Breiðholtsblaðið - jun 2015, Qupperneq 6

Breiðholtsblaðið - jun 2015, Qupperneq 6
Allt að eitt hundrað manns mættu á opnun sýningar á verkum fólks sem tekur þátt í félagsstarfinu í Gerðubergi 2. maí sl. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnaði sýninguna en að þessu sinni var breytt nokkuð út af venju þar sem sýningin var haldin í samstarfi við Borgarbókasafn Gerðubergs. Allt efni sýningarinnar var unnið í félagsstarfinu af þátttakendum þar og kenndi þar margvíslegra muna – nýtjamuna sem listmuna. Anna Kristín Bjarnadóttir umsjónarmaður félagsstarfsins segir að þar starfi fjölbreyttir hand- verkshópar og á vorsýningunni megi meðal annars sjá bókband, bútasaum, glermuni, handavinnu, málun, pappamódel, postulínsmálun, tálgun og útskurð. Við opnun sýningarinnar tók harmoníkuleikarinn góðkunni Þorvaldur Jónasson á móti gestum með harmoníkuleik og Gerðubergskórinn söng vel valin lög. Sýningin stendur í fjórar vikur og skipta sýnendur mörgum tugum og eru verkin því einkar fjölbreytt. Anna Kristín segir að félagsstarfið sé mikilvægur þáttur í daglegu lífi fjölmargra borgarbúa en starfið er öllum opið óháð aldri eða öðrum störfum. Margrét Valdimarsdóttir verkefnisstjóri í Gerðubergi og sýningarstjóri segir að vorsýningunni sé ætlað að gefa góða mynd af því öfluga starfi sem fram fer í félagsstarfinu og hvetja þannig enn fleiri til þátttöku. Síðasta sýningardag- inn, sunnudaginn 31. maí var markaðsstemmning á vorsýningunni. 6 Breiðholtsblaðið JÚNÍ 2015 Vorsýning í Gerðubergi Eins og sjá má á myndunum kenndi margra muna á vorsýningunni. ... markaðsstemmning á lokadaginn Hvað segir þú? Kjörnir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í göngugötunni í Mjódd föstudaginn 19. júní milli kl. 16 – 18. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi, Marta Guðjónsdóttir varaborgarfulltrúi og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður svara spurningum og taka við ábendingum um það sem betur má fara. Sjálfstæðisfélagið í Bakka- og Stekkjahverfi. Sjálfstæðisfélagið í Fella- og Hólahverfi. Sjálfstæðisfélagið í Skóga- og Seljahverfi. Guðlaugur Þór. Kjartan. Marta. Mjódd - S. 557 5900 Síðar buxur, kvartbuxur stuttbuxur og pils mikið úrval af fallegum sumarbolum Verið velkomnar Athyglisverð myndlistar - sýning verður opnuð í Gerðubergi föstudaginn 26. júní. Sýningin nefnist Sönn ásjóna og er unnið af fólki sem tekið hefur þátt í starfi Hlutverkaseturs. Hlutverkasetur er starfs- endurhæfing þar sem lagt er upp með að styrkja og efla fólk til að komast aftur út á vinnumarkaðinn. Ein af leiðunum sem er farin er að ýta undir listræna hæfileika með markvissri hvatningu og hér er afrakstur verkefnis af þessu tagi. Myndlistarkennar- arnir Anna Henriksdóttir og Svafa Björg Einarsdóttir hafa leitt vinnustofurnar síðastliðin f imm ár. Þess á geta að Hlutverkasetur fagnar 10 ára afmæli og er sýningin því einnig afmælissýning setursins. S ý n i n g i n b y g g i s t á andlitsmyndum en andlitsmynd snýst frekar um að segja satt en að búa til sögu. Listamenn sem vinna andlitsmyndir þurfa að kynna sér viðfangsefnið náið til að ná sannleikanum á mynd og stundum þarf til þess margar tilraunir. Myndverkin á sýningin eru bæði hefðbundin málverk unnin með olíu en einnig pastel-, vatnslita- og klip- pimyndaverk. Sumar ásjónurnar eru af gæludýrum, aðrar af fólki og nokkrir sýnendur hafa gert sjálfsmyndir. Sýningin stendur til 28. ágúst og er opin virka daga kl. 8 til 18. Hér má sjá eitt verkanna sem verður á sýningunni. Unnið með blandaðri tækni. Sönn ásjóna ... sýning Hlutverkaseturs í Gerðubergi Augl‡singasími: 511 1188 & 895 8298

x

Breiðholtsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.