Fréttablaðið - 05.03.2019, Síða 21

Fréttablaðið - 05.03.2019, Síða 21
Audi Q4 jepplingur hefur verið á dagskrá hjá Audi í að minnsta kosti tvö ár og á að koma á markað á þriðja fjórðungi þessa árs. Audi ætlar hins vegar að kynna nýja gerð hans á komandi bílasýningu í Genf í byrjun næsta mánaðar og þar fer hreinrækt- aður rafmagnsbíll. Sú gerð hans á að fara í sölu í lok næsta árs eða í byrjun árs 2021. Bíllinn mun sitja á MEB-rafmagnsbílaundirvagni Volkswagen Group, en hann er undir öllum rafmagnsbílagerðum bílasamstæðunnar hvort sem þær bera nafnið Volkswagen, Audi, Skoda, Seat eða Porsche. Ætla að vera á undan samkeppninni Með þessum bíl ætlar Audi helst að vera á undan með raf- magnsjeppling í samkeppni við bíla eins og Volvo XC40 í raf- magnsútfærslu, Tesla Model Y og rafmagnsjepplinga frá BMW og Benz. Audi ætlar ekki að láta staðar numið með þessum raf- magnaða Q4 því Q2 rafmagnsbíll er einnig á leiðinni og er honum helst ætlað að keppa á Kína- markaði. Audi Q4 verður í boði með þrjár stærðir af rafhlöðum, þá minnstu 48 kWh með 320 km drægi, en sú langdrægasta á að ná 500 km drægi. Audi Q4 E-Tron í Genf Audi Q4 verður í boði með þrjár stærðir af rafhlöðum, sú minnsta verður með 320 km drægi og sú stærsta 500 km. Aðeins einn mánuður er síðan Chevrolet kynnti Blazer-jeppa sinn, sem gengur nú í endurnýjun lífdaga eftir að hafa legið í láginni frá árinu 1999. Þróun bílsins heldur þó áfram hjá Chevrolet og nú er komið að lengri gerð hans með þrjár sætaraðir og verður hann fyrst settur á markað í Kína, en líklega í framhaldinu á aðra markaði. Til stendur að markaðs- setja lengri útgáfuna í byrjun næsta árs í Kína. Hún fær stafina XL í endann og stafirnir segja allt sem segja þarf. Bíllinn er 14 cm lengri en hefðbundin gerð Blazer en undirvagn hans er sá sami og hann má einnig finna undir GMC Acadia og Cadillac XT5. Bíllinn verður smíðaður í Kína af samstarfsaðila GM þarlendis, SAIC. General Motors, móður- fyrirtæki Chevrolet, segir að þessi bíll sé hentugur í sölu á þeim mörkuðum þar sem Chevrolet Traverse er ekki í sölu, en hann er einnig með þrjár sætaraðir en er enn þá stærri jeppi. Hefðbundinn tveggja sætaraða Blazer kostar aðeins 29.995 dollara í Banda- ríkjunum, eða um 3,6 milljónir króna. Í þeirri ódýrustu gerð er hann með 193 hestaf la 2,5 lítra vél. Hann má einnig fá með 3,6 lítra og 305 hestaf la gerð og kostar þá 43.895 dollara, eða 5,3 milljónir króna. Chevrolet Blazer með 3 sætaraðirAudi Q4 E-Tron sver sig ætt nýrra Audi-bíla og ekki verður sagt annað en að hann gleðji augað. Lengri gerð Chevrolet Blazer verður aðeins framleidd fyrir Kínamarkað. Lægra lántökugjald við kaup á vistvænum bílum Viðskiptavinir Landsbankans greiða ekkert lántökugjald við fjármögnun rafbíla og fá 50% afslátt af lántökugjaldi við fjármögnun bíla sem skil greindir eru sem vistvænir. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn BÍLAR B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 7Þ R I Ð J U D A G U R 5 . M A R S 2 0 1 9

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.