Fréttablaðið - 05.03.2019, Side 26
Í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Audi kynnti V10 5,2 lítra FSI-vélina í R8 sportbílnum
ætlar Audi að framleiða 222 sér-
merkt eintök af þessum magnaða
bíl í þessum svargráa lit. Til að
tryggja sér eintak af bílnum þarf
að punga út 222.000 evrum en
venjulegur Audi R8 V10 Perform-
ance kostar 200.000 evrur.
Audi R8 V10 FSI er 620 hestöfl og
aðeins 3,1 sekúndu í 100 km hraða
og með hámarkshraðann 331 km/
klst. Þessi afmælisútgáfa verður
með sama afli. Svartur litur verður
einkennandi á þessari afmælis-
útgáfu, bæði að utan og innan
og meira að segja er Audi merkið
að framan svart en ekki krómað.
Svarti liturinn heldur áfram að
innan en sætin eru stungin með
bronslitum þræði.
Tíu ára
afmælisútgáfa
Audi R8 V10
Árið 2015 kynnti Ferrari 488 GTB bíl sinn sem leysti 458 Italia bílinn af hólmi. Nú er
tími hans á enda runninn því Ferr-
ari mun kynna þann bíl sem leysir
hann af hólmi, Ferrari F8 Trib uto,
á bílasýningunni í Genf sem hefst
eftir viku. Ferrari F8 Tributo fær
50 viðbótarhestöfl og verður 40
kg léttari en 488 GTB bíllinn. Það
þýðir 720 öskrandi hestöfl og 770
Nm tog úr 3,9 lítra V8 vélinni með
tveimur forþjöppum. Það dugar
þessum nýja Ferrari til að taka
sprettinn í 100 á 2,9 sekúndum
og upp í 200 á 7,8 sekúndum, eða
hálfri sekúndu skemur en 488
GTB. Hámarkshraði bílsins verður
340 km/klst. eða 10 km meiri en
forverans. Ferrari fullyrðir að ekk-
ert forþjöppuhik sé í bílnum.
Ferrari F8 Tributo er aðeins
1.330 kg enda smíðaður úr léttum
efnum þótt sterkur sé. Ferrari
segir að nýi bíllinn kljúfi vindinn
10% betur en forverinn. Nokkrar
breytingar eru einnig í innan-
rými F8 Tributo og meðal annars
fær hann nýtt stýri og 7 tommu
snertiskjá í mælaborðið. Blaða-
menn mun njóta þess að fá fyrstir
að berja þennan bíl augum á
pressudögunum tveimur sem eru
á undan formlegri opnun bíla-
sýningarinnar í Genf og hefjast
blaðadagarnir 5. mars.
Ferrari F8 Tributo leysir af 488 GTB með stæl
Samstarfsaðili Ford í Kína er Changan og þar eru Ford-bílar fyrir Kínamarkað
framleiddir. Nú heyrast þær raddir
að Changan hafi hafið viðamiklar
uppsagnir á starfsfólki sökum
dræmrar sölu Ford-bíla í Kína
undan farið. Þar starfa 20.000
manns en þeim mun fækka um
nokkur þúsund á næstunni ef
heimildir frá Kína reynast réttar.
Ford hefur ekki staðfest þessar
fréttir og verst reyndar frétta af
vandræðum sínum í Kína, lang-
stærsta bílamarkaði heims.
Flestir stærri bílaframleiðendur
heims hafa fjárfest fyrir milljarða
á milljarða ofan í Kína en nú hefur
aldeilis dregið fyrir sólu í bílasölu
þar eystra. Svo slæmt er ástandið
í þeim þremur verksmiðjum sem
Ford rekur með Changan í Kína að
framleiðslan mun fara þar fram á
fimmtungi af mögulegri fram-
leiðslugetu og það mun vart borga
sig til frambúðar.
Ford Changan
segir upp
þúsundum
manna í Kína
Úr verksmiðju Ford í Kína.
Dökkleit afmælisútgáfa.
Ferrari F8 Tributo er sannarlega rennilegur bíll.
Bernhard - Honda á Íslandi • Vatnagörðum 24 • 104 Reykjavík • Sími 520 1100 • www.honda.is
Umboðsaðilar: Bílver, Akranesi, sími 431 1985 • Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535
RAFMAGNAÐIR
AKSTURSEIGINLEIKAR
5 . M A R S 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R12 B Í L A R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍLAR