Fréttablaðið - 19.10.2019, Síða 39

Fréttablaðið - 19.10.2019, Síða 39
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir að bank-inn hafi meðal annars látið til sín taka í baráttunni við fátækt, í fræðslumálum, í jafnréttismálum, auk ýmissa verkefna sem tengjast loftslagsmálum s.s. stuðnings við Votlendissjóð til kolefnis- jöfnunar og á frumkvöðlastiginu í tengslum við nýsköpun hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og háskólum. „Auk þess höfum við verið aðalstuðningsaðili Reykja- víkurmaraþonsins sem er stærsti fjáröflunarviðburður ársins fyrir mörg góðgerðarfélög sem eru að leggja sitt af mörkum til heims- markmiðanna,“ segir hún. „Í vor samþykktum við nýja stefnu fyrir bankann og þar eru markviss samfélagsáhrif eitt af lykilatriðunum sem styðja við hlutverk bankans um að vera „Hreyfiafl til góðra verka“ auk þess að vera í takt við þrjú gildi bankans: eldmóð, fagmennsku og samvinnu. Áherslan er á að hafa jákvæð og uppbyggileg samfélags- áhrif með markvissum hætti og samþætta þetta inn í grunnstefnu bankans og verðmætasköpun. Þannig styður þessi samfélags- og sjálf bærnistefna við framtíðarsýn bankans um að vera #1 í þjónustu. Við ætlum enn fremur að styðja sérstaklega við fjögur eftirfarandi heimsmarkmið SÞ: Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbyggingu og Aðgerðir í loftslagsmálum,“ upplýsir Birna og bætir við að lögð hafi verið áhersla á að skapa gott starfsum- hverfi fyrir starfsfólk bankans og Hjálparhöndin sé veigamikill þáttur í því. „Þar styrkir bankinn fólk, félagasamtök og fyrirtæki sem stuðla að jákvæðri samfélags- þróun,“ segir hún. „Íslandsbanki býður starfs- mönnum sínum að leggja sitt af mörkum til góðgerðarmála og geta starfsmenn þannig varið einum vinnudegi á ári í þágu góðs mál- efnis. Um er að ræða sjálf boða- liðastörf fyrir góðgerðarfélög, mannúðarsamtök, björgunar- sveitir og ýmis önnur góð málefni. Við höfum séð mörg frábær verk- efni koma út úr þessu og starfs- Ánægð með samstarfið Íslandsbanki hefur veitt virkan stuðning til fjölmargra samfélagsverkefna sem tengjast heimsmarkmiðunum. Meðal annars hefur bankinn átt gott samstarf við Rauða krossinn. Íslandsbanki hefur lagt sitt af mörkum til að efla hjálparstarf Rauða krossins á Íslandi. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir að lögð sé áhersla á stuðning við ýmis málefni. fólkið okkar hefur tekið að sér mörg mikilvæg störf við skógrækt, aðstoð við Mæðrastyrksnefnd og fatasöfnun Rauða krossins svo eitthvað sé nefnt. Okkar reynsla er sú að starfsfólk í bankanum sé ánægt með framtakið og við teljum að þetta sé mikilvægur hluti af því að gefa til baka til sam- félagsins.“ Í hverju felst samstarf Íslands- banka og Rauða krossins? „Við erum mjög ánægð með samstarfið við Rauða krossinn á Íslandi undanfarin ár þar sem við höfum lagt til fjármagn og starfs- fólk bankans til þróunarvinnu í Afríku. Kristján Rúnar Krist- jánsson, forstöðumaður í áhættu- stýringu, og Halldór Gíslason, tölvunar- og viðskiptafræðingur hjá Íslandsbanka, hafa verið sendi- fulltrúar fyrir Rauða krossinn á Íslandi síðan 2016. Halldór hefur nú farið í átta ferðir síðan 2017 og fór í ár til Gana þar sem gerð var úttekt á samskipta- og upplýs- ingatæknimálum Rauða krossins í Gana, og svo ásamt samstarfs- félaga sínum, Bjarna Sigurðssyni verkefnastjóra, til Malaví. Þeir gerðu þar úttekt á uppsetningu samskiptakerfa sem var hluti af þróunaráætlun sem Halldór vann með Rauða krossinum í Malaví árið 2017. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga á þessum verk- efnum bæði innanhúss á meðal starfsmanna en einnig á meðal eigenda og viðskiptavina. Við erum spennt fyrir fram- haldinu með Rauða krossinum á Íslandi og við erum einmitt að skoða saman núna hvernig við getum beitt kröftum okkar enn frekar til að styðja við heimsmark- miðin fjögur og við hlökkum til að greina frekar frá því á næstunni,“ segir Birna. Það er erfitt að horfast í augu við þá sorglegu staðreynd að eftir átök í 8 ár sjáum við enn ekki fyrir endann á þeim. Þegar svo virðist sem öldurnar sé farið að lægja, gerist hið gagnstæða. Nýlega hefur ástandið í norðausturhluta Sýrlands versnað til muna og það leggst þungt á íbúana sem hafa mátt þola meira en nóg undanfarin ár. Ástandið er gríðarlega flókið og engin lausn virðist vera í sjónmáli. Í dag er það metið svo að óeirðirnar í norðurhluta Sýrlands muni neyða um 300.000 manns á vergang á næstu dögum og þurfa tæplega 12 milljónir íbúa landsins nauðsyn- lega á hjálpar- og mannúðaraðstoð að halda. Það eru fleiri en allir íbúar Svíþjóðar.“ Kristín segir að stærsta verk- efni Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) í dag sé í Sýrlandi. „Innviðir í Sýrlandi eru mjög veikburða, þar á meðal heilbrigðisstofnanir, sem sumar hverjar hafa hreinlega þurft að loka vegna þess að starfsfólkið er í lífshættu í starfi sínu. Fólk þarf að reiða sig á aðstoð hjálparstofn- ana eins og Rauða hálfmánans og Alþjóðaráðsins. Um tvær milljónir barna geta ekki sótt skóla og það er líklegt til að draga dilk á eftir sér hvað varðar framtíð landsins.“ Í dag er mest kapp lagt á að hjálpa fólki í neyð og Rauði kross- inn og Rauði hálfmáninn vinna hörðum höndum að því að veita vatns- og mataraðstoð. Ljóst er að mikil vinna er enn fyrir höndum og að fólki, sem neyðist til að flýja, mun aðeins fjölga. „Vatnsskortur í kringum borgina Hassakeh í norðausturhluta landsins er mikið áhyggjuefni í augnablikinu því mikilvægar vatnsveitur hafa verið eyðilagðar og um þessar mundir streymir fólk til borgarinnar, leitandi skjóls.“ Íslenskir sendifulltrúar að störfum í Sýrlandi „Margar hjálparstofnanir hafa neyðst til að draga sig í hlé og yfir- gefa svæðið vegna hættunnar sem stafar af átökunum. Við í Rauða- krosshreyfingunni höldum þó enn áfram okkar starfi á svæðinu og vettvangssjúkrahúsið við Al Hol búðirnar, sem Alþjóðaráðið og Rauði krossinn í Noregi reistu í maí, er enn starfandi. Sjúkrahúsið þjónustar yfir 70 þúsund manns úr búðunum og þess má geta að tveir þriðju þess flóttafólks sem hefst við í búðunum eru börn. Á sjúkra- húsinu hafa 5 sendifulltrúar frá Rauða krossinum á Íslandi unnið og sinnt fjölbreyttum störfum.“ Orri Gunnarsson sinnti störfum tæknimanns í vatnshreinsimálum, Jóhanna Elísabet Jónsdóttir og Lilja Óskarsdóttir eru hjúkrunarfræð- ingar, Hólmfríður Garðarsdóttir er ljósmóðir og ráðgjafi í heilbrigðis- málum. Þá sinnti Jón Eggert Víðis- son fjármálastjórnun, en hann kom heim í vikunni. „Við erum í viðbragðsstöðu að senda fleiri íslenska sendifulltrúa til starfa á vettvangi í Sýrlandi og fylgjumst með þróun mála. Hlutleysi er ein 7 grundvallar- hugsjóna Rauðakrosshreyfingar- innar og veitir það okkur sér- stöðu á átakasvæðum, þar sem flóknar pólitískar deilur ríkja oft. „Í Sýrlandi gegnir hreyfingin margþættu hlutverki á svæðinu í krafti hlutleysis síns og hafa fá eða engin önnur hjálparsamtök viðlíka aðgang að átakasvæðum þar sem nauðsynlegt er að koma lífsbjargandi mannúðaraðstoð á. Hreyfingin brýnir einnig ávallt fyrir deiluaðilum inntak Genfar- samninganna, sem hafa þann tilgang að vernda óbreytta borgara og heilbrigðisstarfsfólk,“ segir Kristín. „Við gerum það sem við getum héðan og með vinnu sendifulltrúa okkar á vettvangi. Þörfin fyrir aðstoð í formi fjármagns er alltaf mest og sú þörf hverfur ekki, jafn- vel þótt átökum linni því margra ára uppbyggingarstarf tekur þá við. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að styðja við neyðar- söfnun okkar vegna Sýrlands og senda HJALP í númerið 1900 og styðja okkur með 2.900. kr. Fyrir þá upphæð getum við útvegað þremur börnum mat í mánuð og fyrir 5.000 kr. er hægt að útvega fimm börnum mat í mánuð og einu barni nauð- synlega heilbrigðisþjónustu og lyf í mánuð. Hver króna skiptir máli.“ Stríð í Sýrlandi í um átta ár Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Kristín S. Hjálm- týsdóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, fer yfir stöðuna í Sýr- landi. Þar hafa geisað vopnuð átök í um 8 ár, sem nýlega hafa versnað. Þörfin fyrir mannúðar- aðstoð er gríðar- lega mikil. Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að styðja við neyðarsöfnun okkar vegna Sýrlands og senda HJALP í númerið 1900 og styðja okkur með 2.900 krónum. FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS HJÁLPIN 3 L AU G A R DAG U R 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.