Breiðholtsblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 7

Breiðholtsblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 7
7BreiðholtsblaðiðJÚNÍ 2015 Um 40 ár eru liðin frá því að athafnamaðurinn Gunnar Snorrason kaupmaður lagði allt undir, seldi rekstur sinn og íbúðarhúsnæði til þess að byggja upp verslunar - og þjónustukjarna í byggð sem var að rísa í Hólunum í Efra Breiðholti – f jærst eldri byggðum Reykjavíkur. Verslunarmiðstöðin Hólagarður við Lóuhóla reis innan um grunna og hálfbyggð heimili þar sem athafnamaðurinn horfði til lengri framtíðar. Þetta rúmaðist einnig vel innan marka þess skipulagt sem Breiðholtið var byggt eftir. Áhersla var lögð á þjónustukjarna inni í byggðinni þangað sem fólk gæti sótt lífsnauðsynjar og einnig aðra þjónustu í göngufæri frá heimilum sínum. Frá því Hólagarður var byggður hefur margt gerst og sumt orðið með öðrum hætti en hugarsmiðir Breiðholtsbyggðanna hugðu. Mik lar breyt ingar urðu á verslunarháttum með tilkomu stórmarkaðanna sem gjarnan voru staðsettir utan íbúðahverfa og aukin bílaeign fólks stuðlaði einnig að þeirri þróun. Þetta varð til þess að draga mátt úr þeirri starfsemi sem komið hafði verið fyrir inn í borgarhverfum í því augnamiði að þjóna íbúum. Lítið mál var að skreppa í bíl í stórmarkaðina sem gátu oft boðið lægra vöruverð en unnt var í litlum hverfaverslunum. Saga kaupmannsins á horninu hvarf ekki inn í þessa kjarna heldur stórmarkaðina sem voru í raun og veru hluti af þróun sem átti sér stað víða um heim. Alltaf hafa komið nýir í staðinn Flestir þessir kjarnar áttu fljótt erfitt uppdráttar í Breiðholtinu sem annars staðar og ýmis starfsemi fluttist burt eða henni hvar hreinlega hætt. Eftir stóðu auðar byggingar og jafnvel var neglt fyrir glugga þótt aðrir hafi þraukað í erfiðu umhverfi. Nokkuð sem hverfishönnuðirnir sáu ekki fyrir. Þrátt fyrir þetta er saga Hólagarðs samfelld. Gunnar seldi verslun sína og Hólagarð og aðrir tóku við. Ljóst er að stærð verslunarmiðstöðvarinnar og að mikil áhersla var frá upphafi lögð á fjölbreytta matvöruverslun hefur verið driffjöðrin í því að halda starfseminni áfram. Bragi Björnsson verslunarmaður í Leiksport er búinn að standa vaktina í Hólagarði í 25 ár. Hann segir að oft hafi verið á brattann að sækja í rekstri í Hólagarði og talsvert um að fyrirtæki hafi farið eða hætt starfsemi. „En það hafa alltaf komið önnur í staðinn. Sum hafa aðeins staðið við í skamman tíma en önnur lengur. Ætli mitt fyrirtæki og hárgreiðslustofan eigi ekki lengstan starfsaldur hér,“ segir Bragi. Flest er fertugum fært Bragi er e iginlega al inn upp í Hólagarði. „Ég fór að vinna hjá Gunnari Snorrasyni í matvörubúðinni með skóla eftir að hann opnaði. Ég var því búinn að kynnast mörgum hér og þekkti húsið ef svo má segja og var líka kunnugur í hverfinu. Það var svipuð verslun hér áður sem hét Hólasport. Ég festi kaup á henni og breytti nafninu í Leiksport nokkru síðar. Ég aðlagaði vöruúrvalið meira að þeirri eftirspurn sem var og er. Ég fór að leggja áherslu á íþróttavörur og einnig á riftöng og skólavörur en dró úr bókaversluninni. Ég hafði og hef alltaf hafi góð tengsl við íþróttafélögin í Breiðholtinu og þau urðu til þess að ég fór að leggja áherslu á að eiga til vörur sem þarf til íþróttaþátttöku. Þannig skynjaði ég umhverfið og markaðinn og reyndi að bregðast við eftir bestu getu.“ Bragi segir þess misskilnings stundum hafa gætt að stóra matvöruverslunin í Hólagerði sem rekin hefur verið af nokkrum aðilum í gegnum tíðina og af Bónus undanfarin ár hafi neikvæð áhrif á sérverslanirnar. „ Þ e s s u e r ö f u g t f a r i ð . Matvöruverslunin styrkir aðra verslunar- og þjónustustarfsemi í húsinu auk þess sem fjölbreytni skapar ákveðið aðdráttarafl. Ég veit satt að segja ekki hvernig farið hefði ef matvöruverslunin hefði ekki alltaf verið hér.“ Bragi segir að viðskipti og velgengni hafi farið nokkuð eftir tímabilum. Frá 2008 og þangað til á síðasta ári varð nokkurt líf í versluninni hér eins og var í innlendri verslun. Fólk var minna á ferðinni og hélt sig meira í námunda við kjarnanna í byggð þess. Hægja fór á þessu 2013 og nú er spurning um hvort verslunin er að koma aftur tilbaka. Nú er mikil umræða um breyttan lífsstíl. Meiri hreyfingu og umferðamáta á borð við hjólreiðar. Að fólk geti nálgast verslun jafnvel gangandi frá heimilum sínum eins og hugmyndir voru um þegar Breiðholtið var að byggjast. Borgaryfirvöld hafa einnig staðið fyrir umræðum um að virkja þessa kjarna á nýjan leik og stutt við viðleitni í þá átt. Við sjáum það í Fellunum þar sem ný starfsemi er að koma í gömlu húsin. Við bindum vonir við að þetta gerist víðar. Í Bökkunum er gamall kjarni sem muna hefur mátt fífil sinn fegurri. Þar mun hugsanlega eitthvað gerast og vonandi víðar. Í viðtali sem Kiwanisblaðið Vífill átti við Gunnar Snorrason framkvæmda- og verslunarmann í jólaönninni 1986 sagðist hann aldrei hafa þekkt minna en 12 tíma vinnudag. Bragi tekur undir þessi ummæli. „Já – Gunnar vann svona. Hann hafði líka mikinn áhuga á því sem hann var að gera. Hann vildi horfa fram í tímann og þótt hann hafi ef til vill ekki séð allt fyrir þá var hann alltaf sannfærður um framtíð Hólagarðs. Ég smitaðist eiginlega af þessu og hef aldrei talið mínar stundir eftir – hvorki í þágu verslunarinnar eða Hólagarðs sem heildar. En stóra málið er að Hólagarður hefur staðið allar breytingar af sér þótt stundum hafi gefið á. Er ekki stundum sagt að flest sé fertugum fært.“ Hólagarður er 40 ára Verslanir í Hólagarði hafa þjónað Breiðhyltingum í 40 ár. Flest er fertugum fært: Bragi Björnsson verslunarmaður í Leiksport. Ökufærni er lykilatriðið þegar ungmenni hefja akstur. Hvar fær ungmennið þitt kennslu? Hluti námsins fer fram í fullkomnum ökuhermi Áhersla lögð á færni nemenda og öryggi þeirra í umferðinni Allt kennsluefni innifalið Ökukennsla www.bilprof.is Upplýsingar og innritun í síma 567 0300 • Opið 10-17 alla daga. Hringdu núna og bóka ðu ökuskól ann ÖKUSKÓLINN Í MJÓDD – yfir 40 ár í fagmennsku. Þekking og reynsla í fyrrirúmi

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.