Fréttablaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 80
erfiðara en að taka þátt í keppninni hér heima. Þau bjuggust við því að af því að ég kom frá Íslandi væri ég hvít. Ég er íslensk, þó að ég hafi ekki hefðbundið íslenskt útlit. Ég elska Filippseyjar en þau eru á eftir í þess- um efnum. Ég stunda mikla hreyf- ingu, fer út að hlaupa, hef hlaupið Reykjavíkurmaraþon þrjú ár í röð og lyfti lóðum. En skipuleggjendur fegurðarsamkeppninnar báðu mig að draga úr æfingum þar svo ég yrði ekki of mössuð á lokakvöldinu. Ég sagði bara nei! Enda bara gamaldags vitleysa,“ segir Donna og hlær. Erfitt að hætta í Vottum Jehóva Fjölskylda Donnu er mjög trúuð. Amma hennar og mamma eru í Vottum Jehóva. Donna tók þátt í starfinu til fimmtán ára aldurs og gekk á milli húsa á laugardögum og predikaði. „Ég ólst upp sem Vottur Jehóva og var virk í söfnuðinum frá því að ég var sex ára til fimmtán ára. Það var messa þrisvar í viku. Á laugar- dögum gengum við á milli húsa og predikuðum og aðalmessan var á sunnudögum. Þegar ég varð fimm- tán ára gömul fann ég að ég gat ekki tekið þátt í þessu lengur. Það var svo margt sem ég gat ekki verið sam- mála af öllu hjarta. Ég ákvað því að hætta og gat það af því ég var ekki skírð inn í söfnuðinn. Amma varð ekki ánægð og talaði ekki við mig í marga mánuði. Það var ofsalega erf- itt því við erum mjög nánar, reynd- ar ólst ég mikið til upp hjá henni. Að lokum tókst mér að ná til hennar. Ég sagði við hana: Guð sér allt og veit hvað er í hjarta mínu. Hann veit að ég vil ekki vera hér. Hún tók þessum rökum og skildi þau og við gátum sem betur fer náð aftur saman. Hún er mér mjög mikilvæg, er stolt af mér og kom með kærastanum mínum á frumsýninguna.“ Kærasti Donnu er Ari Steinn Skarphéðinsson. „Við keyptum okkur íbúð í Bryggjuhverfinu á síðasta ári og líkar vel þar. Og við fengum okkur kött. Ég þurfti svo- lítið að sannfæra hann um að það „Það var messa þrisvar í viku. Á laugardögum gengum við á milli húsa og predikuðum og aðalmessan var á sunnudögum,“ segir Donna um árin í Vottum Jehóva. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fjölskyldan hefur búið hér frá því stuttu fyrir síðustu aldamót. Donna og systkini hennar með foreldrum sínum, Romeo og Miriam. Systkinin voru og eru mjög náín. FÁUM SEM GLÍMA VIÐ ALVARLEGT ÞUNGLYNDI TEKST AÐ KLÁRA MENNTASKÓLA OG ÞAÐ AÐ GETA ÞAÐ EKKI EYKUR Á VANDANN. væri góð hugmynd því ég er með ofnæmi,“ segir Donna og hlær. Alvarlegt þunglyndi Donna horfir björtum augum til framtíðar og segir námið sem hún stundar í frumgreinadeild Háskól- ans í Reykjavík hafa haft góð áhrif á sjálfsmyndina. „Ég hætti í mennta- skóla þegar ég var um það bil átján ára gömul. Ég var að glíma við svo mikið þunglyndi að ég réð ekki við námið. Í HR fæ ég stuðning og sé fram á að geta klárað skólann. Nokkuð sem ég trúði ekki áður að ég gæti. Ég fór ekki að takast á við þunglyndið að ráði fyrr en fyrir fáeinum árum,“ segir hún. Þunglyndið var alvarlegt. „Fáum sem glíma við alvarlegt þunglyndi tekst að klára menntaskóla og það að geta það ekki eykur á vandann. Þegar ég var sautján ára gerði ég til- raun til sjálfsvígs. Mamma sendi mig þá til Filippseyja, henni fannst góð hugmynd að láta mig skipta um umhverfi. Það var í raun alveg rétt hjá henni. Ég var þar í þrjá mánuði og hætti að hugsa um þetta smám saman. Ég vann mikið. Svo þegar ég kom aftur til Íslands kynntist ég fyrrverandi kærastanum mínum og varð upptekin af því. Það má segja að þunglyndið hafi legið í dvala. En það kemur alltaf aftur og í sumar leitaði ég mér fyrst sálfræðihjálpar. Það er mjög erfitt að byrja í skóla eftir að hafa verið á vinnumarkaði í sjö ár. En í skólanum eru allir á sama stað, ég á til dæmis vinkonu í bekknum sem er 20 árum eldri. Og mér finnst svo dýrmætt að fá að hitta fólk sem gefst ekki upp,“ segir Donna og segist hafa áttað sig á mikilvægi þess að glíma við einn dag í einu en hafa á sama tíma góða trú á því að allt fari vel. „Ég veit að það er engin töfralausn til, ég þarf bara að reyna að lifa góðu lífi og gera hluti sem ég veit að styrkja mig. Hluti af því er að fara í skóla. Láta drauma sína rætast eins og ég gerði með því að leika í kvikmynd. Þetta er krefjandi en hefur góð áhrif,“ segir Donna. 1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.