Breiðholtsblaðið - Jun 2015, Page 4

Breiðholtsblaðið - Jun 2015, Page 4
Breiðholtsblaðið heimsótti Sólborgu Jónsdóttur á heimili hennar í Selja-hverfi. Sólborg er deild- arstjóri í tungumála- og fjölmenn- ingardeild hjá Mími-símenntun en hún hefur tekið þátt í Mennt- un núna verkefninu fyrir hönd Mímis. Sólborg er uppalin á Sunnuflöt í Garðabænum með foreldrum sínum og tveimur eldri systrum og fjölskyldan átti mikið af dýrum en móðir hennar var formaður dýraverndunarsam- taka. Hún fór í Mennta skólann í Hamrahlíð og þaðan í ítölsku og sagnfræði. Áhuginn á ítölskun- ni kviknaði í MH þar sem hún hafði frábæran ítölskukennara sem varð til þess að hún fór sem skiptinemi í sagnfræði í eitt ár til Bolognia á Norður Ítalíu og í framhaldinu ákvaða hún að taka ítölsku sem aukafag í háskólan- um. Síðar fór hún til Víetnam sem hafði áhrif á líf hennar. “Ég á tvíburadætur þær Sunnu Tam og Tinnu Mai sem eiga víet­ namskan föður sem ég var gift. Ég starfaði við íslenskukennslu og gegnum hana kynntist ég víet­ nömsk um hjónum sem eru mjög góðir vinir mínir. Það varð til þess að ég fór í ferð með þeim og stórfjöl skyldunni til Víetnam sem var alveg frábær upplifun. Ég var alltaf með heima fólki og kynntist landinu á annan hátt, svaf m.a. uppí hjá ömmunni í húsinu og fór í heimsóknir inn á ótal einkaheimili. Í þessari ferð kynntist ég fyrrum manni mínu. Við fórum síðan aftur til Víetnam til að hitta fjölskyldu hans og mér finnst mikilvægt að dætur mínar rækti uppruna sinn og tengsl við fjölskyldu sína í Víetnam þar sem þær eiga mikið af frændfólki og hálfsystkini. Eftir þessa reynslu af Víetnam þá mæli ég með því að fólk fari til landa utan Evrópu til að kynnast annarri menningu og veruleika auk þess sem Víetnam er eitt öruggasta landið sem þú getur ferðast til.” Vann hjá Námsflokkunum með menntaskóla En hvernig kviknaði áhuginn á fræðslu fullorðinna? Meðfram menntaskólanum vann Sólborg í Námsflokkum Reykjavíkur sem þá voru staðsettir í Miðbæjar­ skólanum við tjörnina þar sem hún vann á skrifstofunni og við ýmsa þjón ustu. “Þar kviknaði áhuginn á fullorðinsfræðslu, mér hafði alltaf gengið vel og liðið vel í skóla og það var upplifun fyrir mig að hitta allt þetta fullorðna fólk sem hafði gert svo mikið í lífinu en aldrei lokið skóla og fékk þarna tækifæri til að taka upp þráðinn og ljúka námi. Starfið hjá Námsflokkunum þróaðist og ég var farin að skipuleggja námskeið og fyrsta kennslan sem ég tók að mér um tvítugt var að kenna íslensku fyrir útlendinga þegar ég kenndi blönduðum hóp byrjenda í íslensku.” Verk efnið var vissulega áskorun en Sólborg man eftir því að móðir hennar sem var kennari sagði við hana „Það er eitt öruggt og það er að þú kannt meira í íslensku en þau“ en námskeiðið gekk ágætlega og eflaust hafa skipulags hæfi leikarnir og kennaragenin frá móðurinni átt þátt í því. “Í gegnum árin hef ég, ásamt Þorbjörgu Halldórsdóttur, einnig samið mikið af námsefni í íslensku sem öðru máli. Bæði almennt efni og starfstengt efni til að nota á íslenskunámskeiðum á vinnustöðum.” Leiðin lá síðar til Mímis­símenntunar en í deildinni sem Sólborg leiðir er boðið upp á kennslu í fjöl mörgum tungumálum auk íslenskukennslu sem annað tungumál auk námskeiða fyrir fatlaða ein staklinga hjá Fjölmennt. Um fangið á starfseminni er mikið en 99 íslenskunámskeið voru kennd á síðasta ári hjá Mími fyrir utan námskeið í öðrum tungumálum. Mímir býður upp á margskonar námsbrautir fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu og námskeið fyrir innflytjend­ ur bæði íslenskukennslu og samfélagsfræðslu. Landnemaskólinn – íslenska og samfélagsfræði Landnemaskólinn er dæmi um námsbraut þar sem blandað er saman íslenskukennslu og samfélags fræðslu auk þess sem þar hefur verið fléttuð inn starfs­þjálfun m.a. í tengslum við Menntun núna verkefnið, fyrirtæki og stofnanir í Breiðholti. Sólborg segir miklu skipta fyrir fólk að fá þessa reynslu og tengsl inn í atvinnulífið og læra íslenskuna utan skólastofunnar. “Það sem hefur nýst sérstaklega vel í þessu verkefni er Íslensku­ þorpið sem Guðlaug Stella Bryn­ jólfsdóttir hefur verið að þróa fyrst í Háskóla Íslands og hefur nú verið yfirfært á Breiðholtið í Menntun núna verkefninu þar sem fyrirtæki og stofnanir í hverfinu taka þátt í íslenskukennslunni (www.islenskuthorpid.is). Hjá Mími var þessi nálgun nýtt í þróun á starfsþjálfun útlendinga í leikskólum þar sem starfsfólk fékk þ já l fun f rá Í s lensku ­ þorpinu um hvernig væri best að vinna með íslenskukennslu í starfsþjálfuninni,” segir Sólborg. Of há námskeiðsgjöld “Í Menntun núna verkefninu upplifði maður að það er þörf á því að fara með þjónustuna til fólksins í hverf inu þar sem fólk getur einnig fengið ráðgjöf og jafnvel barnagæslu. Þar kom skýrt fram að verð á námskeiðum skiptir máli verkefnið niður­ greiddi námskeiðin sem kosta almennt um 40 þúsund krónur en kostuðu 12.000 kr. Þrátt fyrir að stéttarfélögin styrki námskeiðin þá vita ekki allir hvernig á að snúa sér varðandi þá styrki auk þess sem styrkirnir duga ekki nema fyrir einu til tveimur námskeiðum á ári. Reynslan sýnir að fólk þarf á samfelldri kennslu að halda til að ná árangri í íslenskunáminu, 4 Breiðholtsblaðið JÚNÍ 2015 V i ð t a l i ð Áhuginn á kennslu fullorðinna kviknaði snemma Sólborg með tvíburadætrunum þeim Sunnu Tam og Tinnu Mai. … segir Sólborg Jónsdóttir deildarstjóri hjá Mími LÁTTU ÞAÐ EFTIR ÞÉR, VERTU FRJÁLS, NJÓTTU LÍFSINS. Sumar er Sangría KOMDU Á TABASBARINN OG SMAKKAÐU Á SUMRINU Glas 1.790 kr. RESTAURANT- BAR Vesturgötu 3B | 101 Reykjavík Sími 551 2344 | www.tapas.is Ísköld og svalandi Sangríameð ferskum ávöxtum, SOLAZ rauðvíni, appelsínusafa og blöndu af sterku áfengi og líkjörum.

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.