Breiðholtsblaðið - Jun 2015, Page 2

Breiðholtsblaðið - Jun 2015, Page 2
Í sumar mun verkefnið Samspil bjóða upp á ókeypis íþróttaæfingar í Breiðholti. Æft verður tvisvar í viku á skólalóð Hólabrekkuskóla. Æfingarnar eru ætlaðar börnum í þriðja til áttunda bekk, en greinarnar sem í boði verða eru körfubolti, frjálsar íþróttir, keila, fótbolti og handbolti. Færir þjálfarar munu hafa umsjón með æfingunum. Ef veður verður slæmt á verkefnið athvarf í íþróttahúsinu við Austurberg 3. Öll börn eru hjartanlega velkomin á æfingu hjá SAMSPIL, hvort sem þau eru vön að stunda íþróttir eða ekki. Æfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum á eftirfarandi tímum: kl. 15.00 til 16.15 fyrir 3. til 5. bekk og kl. 16.15 til 17.30 fyrir 6. til 8. bekk. Fyrsta æfing sumarsins var mánudaginn 15. júní, en æfingum lýkur um mánaðamótin júlí / ágúst. Samspil er unnið í samstarfi við ÍR og Þjónustumiðstöð Breiðholts og styrkt af ÍTR. Samspil í Breiðholti ... ókeypis íþróttaæfingar í sumar 2 Breiðholtsblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Eiðistorgi 13-15 • 170 Seltjarnarnes • Pósthólf 172 Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904 Netfang: thordingimars@gmail.com Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298 Heimasíða: borgarblod.is Net fang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son Um brot: Valur Kristjánsson Prentun: Landsprent ehf. Dreif ing: Landsprent ehf. 6. tbl. 22. árgangur Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti JÚNÍ 2015 Nýverið lauk verkefninu Menntun núna í Breiðholti og má leiða líkur að því að um þrjú þúsund manns hafi notið góðs af því. Með því var náð til brotthvarfsnema og þeim fundin tækifæri til náms, bæði í dag- og kvöldskóla. Fjöl brauta skólinn í Breiðholti og Mímir símenntun. Hinn hlutinn byggðist einkum á samstarfi við félög innflytjenda og þátt töku í fjöl menningarstarfi borgarinnar. Með því er fólki auðvelduð aðlögun að því sem stundum er þeim framandi umhverfi og dregið úr þeirri hættu að fólk sem flutt hefur hingað til lands einangrist. Heilsueflandi Breiðholt Átak til heilsueflingar er að hefjast í Breiðholti. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirritaði á dögunum yfirlýsingu um að Breiðholt muni hrinda af stað vinnu um heilsueflandi samfélag og verða þar með leiðandi hverfi í borginni. Heilsueflandi Breiðholt er þróunarverkefni sem hefur það markmið að stuðla að heilbrigði og velferð í samfélaginu. Stefnt er að því að stofnanir og félagasamtök taki þátt í átakinu þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði íbúa frá ýmsum hliðum. Öflug menningarmiðstöð Með sameiningu Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Borgarbókasafnsins varð til öflug menningarstofnun í Breiðholti. Stofnun sem ekki mun einungis halda merkjum hinna fyrri á lofti heldur og ekkert síður mótast af nýjum viðfangsefnum á sviði menningar og lista. Fjölbreytni menningarlífsins mun aukast og margbreytileikinn hafast við í því ágæta húsi sem Gerðuberg er. Nú hefur verið opnaður bjartur og rúmgóður kaffi- og veitingastaður í Gerðubergi með aðstöðu fyrir jafnt einstaklinga sem hópa – nokkuð sem hefur skort í 20 þúsund manna byggð til þessa. Eddufellið í nýja lífdaga Eddufellið er að vakna til lífsins eftir langa þrautagöngu. Með Pólsku búðinni kom skemmtileg og persónuleg matvöruverslun í byggð þar sem fólk af hinum ýmsu þjóðernum og menningarkimum kýs að búa. Fab Lab tækniverið setur svip á umhverfið og tilkoma Nýlistasafnsins í gamla Breiðholtsbakaríi er nýjung sem fáa hefði dreymt um fyrir nokkrum árum. Ungt fólk í félagsstarfið Margvíslegt félagsstarf fer fram í Breiðholti. Þar starfar fjöldi félaga auk þess sem Reykjavíkurborg stendur fyrir öflugu félagsstarfi í Árskógum og í Gerðubergi. Nokkurs misskilnings hefur gætt að þetta félagsstarf sé eingöngu ætlað heldri borgurum. Fólki sem komið er að eða á starfslokaaldur. Eðli málsins samkvæmt nýtir það fólk félagsstarfið meira enda oft ekki bundið dagsins önn að öðru leyti. En félagsstarfið er fyrir alla og dæmi um það má nefna að yngra fólk í fæðingarleyfi er farið að nýta sér það og tekur þá gjarnan ungviðin með. Litla félagið með stóra hjartað Og ekki má gleyma velgengni Leiknis á nýbyrjuðu ári í úrvalsdeildinni. Starf Leiknis hefur eflst að undanförnu bæði hið innra og ekki síður á keppnisvellinum íbúum Breiðholts og ekki síst Fella- og Hólahverfi til ánægju. Það er margt að gerast í Breiðholtinu. Um þrjú þúsund í Menntun núna Reykjavíkurborg mun taka við húsnæðinu þar sem Strætó er í Mjóddinni á næstunni. Með því er ætlunin að skipuleggja það fyr i r vers lunar - og þjónustustarfsemi og færa meira líf inn í Mjóddina. Strætó er þó ekki að fara úr Mjóddinni og mun stöðin þar áfram gegna mikilvægu hlutverki innan leiðakerfisins þar sem fara yfir 3.000 manns um daglega. Því eru áhugavert tækifæri að finna fyrir veitingarekstur sem fer vel með hlutverki húsnæðisins sem þjónustustöð Strætó. Þegar er farið að líta eftir rekstraraðila t i l samstarfs við borgina. Nýr rekstraraðili mun taka þátt í að skipuleggja b r e y t i n g a r á h l u t v e r k i húsnæðisins í samvinnu við Reykjavíkurborg og núverandi rekstraraðila í Mjódd. Hann velur verslanir og veitingastaði til samstarfs, aflar tilskilinna leyfa, sér um kynningar- og markaðsmál og annast allan daglegan rekstur hússins, þar með talið rekstur á salernum og öryggisvörslu. Hér er um umtalsvert húsrými að ræða eða alls 426 fermetra. Pósturinn hefur starfsstöð í Strætóhúsinu og hefur þegar sýnt áhuga á þátttöku í viðræðum um framtíð rýmisins með það markmið að minnka starfsstöð sína á svæðinu sem gæti stækkað það svæði sem er til þróunar um allt að 180 fermetra. Í úttekt á húsnæðinu sem var unnin af arkitektastofunni Stáss voru eftirtalin atriði sérstaklega talin mikilvæg við uppbyggingu starfsemi í húsnæðinu. Að sterkur rekstraraðili komi að verkefninu. Opið verði á milli rekstrareininga þannig að að sýnileiki og flæði milli þeirrar starfsemi sem fer fram auk þess að tryggja öryggi notenda og farþega Strætó verði tryggt með viðeigandi hætti. Verslun og þjónusta í Strætóhúsið í Mjódd Séð yfir Mjóddina. Stætóhúsið er fremst á myndinni.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.