Breiðholtsblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 13

Breiðholtsblaðið - jún. 2015, Blaðsíða 13
13BreiðholtsblaðiðJÚNÍ 2015 Nú er kominn sá tími ársins þar sem ég læt mig dreyma um ferð til heimalandsins og er yfirleitt farin að telja niður dagana í brottför. Þar er sumar eins og paradís. Ég fæ að slappa af í sólinni á hverjum degi þar sem ég legg mikla vinnu við tanið, fæ mér einn eða tvo kalda IPA á bryggjunni eða í notalegri bátsferð, leik við börnin mín á ströndinni, slæ nokkrum kúlum á golfvelli og já bara nýt þess að vera til, annars staðar en á klakanum. Nú í ár er allt annað mál, ég hlakka eingöngu til þess að vera hérna heima í Breiðholtinu því að það er svo mikið um að vera hér sem ég vil alls ekki missa af. S u m a r i ð h ó f s t f o r m l e g a fimmtudaginn 23. apríl og ÍR stóð fyrir fimm km Víðavangshlaupi. Ég gat ekki annað en verið með þó ég hafi ekki tekið þátt í götuhlaupi síðan ég var 25 ára! Vitið þið hvað, gamla stóð sig vel, kom í mark sex mínútum á undan markmiðinu sem ég setti mér, ég get ekki hugsað mér betri leið til að byrja sumarið. Þetta kom auðvitað í lokin á spennandi viku þar sem borgarstjórinn sjálfur, Dagur B. Eggertsson, flutti til okkar í Breiðholtið. Á meðan hann var hér fékk ég þann heiður að fylgja honum um hverfið og kynnast þessari jákvæðu þróun hjá okkur Breiðhyltingum. Ég var afar stolt og ánægð að tilheyra þessu hverfi. Hápunkturinn var þó þegar ég fékk að skrifa undir yfirlýsingu um verkefnið Heilsueflandi Breiðholt ásamt Degi og Óskari Dýrmundi Ólafssyni hverfisstjóra. Ímyndið ykkur, við sem hverfi stefnum að því að efla heilsu og vellíðan allra, rétt þegar sumarið tekur við að gleðja okkur og koma fólki út úr húsi. Leiknir í Pepsideildina Það næsta sem við verðum að ræða er að okkar lið Leiknir tók sín fyrstu skref inn í Pepsideildina þann 3. maí. Ég held að ég þurfi ekki að lýsa ánægjunni sem fylgdi því kvöldi. Það mun ylja mitt hjarta um ókomna tíð. Ég vil nýta tækifærið og hvetja alla þá sem ekki hafa kynnst Stolti Breiðholts til þess að mæta á völlinn í sumar. Ég hef sjaldan upplifað jafnmikla stemningu og hamingju eins og ég er að upplifa í kringum þessi frábæru félög. Þegar ég mæti í félagsheimilið eða á völlinn til þess að fylgjast með æfingu hjá stráknum mínum fer ég heim 10 sinnum glaðari en ég þegar ég mætti því það er svo mikið um að vera, svo mikil jákvæðni og tilhlökkun. Í kringum Leikni eru margir Breiðhyltingar sem hafa lagt allt sitt í að efla og styðja við uppbyggingu félagsins og maður finnur fyrir einhverskonar fjölskyldustemningu og væntumþykju. Tveir mjög á b e r a n d i f é l a g s m e n n e ð a „Leiknisljón“ eins þeir eru kallaðir innan félagsins eru Aron Fuego Daníelsson og Orri Eiríksson. Þeir fara ekki fram hjá manni því þeir eru báðir lagahöfundar og Aron er kórstjórinn í stúkunum. Þeir eru þekktir sem „aðdráttarafl“ og það er augljóst að án þeirra leiðsagnar væri stemningin sem veitir Leiknismönnum innblástur á vellinum ekki nægilega mikil. Aron er ekki eingöngu aðdáandi, hann er líka leikmaður liðsins sem er til í að styðja við menn á hvaða hátt sem er, eins og flestir sem koma að félaginu. Þegar þið mætið á völlinn í sumar líður ekki á löngu þar til þið byrjið að syngja „Hvar er Binni Hlö?“ með Aroni og Orra. Ég er nú þegar byrjuð að æfa sönginn! Breiðholts Festeval Við höldum áfram að monta okkur af „happening“ hverfinu núna í sumar þegar við fögnum „Breiðholts festival“ með Bedroom Community plötuútgáfunni úr Seljahverfi. Þið heyrðu það fyrst hér hjá mér að við urðum að taka laugardaginn 13. júní frá því að Breiðholt var staðurinn til þess að vera á. Festival var menningarhát íð sem ger i r listamönnum úr Breiðholti og þeirri fjölbreyttu listsköpun sem fram fer í hverfinu hátt undir höfði. Hátíðin teygði sig yfir gróið svæði í hjarta Seljahverfisins í námunda við gamla bæinn Breiðholt sem hverfið dregur nafn sitt af. Ég vil bara aðeins gefa ykkur smá smakk af því sem var í boði. Nokkur tónlistaratriði sem ég má til með að nefna eru til dæmis Samaris, Ben Frost, Collider, Valgeir Sigurðsson og Stelpur Rokka. Það verður dansnámskeið fyrir fjölskylduna á vegum DFM danshópsins í Vogaseli, leikjastund í Skúlptúragarðinum, Lúðrasveit Breiðholts- og Árbæjar leikur við Hólmasel, kvikmyndasýningar eftir Áslaugu Einarsdóttir o.fl. Það er ekki allt og sumt, það var markaður í brekkunni við Hólmasel, myndlist eftir Davíð Örn Halldórsson og Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur. Ég verð að viðurkenna að ég var afar spennt fyrir þessu því það hefur alltaf verið smá draumur hjá mér að tilheyra tónlistarheimi á einhvern hátt. Ég held að Breiðholts Festival sé eins nálægt og ég mun koma til með að sjá hann rætast. Hver veit nema þið sjáið mig í því hlutverki að færa til hljóðfæri og kalla „test test 1..2..test.“ Og matjurtagarðurinn í Jaðarseli Þá er að skoða öll þau frábæru sumarnámskeið sem verða í boði hér í hverfinu. Um er að ræða námskeið á vegum Frístundamiðstöðvar Miðbergs, ÍR, Sundfélagsins Ægis, Skátafélaganna Hafernir og Segull , Leiknis, Dans Brynju Péturs og margt fleira. Ég vil líka nefna að núna í sumar vill Seljagarður Borgarbýli skapa fagran samfélagsgerð í matjurtagörðunum í Jaðarseli. Garðurinn verður skapaður í anda vistræktar með þekkingu og getu samfélagsins. Verkefnin verða margþætt og öllum velkomið að taka þátt og njóta afrakstursins í lok sumars. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er hér frábær hópur af fólki að gera spennandi hluti. Besta laugin í bænum Síðast en alls ekki síst vil ég endilega hvetja fólk til þess að njóta allrar þessarar fegurðar sem við búum við hér í Breiðholti. Við erum svo heppin til dæmis að „eiga“ Elliðaárdalinn þar sem hægt er að skella sér í göngutúr við ána. Við erum með svo mörg opin svæði og leikvelli að það verður nóg um að vera fyrir börnin okkar. Svo er auðvitað það sem öllum hér þykir vænt um, Breiðholtslaugin, besta laugin í bænum hef ég heyrt. Að lokum vil ég óska öllum Breiðhyltingum gleðilegt sumar og ég vonast til að sjá ykkur njóta sumarsins hér í hverfinu eins og ég mun gera! Ég er viss um að ég finn leið hérna heima til þess að ná mér í smá lit. Margt spennandi að gerast í Breiðholtinu Vorið er að vakna í Breiðholtinu – og svo kemur sumarið. Þessa fallegu mynd sendi Erla Hallgrímsdóttir út Breiðholtinu en hún sýnir bekk sem komið hefur verið fyrir við Gljúfrasel 13. Hún segir fólk nota bekkinn mikið til þess að tilla sér þegar það sé á göngu um hverfið. Mikilvægt sé að bæta aðstöðu fyrir gangandi fólk og hvetja það til útivistar og þá skaði ekki að bjóða upp á aðstöðu sem þessa. Þarna sé tilvalið að hvíla sig á göngu, spjalla saman eða bara að njóta veðurblíðunnar þegar sólin láti sjá sig. ... eftir Nichole Ligh Mosty – við elskum dósir! Söfnunarkassar í þínu hverfi eru m.a. við: Arnarbakka • Austurberg • Seljaskóla Gerðubergi 3–5 111 Reykjavík Sími 411 6170 borgarbokasafn.is FIMIR FINGUR LJÓSIÐ SÖNN ÁSJÓNA VeRIÐ VeLkoMIN í GeRÐUbeRG kAFFI 111 oPNUNARTíMI í SUMAR Systkinin Fanney, Óskar Henning og Sigurður Valgarðsbörn sýna fjölbreytta listmuni í Boganum. Þar má nefna kríur unnar úr þorskbeinum, laufabrauðsjárn, silfurskartgripi, tréútskurð og myndverk unnin í akrýl og vatnslit. Sýning á fjölbreyttum myndverkum unnum í Hlutverkasetrinu. Hefðbundin málverk, pastel-, vatnslita- og klippimyndaverk. Sumar ásjónurnar eru af gæludýrum, aðrar af fólki og enn aðrar eru sjálfsmyndir. Kaffihúsið í Gerðubergi hefur verið opnað á ný eftir miklar breytingar. Þar er boðið upp á alvöru kaffihúsastemmingu með kaffi, kökum, smáréttum og öðrum léttum veitingum. Einnig er kjarngóður og hollur hádegismatur í boði. Samsýning LITKU myndlistarfélags. Þema sýningarinnar er ljósið. Túlkun félagsmanna er marg- breytileg enda viðfangsefnið óþrjótandi uppspretta myndefnis. Verkin eru unnin í olíu, akrýl og vatnsliti. bókasafn: mán.– fim. 10 –18 / föstud. 11 –18 kaffihús: 10 –17 Félagsstarf: 1. júní – 15. ágúst 9 –15.30 Sýningar: 8 –18 Lokað um helgar júní, júlí og ágúst Sýningaropnun 25. júní kl. 17 Sýningaropnun 26. júní kl. 16 www.breidholt.is

x

Breiðholtsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.