Fréttablaðið - 05.03.2019, Side 24

Fréttablaðið - 05.03.2019, Side 24
Bílamerkið sem bjó til jeppann er sannarlega Jeep. Ekkert segir meira JEPPI en Jeep enda orðið frá merkinu komið. En meira að segja Jeep hefur teygt sig niður skalann í stærð og jeppa­ getu til að þjóna endalausum þörfum markaðarins fyrir bíla með hárri setu án þess að þeir eigi mikið erindi í vegleysur. Segja má að Jeep Cherokee liggi ein­ hvers staðar þar á milli, en f lestir eigendur hans eiga meira erindi í mollið en á torfærari vegslóða. Þó má alveg treysta Jeep Cherokee í smá átök, en rétt er þó að aðgreina hann nokkuð frá stærri bróðurn­ um Jeep Grand Cherokee sem er með háu og lágu drifi, sem ekki er í þessum venjulega Cherokee. Þar fyrir ofan í getu er svo Wrangler sem sniðinn er til átaka við torfærurnar. Fyrir neðan Cherokee eru svo Compass og Renegade þar sem Jeep hefur krækt sér í nýjan og stækkandi kúnnahóp sem gerir ekki miklar torfærukröfur en vill eiga Jeep og sitja hátt. Reyndar er það svo að Jeep hittir algjörlega í mark hvað eftirspurn varðar á tímum jeppa og jepplinga, ekki síst á heima­ markaðnum í Bandaríkjunum þar sem megnið af seldum bílum eru af þeirri gerð að pallbílum með­ töldum. Enda hefur salan verið glimrandi á síðastliðnum árum, þarlendis sem annars staðar. Mýkri línur og breyttur framendi Núverandi fimmta kynslóð Jeep Cherokee kom fram árið 2013, en með 2019 árgerðinni gerði Jeep umtalsverðar breytingar á bílnum í útliti, innréttingu, tæknibúnaði og bætti við í vélaúrvali. Nýtt útlit hans hefur fært hann nær Grand Cher­ okee og Compass og því er hann ekki eins sjálfstæður í útliti og áður. Mat greinarritara er þó svo að hann er nú meira fyrir augað þó ekki sé hann sláandi fallegur. Mörgum fannst framendinn á forveranum full reiðilegur og grófgerður og hefur hann mýkst og grillopin sjö minnkað. Að innan er allt nokkuð smekk­ legt en hann fær þó engin hönn­ unarverðlaun eða klapp fyrir efnisnotkun. Mjög jákvæð breyting er fólgin í stórum bakka fyrir framan gírskiptinguna sem rúmar allra stærstu farsíma og USB­tengi rétt við. Bæði hiti og kæling í fram­ sætum kemur líka skemmtilega á óvart og risastórt geymsluhólf undir armpúðanum í miðjunni, sem og stór flöskuhólfin í hurðunum. Öll sæti bílsins eru þægileg en fáir full­ orðnir vildu vera sem fimmti farþegi í miðju aftursætisins. Skottrýmið mætti líka vera stærra og mætir þar ekki samkeppninni með sína 570 lítra. Toyota RAV4 og Honda CR­V eru með meira skottrými. Einn stór kostur í mælaborðinu er fólginn í því hve snúningstakkar eru stórir, sem alltaf ætti að vera í jeppum. Fín vél en undarleg skipting Hjá Ísband í Mosfellsbæ, söluaðila Jeep, er Cherokee í boði aðeins með einni vélargerð. Það er 2,2 lítra og 195 hestafla MultiJet dísil­ vél. Þessi vél togar bílinn ágætlega áfram en gerir hann ekki að neinni rakettu. Vélin hefur í sjálfu sér nægt afl og tog en þjáist mjög af undarlegri 9 gíra sjálfskiptingunni sem veit oft á tíðum ekki hvar hún á að vera og hangir alltof oft á snúningi þar sem fullt afl vélarinn­ ar nýtist ekki. Oftar en ekki á of háum snúningi. Það breytist því miður ekki við það að skipta um þær 4 akstursstillingar sem í boði eru, en hann er þó snarpari í Sport­ stillingunni. Hvort sem það var skiptingunni að kenna eða öðru var mjög erfitt að komast nálægt uppgefnum eyðslutölum sem er 5,7 lítrar í blönduðum akstri, en tíðara var að sjá um þrefalda þá tölu. Kalt var þó í veðri í reynsluakstri bílsins og snjór á götum. Bíllinn fór vel með ökumann í akstri en fyrir svo háfættan bíl gætti eðlilega hliðarhalla er lagt var á hann. Vel má ímynda sér að Cherokee sé einkar þægilegur í langakstri, en liprari samkeppnis­ bíla má fá fyrir borgaraksturinn. Verst er að geta ekki nýtt fullt afl vélarinnar vegna einkennilegrar skiptingarinnar, sérlega í fram­ úrakstri eða almennt í grimmum akstri. Ef aldrei er stigið almenni­ lega á eldsneytisgjöfina finnst þó síður fyrir þessum og því munu margir aldrei finna þennan ókost. Vel búinn en kostar sitt Jeep Cherokee er hérlendis aðeins í boði fjórhjóladrifinn af skiljanleg­ um ástæðum, þó svo hann sé einn­ ig framleiddur með framhjóladrifi eingöngu. Því er ódýrasta útfærsla hans ekki í boði en það væri 148 hestafla bensínbíll. Ísband býður Cherokee í tveimur útfærslum, Longitude Luxury á 7.990.000 kr. og Limited á 9.580.000 kr. en þá er bíllinn kominn með hátt og lágt drif og fullt af aukabúnaði. Í ódýrari útgáfunni fylgir þó margt gúmmelaðið, svo sem áður­ nefndar akstursstillingar og hiti og kæling framsæta, en að auki mjög gott hljóðkerfi, fjarstart, leðurinn­ rétting, Apple & Androit Carplay, rafdrifin framsæti, rafdrifin sner­ tilaus opnun á afturhlera og svo mætti lengi telja. Vel búinn bíll og með talsvert meiri torfærugetu en margur samkeppnisbíllinn. Hann þjáist þó helst af undarlegri skiptingunni og tiltölulega háu verði. Tímabær andlitslyfting Fimmta kynslóð Jeep Cherokee er frá árinu 2013 og því kominn tími á andlitslyftingu hans. Hann er hérlendis í boði einungis með 2,2 lítra 195 hestafla dísilvél og 9 gíra sjálfskiptingu. KOSTIR OG GALLAR JEEP CHEROKEE l 2,2 LÍTRA DÍSILVÉL l 195 HESTÖFL l FJÓRHJÓLADRIF l Eyðsla 5,7 l/ km í bl. akstri l Mengun: 172 g/km CO2 l Hröðun: 8,8 sek. í 100 km hraða l Hámarkshraði: 202 km/klst. l Verð frá: 7.990.000 m.kr. l Umboð: Ísband, Mosfellsbæ l Torfærugeta l Staðalbúnaður l Sjálfskipting l Eyðsla l Verð Jeep Cherokee er reffilegur á velli og til Íslands hafa margir slíkir bílar ratað í gegnum árin og virðast endast einkar vel. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI 2,2 lítra dísilvélin er 195 hestöfl og er hún tengd við 9 gíra sjálfskiptingu. Skottrými er 570 lítrar. 5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð BÍLAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.