Breiðholtsblaðið - apr. 2018, Síða 2
2 Breiðholtsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Landsprent ehf.
4. tbl. 25. árgangur
Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti
APRÍL 2018
Þótt Breiðholtið sé eitt af hverfum Reykjavíkurborgar þá hefur það flest til að bera að vera sjálfstæður bær – bær í borginni.
Byggðin er landfræðilega afmörkuð af náttúrunnar hendi og einnig
af umferðaræðum en aðeins ein breiðgata Breiðholtsbrautin ligg-
ur í gegnum byggðina. Í Breiðholtinu er Mjóddin eini yfirbyggði
miðbæjarkjarninn hér á landi. Breiðholtið er fjölmennasta og einnig
fjölbreyttasta byggð landsins afmörkuð og rík af fjölmenningu.
Saga Breiðholtsins er sérstök. Upphaf hennar má rekja til kjara-samninga árið 1964 þegar stjórnvöld lands og borgar tóku
höndum saman um að draga úr notkun á heilsuspillandi húsnæði í
höfuðborginni. Nokkru sem lengi hafði fylgt Reykjavík vegna þess
að fólk streymdi þangað víðs vegar af landinu líkt og það gerir enn.
B reiðholtið var byggt með miklum hraða. Uppbygg-ing þess tók skemmri tíma en annarra byggða eða
innan við áratug. Nokkrir gallar komu vissulega fram
við skipulag þess en á sumum þeirra hefur verið unnið í dag.
Í upphafi var gert ráð fyrir þjónustukjörnum inn í íbúðabyggðu-num. Því miður var ekki vandað nægilega til bygginga þar á
sínum tíma og þær hafa illa staðist tímans tönn. Með miklum
breytingum á markaði daglegrar nauðsynjavöru dró úr vægi
þessara þjónustukjarna. Verslanir hættu eða hurfu á braut.
Nú er önnur öld og önnur sjónarmið. Nú vill fólk í auknum mæli geta nálgast daglegar nauðsynja-
vörur og þjónustu í göngufæri frá híbýlum sínum í stað
þess að sækja þær í einkabílum að útjöðrum borgarmarka.
Hverfalýðræði er nokkuð sem flest bendir til að muni þróast á næstu árum. Breiðholtið er einhver best
skipulagða byggðin í höfuðborginni til þess að þróa þá
skipun stjórnsýslu. Stjórnskipun þar sem að íbúar kjósa
sjálfir í hverfisráð sem hafa síðan ákveðnar fjárheimildir
til að sinna nærþjónustu sem þeim er falin. Enn eru ýmis verk
að vinna í Breiðholti bæði i umhverfinu og í stjórnsýslunni.
Fjölbreytt byggð
Nýlega voru almenningssalerni
í skiptistöð Strætó í Mjóddinni
opnuð að nýju við formlega athöfn
en þeirra hafði verið beðið í
allnokkrurn tíma. Verkfræðistofan
Verkís og einkahlutafélagið Sannir
landvættir standa að rekstri og
uppbyggingu salernanna. Nýmæli
er að nú verða notendur að greiða
200 krónur fyrir salernisferðina
og mun þetta vera í fyrsta skipti
sem klósettgjald er innheimt
hér á landi en það er vel þekkt í
mörgum löndum. Ætlunin er að
fara af stað með uppbyggingu
snyrtiaðstöðu einkum á
fjölförnum ferðamannastöðum á
næstunni og er skiptistöð Strætó í
Breiðholti fyrsti staðurinn þar sem
þessi aðstaða er tekin í notkun.
Einkahlutafélagið Sannir
landvættir munu sjá um rekstur
salernisins. Það er í eigu
verkfræðistofunnar Verkís og
Bergrisa hugbúnaðar ehf. Með
stofnun Sannra landvætta er
ætlunin að stuðla að uppbyggingu
einkarekinna salerna um allt land
í samvinnu við landeigendur,
sveitarfélög og ríki. Sannir
landvættir bjóða upp á fjármögnun,
hönnun og framkvæmd við
uppbyggingu ferðamannastaða
án kostnaðar eða útgjalda fyrir
landeigendur. Íslandsbanki
er bakhjarl verkefnisins og
mun annast fjármögnun. Í
kynningu á fyrirtækinu segir
að Sannir landvættir hafi mikla
sérfræðiþekkingu og annist
alla þætti framkvæmda við
ferðamannastaði. Má þar nefna
atriði eins og skipulag og hönnun,
jarðvinnu, gerð bílastæða,
salernisaðstöðu, göngustíga,
útsýnispalla, starfsmannaaðstöðu,
upplýsingaskilti og
öryggisráðstafanir. Jafnframt mun
fyrirtækið leggja til búnað og
hugbúnað til að hefja gjaldtöku af
þjónustu á viðkomandi stöðum.
Ekki allir sáttir
Þótt margir farþegar Strætó muni
eflaust fagna því að snyrtiaðstaðan
hafi aftur verið opnuð eru ekki
allir jafn ánægðir með framtakið.
Samtökin Pepp Ísland, samtök
fátæks fólks hafa mótmælt
gjaldtökunni harðlega og sagt að
um græðgisvæðingu sé að ræða
sem nú nái til líkamsstarfsemi fólks.
Í yfirlýsingu frá samtökunum segir
að gjaldheimtan muni lenda á þeim
sem síst megi við henni. Börn,
ungmenni og tekjulágt fók noti
einkum almenningssamgöngur og
það eigi að vera sjálfsögð þjónusta
við fólk að notendur hafi frían
aðgang að snyrtingu þurfi þeir á
henni að halda.
Þá hefur Breiðholtsblaðið
heimildir fyrir því að Sannir
landvættir muni einnig taka við
rekstri almenningssalernanna
í Mjóddinni.
Almenningssalernin við
Strætó í Mjódd opnuð á ný
Tölvur og gögn ehf.
þ e k k i n g o g r e y n s l a
T& G PC & Mac
Þarabakki 3, Mjódd
109 Reykjavík
Sími: 696-3436
www.togg.is
• Office 365 þjónusta
• Gagnabjörgun og afritun
• Umsjón tölvukerfa
• Vefsíðugerð og umsjón
• Tölvuviðgerðir
• Tölvur og jaðarbúnaður
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
Pantaðu tiltekt á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í leiðinni
Fáðu lyfin send heim með póstinum
Pantaðu sendingu á appotek.is
Garðs Apótek - um land allt
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar
- ekki allir sáttir við gjaldtöku
Þær Hanna Mae Isorena Guðjónsdóttir og
Hólmfríður Erla Davíðsdóttir, nemendur í
10. MA í Seljaskóla komu færandi hendi til
skólastjórnenda og gáfu skólanum verk sem
þær unnu á liðinni haustönn.
Þær hafa verið við nám í þrívíðri
hönnun í vali hjá Dagnýju Sif Einarsdóttur,
myndlistarkennara. Þær kalla verkið Sofðu
unga ástin mín og sýnir það ungabarn sem
liggur á handlegg. Sannkallað hugarfóstur.
Verkinu hefur verið komið fyrir í sýningarskáp
á gangi skólans.
Þarna verður fólk að borga 200 krónur annað hvort með peningum
eða korti til að komast á snyrtingu.
- en ýmis verk að vinna
Hanna Mae Isorena og Hólmfríður Erla með verkið
sem sýnir ungabarn liggjandi á handlegg.
Færðu skólanum
sínum hugarfóstur