla nú er ES með risastórt grill, en
það bara gerir sig svo vel á þessum
bíl og framendinn er afar f lottur.
Það á þó reyndar við allan bílinn,
fagrar línur og samsvörun leika
um hann og þar sem hann virkar
að auki svo langur verður hann
tignarlegur á götu. Mikið hrós
til hönnuða Lexus og þeir halda
áfram að gera vel inni í bílnum.
Þar er glæsileikinn alltumlykjandi
og ber að auki mögnuðum hand-
verksmönnum Lexus gott vitni.
Eins og fyrri daginn virðist allt
svo vel smíðað hjá þeim og það
sannast yfirleitt í könnunum um
áreiðanleika þar sem Lexus trónir
svo til alltaf hæst. Þeir bara bila
ekki og það færir kaupendum
hugarró.
Handverksmenn Lexus
engum líkir
Þegar sest er inn í Lexus ES 300h
fer ekkert á milli mála að hér
fer lúxusbíll, sætin er frábær og
rafstillanleg, en þegar maður fer
að fikta í tökkunum þá sést að
þau eru ekki einungis hitanleg,
heldur kælanleg líka. Það gefur
Ljúfur gæðagripur
KOSTIR OG GALLAR
REYNSLUAKSTUR
– LEXUS ES 300H
l 2,5 LÍTRA BENSÍNVÉL
OG RAFMÓTORAR
l 218 HESTÖFL
l FJÓRHJÓLADRIF
Eyðsla frá: 4,4 l/100 km í bl. akstri
Mengun: 103 g/km CO2
Hröðun: 8,9 sek. í 100 km hraða
Hámarkshraði: 180 km/klst.
Verð frá: 7.910.000 m.kr.
Umboð: Lexus í Kauptúni
l Útlit
l Rými
l Smíðagæði
l Öryggi
l Verð
l Hávaði vélar í inngjöf
l Ekkert vélaval
Reynsluakstur
Finnur
Thorlacius
finnurth@frettabladid.is
Fagrar línur einkenna þennan sérdeilis vandaða grip. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Endalaus fágun er það sem kemur upp
í hugann í akstri Lexus ES 300h. Þessi
bíll hefur ekki áður fengist á Íslandi og
er kær viðbót í lúxusbílaflokkinn. Hann
er ör ugg asti bíll inn í flokki stærri fólks
bíla og með 5 stjörnur hjá Euro NCAP.
aðeins tóninn. Mælaborðið er líka
sérdeilis huggulegt og efnisval og
hönnun til fyrirmyndar. Ferlega
flottur og stór 12,7 tommu að-
gerða skjár er fyrir miðju þess og
þar má finna gott leiðsögukerfi,
Apple CarPlay, og stjórna raun-
verulega flestu í bílnum. Bak við
stýrið er svo óhefðbundinn mælir,
en ekki hraða- og snúningsmælir,
sem segir ökumanni strax að
þarna fer hybrid-bíll sem ætlað er
að fara sparlega með eldsneytið
og það gerir hann sannarlega.
Oftast fylgir þessu markmiði lítt
skemmtilegur akstursbíll, en það á
sko alls ekki við um hann þennan.
En nánar að eyðslu bílsins. Hann
er með uppgefna 4,4 lítra eyðslu,
sem er náttúrulega með ólíkindum
fyrir svo stóran lúxusbíl. Greinar-
ritari sannfærðist þó um að það
væri hægt því í köldum og snævi
klæddum reynsluakstrinum
reyndist hann oftast með innan
við 6 lítra eyðslu við frísklegan
akstur. Geri aðrir betur! Uppgefin
mengun er svo aðeins 103 g CO2 og
það eru góðar fréttir þegar kemur
að verði, því fyrir vikið fellur hann
í hagstæðan vörugjaldsflokk.
Fágun umfram ofurafl
Eina aflrásin sem er í boði í Lexus
ES 300h samanstendur af 2,5 lítra
bensínvél og tveimur rafmótorum
sem saman skila 218 hestöflum
til framhjólanna. Ekki mikill
hestaflafjöldi, en hann er heldur
ekki hugsaður sem spyrnukerra
heldur bíll sem fer hrikalega vel
með ökumann og farþega og skín
af fágun og það skært. Bíllinn er
þó langt í frá að vera neinn letingi
því sprettinn í 100 tekur hann á 8,4
sekúndum. Aldrei finnst reyndar
fyrir aflleysi á bílnum, en þeir sem
kjósa spyrnukerrur ættu að leita
annað. En að akstri Lexus ES300h:
Til að vera nú sem beinskeytt-
astur í orðum í samburðinum á
þessum bíl og keppinautum hans
þá er það svo að BMW 5, Audi A6
og Mercerdes Benz E-Class færa
meira fjör í aksturinn, en þessi
Lexus ES 300h rassskellir þá alla í
fágun, lúxus, þægindum í akstri,
lágri eyðslu og rekstrarkostnaði,
svo ekki sé nú minnst á bilana-
tíðni og endursöluverð. Glæný
gerð fjöðrunar sem Lexus segir
að enginn annar bjóði virkar frá-
bærlega og fer, eins og áður segir,
hrikalega vel með ökumann. Því
er ef til vill ekki endilega hægt
að mæla með F-Sport útgáfu ES
með stífari fjöðrun og minni
fágun. Aksturinn og upplifunin
í þessum bíl er eitthvað svo ljúf
og mér fannst ég stundum vera
„chauffeur“ forsetans, enda ekur
hann á Lexus. Eini ókosturinn við
akstur bílsins er hávaði frá vélinni
þegar henni er gefið vel inn, en það
á við fleiri Lexus- og Toyota-bíla.
Öruggasti bíllinn í flokki
stærri fólksbíla
Lex us ES er hlaðinn staðal búnaði.
Þar má nefna árekstr ar viðvör unar -
búnað, ak reinavara, árekstrar vara,
sjálf virk an hraðastilli og um-
ferðaskilta grein ingu, enda fékk
hann ný lega 5 stjörn ur fyr ir ör yggi
hjá Euro NCAP-rann sókn ar fyr ir-
tæk inu og var út nefnd ur ör ugg asti
bíll inn í flokki stærri fólks bíla og
í flokki tvinn- og raf magns bíla.
Mikið pláss er bæði í farþega- og
far ang urs rýminu en Lex us ES hef ur
besta fóta rými bíla í þess um flokki.
Lex us ES er fá an leg ur í fjór um
út færsl um, Com fort, Ex ecuti ve,
F Sport og Lux ury og kost ar frá
7.910.000 kr. sem verður að teljast
ágætasta verð fyrir svo tignarlegan
bíl. Í Luxury-útfærslu er hann þó
kominn upp í 10.060.000 kr.
JEPPADEKK
Mikið úrval af M/T dekkjum fyrir
16, 17, 18 og 20” felgur
Icetrack ehf. Sími 773 4334 · mtdekk@mtdekk.is
www.mtdekk.is
5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R6 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR