Breiðholtsblaðið - jun. 2015, Síða 8

Breiðholtsblaðið - jun. 2015, Síða 8
Nú eru grunnskólar landsins að fara í frí og eru nemendur tilbúnir eftir langan vetur að njóta sumarsins. Þrátt fyrir það er mikilvægt að viðhalda lestri barnanna okkar yfir sumarið. Sumarfrí þýðir ekki að við hættum að læra. Rannsóknir hafa sýnt að lestrarhæfni flestra nemenda minnkar á sumrin meðan þeir sem lesa reglulega auka hæfni sína. Foreldrar geta viðhaldið læsi og jafnvel aukið það með mörgum skemmtile- gum leiðum í sumarfríinu. Með þeim má byggja upp orðaforða, auka lesfærni og vekja upp ómetanlegan áhuga á lestri góðra bóka eða annars lesefnis. Nemendur þurfa hvíld frá námi og þess vegna er mikilvægt að gera sumarlestur skemmtilegan svo hann veki áhuga barnanna. Hér koma nokkrar leiðir til að gera sumarlestur að skemmti- legum hluta af tilveru barna. Lesið eða hlustið á hljóðbækur með barni ykkar daglega. Lesið saman eða leyfðu því að lesa fyrir ykkur. Þið getið jafnvel lesið til skiptis. Hægt er að lesa eða fara í orðaleiki, úti, í bílnum, á ferðalagi, á róló og á rölti um götur bæjarins. Orðaleikir geta t.d. falið í sér gátur, orðarím, finna hljóð (stafi) í orði, klappa atkvæði orðanna, þekkja stafi eða orð í umhverfinu svo fátt eitt sé nefnt. Hafið lesefni sýnilegt á heimilinu H a f i ð b æ k u r o g a n n a ð áhugavert lesefni sýnilegt á heimilinu. Verið góð fyrirmynd og lesið sjálf. Kaupið bækur, blöð eða hljóðsnældur eða fáið lánað á næsta bókasafni. Ég minni á að bókasöfn landsins eru ávallt opin almenningi alla virka daga yfir sumarið og er það víða sem útlán eru börnum að kostnaðarlausu. Leyfið barninu að velja hvað lesið er og lesið saman, fyrir alla í fjöl- skyldunni eða lesið jafnvel sömu bók. Allt þetta getur vakið upp skemmtilegar umræður ykkar á milli. Talið um þau orð sem erfitt er að lesa og veltið vöngum yfir merkingu þeirra. Leyfið börnunum að senda póstkort Á meðan þið sinnið daglegum verkum er tilvalið að leika orðaleiki. Við innkaupin má gera innkaupalista og lesa á merkingar í búðum, lesa bæklinga verslana og velja hvað kaupa á. Á fer- ðalögum er gaman að skoða og lesa á götumerkingar, bæjarnöfn og auglýsingaskilti. Kennið börnunum að lesa vegakort því þau geta verið góðir leiðsögu- menn. Leyfið börnunum að senda póstkort eða bréf til ættingja og vina á ferðalögum sínum. Einnig er gaman að skrifa dagbók sumarsins, t.d. taka saman og fjalla um þær bækur sem þið lásuð. Ég hef nú aðeins bent á fáeinar leiðir sem aukið geta færni í lestri en mæli með að foreldrar reyni allt það sem þeir telja að komi að gagni og geti verið til þess að börnin okkar komi enn sterkari til leiks í haust. Með ósk um gleðilegt lestrarsumar. Dröfn Rafnsdóttir, kennsluráðgjafi hjá Þjónustumiðstöð Breiðholts. Skólaslit Fjölbrautaskólans í Breiðholt i fór u fram í Háskólabíói föstudaginn 22. maí. Alls útskrifuðust 162 nemendur og afhent voru 175 skírteini þar sem nokkrir nemendur útskri- fast af tveimur brautum. Þórunn Sunneva Elfarsdóttir er dúx skólans, en hún hlaut 9.17 í aða- leinkunn, en hún lauk prófi frá fata- og textílbraut skólans. Þrjár stúlkur sópuðu að sér flestum verðlaunum sem veitt voru fyrir góðan námsárangur. Auk þess að vera dúx skólans fékk Þórunn Sunneva verðlaun fyrir íslensku, bestan árangur á fata- og textílbraut og að auki fékk hún viðurkenningu frá Soropti- mistaklúbbi Hóla og Fella. Sunna Sól Sigurðardóttir fékk verðlaun fyrir dönsku, ensku og myndlist og Sara Líf Magnúsdóttir fékk verðlaun fyrir myndlist auk þess sem hún fékk íslenskuverðlaun í formi peningastyrks úr styrk- tarsjóðs Kristínar Arnalds. Þá hlaut Leifur Daníel Sigurðarson viðurkenningu frá Rotarýklúbbi Breiðholts. Verðlaun fyrir góða árangur í íslensku Aðrir sem hlutu verðlaun og viðurkenningu voru m.a. Gangadai Sahadeo sem verðlaun fyrir góðan námsárangur í íslensku sem annað mál og tveir nemendur á starfsbraut skólans fengu viðurkenningu fyrir mestar framfrarir á námstímanum, þeir Ingimundur Ágústsson og Sigurður Bjarki Brjánsson. Fjöldi fyrirtækja, félaga og stofnana gáfu útskriftarnemendum gjafir, s.s. Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Gámaþjónustan, Soroptimis- taklúbbur Hóla og Fella, nokkur sendiráð erlendra ríkja og fleiri aðilar. 8 Breiðholtsblaðið JÚNÍ 2015 FB útskrifaði 162 nemendur Verðlaunahafarnir Sunna Sól, Sara Líf og Leifur . Lesum í sumar Verðlaunahafar á sviðinu í Háskólabíói. Þórunn Sunneva Elfarsdóttir dúx skólans með 9,17 útskrifaðist með stúdentspróf af fata- og textílbraut FB. Gangadai Sahadeo sem hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku sem annað mál. Myndir: Jóhannes Long. Opið alla daga frá kl. 11 til 23. Lóuhólar 4,nálægt Dominospizza Sími: 557 1414 Dröfn Rafnsdóttir, kennsluráðgjafi. Önnumst alla þætti þjónustunnar með virðingu og umhyggju að leiðarljósi Útfarar- og lögfræði- þjónusta Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími: 551 1266 - www.utfor.is Við þjónum allan sólarhringinn Hugrún Jónsdóttir útfararstjóri Rósa Kristjánsdóttir útfararstjóri Elín Sigrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Snævar Jón Andrésson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Katla Þorsteinsdóttir lögfræðiþjónusta Gestur Hreinsson útfararþjónusta Jón G. Bjarnason útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta

x

Breiðholtsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.