Breiðholtsblaðið - jun. 2015, Síða 5

Breiðholtsblaðið - jun. 2015, Síða 5
sérstaklega fullorðið fólk. Það er svo margt sem hefur áhrif á hvernig gengur, aldur, uppruni, menntun, per sónu leiki, ertu opinn eða félagslyndur o.s.frv. Það skiptir máli að hafa tækifæri til að æfa sig í tungumálinu t.d. í vinnunni. Íslendingar virðast gera ríkari kröfu um að innflytjendur geti talað íslensku ef þeir koma frá landi utan Evrópu en almennt er viðurkennt að Evrópubúar geti talað saman á ensku. Mótsögnin í þessu er að fólk frá öðrum heimsálfum á oftast erfiðara með að læra íslenskuna auk þess sem margir tala svokallað tónamál og/ eða eru ólæsir á latneskt letur. Mímir bíður upp á íslensku­ og lestrar nám skeið fyrir þessa hópa. Samfélagsfræðsluna vantar En hvernig finnst þér íslenska fjölmenningarsamfélagið vera að þróast? “Það er frekar rólegt yfirbragð á fjölmenningarsam­ félaginu hér enn sem komið er, maður veit af haturs orðræðu og fordómum á netinu en það er ekki mjög áberandi auk þess sem ég hef valið að fylgjast ekki með því. Ég hef kennt fólki frá um 80 löndum og það er ekkert endilega mín reynsla að það sé betra að skipta fólki eftir löndum, menntun eða öðrum þáttum. Það sem sárvantar er samfélags fræðsla, þegar fólk kemur til landsins þá er það týnt og veit ekki hvar hægt er að fá upplýsingar þó t.d. Fjölmenningar setrið á Ísafirði og Mannréttindaskrifstofa Reykja­ víkur geti veitt ýmsar upplýsin­ gar. Í Noregi er samfélags fræðsla skylda og það er sama hvar þú býrð þú þarft að mæta á næstu sí mennt unar miðstöð og fræðslan fer fram annaðhvort maður á mann eða í gegnum Skype á tungumáli við komandi.” Brúarsmíðin er frábær hugmynd Sólborg segir að í Menntun núna verk efninu hafi verið unnið með hugtakið Brúarsmiði sem byggir á svipuð um grunni og samfélags fræðslan í Noregi þ.e. að þjálfa innflytjendur til að veita samlöndum sínum og fólki sem talar sama tungumál samfélags­ fræðslu. “Brúarsmiðahugmyndin er frábær og það er nauð synlegt að hafa sterka einstaklinga inn í mál hópunum sem geta aðstoðað þá sem eru að koma til landsins. Ísland er lítið land og tungumála­ hóparnir eru fámennir en oft er einmitt leitað til einstak linga innan þeirra sem oft eru undir miklu álagi en reyna að gera sitt besta. Það væri mjög jákvætt ef þessir aðilar fengju þjálfun og greiðslu fyrir að veita móttökuráðgjöf og fræðslu. Það skiptir máli að innflytj endur læri um lýðræðis­ samfélagið sem það býr í og það er mikilvægt fyrir okkur að fræða sérstaklega konur þannig að þær átti sig á réttindum sínum og hvernig gildi og reglur íslensks samfélags kunna að rekast á við hefðbundin gildi þeirrar menningar sem þær koma frá eða alast upp við.” Sakna útlendinga í fjölmiðlum “Það þarf sérstaklega að huga að unga fólkinu og menntun þess. Ungt fólk af erlendum uppruna verður að hafa tækifæri til að ljúka framhaldsmenntun og bæði fram­ haldsskólar og framhaldsfræðslan (fyrir fullorðna) verður að aðlaga námsleiðir sínar og kennsluaðferð­ ir svo að allir hafi jafnan rétt og möguleika til náms. Ég sakna þess hversu lítið við sjáum útlendinga í fjölmiðlum þannig að við heyrum sjaldan viðtöl við fólk sem talar ekki fullkomna íslensku en við höfum oft takmarkað umburðarlyndi gagnvart þeim sem ekki hafa fullkomið vald á tungumál inu. Við förum oft að tala ensku strax og við skiljum ekki alveg hvað fólk er að segja í stað þess að hlusta betur og spyrja, oft þurfum við að tala öðruvísi við þá sem eru byrjendur í tungu málinu, til dæmis að tala í nefnifalli o.s.frv. Hvað tekur svo við hér í Breiðholtinu eftir að Menntun núna lýkur? “Mímir­símenntun ætlar áfram að bjóða upp á íslenskukennslu í Gerðubergi og svo má geta þess að við erum flutt í glæsilegt húsnæði á Höfðabakka en það er tiltölulega einfalt fyrir Breiðhyltinga að komast þangað með leið 12 í strætó eða á hjóli.” SGK. 5BreiðholtsblaðiðJÚNÍ 2015 Ungt fólk af erlendum uppruna verður að hafa tækifæri til að ljúka framhaldsmenntun, segir Sólborg. Hólagarður 40 ára Persónuleg þjónusta. Verslið í vinalegu umhverfi! Sportvörur • Leikföng • Ritföng Boltinn í beinni Gullnáman Gjafavörur, snyrtivörur og fylgihlutir í úr vali Krá • Sportbar klipp-art h á r g r e i ð s l u s t o f a n Sjávarhöllin Öflug verslunarmiðstöð í 40 ár! www.tattoo.is sim i :7722171 tattoo@tattoo.is reykjavik A rnarbakki 2 Opið 12:00-19:00 mánudaga til föstudaga

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.