Breiðholtsblaðið - apr. 2018, Side 6

Breiðholtsblaðið - apr. 2018, Side 6
6 Breiðholtsblaðið APRÍL 2018 Fjölþing um ljósmyndasýningu Hildar Björnsdóttur verður haldið í Menningarhúsinu Gerðubergi laugardaginn 5. maí n.k. en þá tekur Hildur á móti gestum og leiðir þá um sýninguna. Málþingið hefst kl. 14. Hildur Björnsdóttir myndlistarkona hefur á undanförnum árum ferðast víða um Asíu og kynnst fjölbreyttri menningu, trúarbrögðum og lífsháttum í Tíbet, Víetnam, Kambódíu, Nepal, Indlandi og Tælandi. Hún safnar í sarpinn með því að taka ljósmyndir, skrifa og skissa í dagbókina sína. Á sýningunni Fjölþing er að finna listræna úrvinnslu á þeirri nýju sýn og þekkingu sem Hildur hefur öðlast með því að komast í kynni við fólk á öllum aldri, búa á meðal þess og heimsækja staði sem margir bera merki um mannlega þjáningu og sögulega atburði. Sýningin vekur upp margar spurningar og býður áhorfandanum í heimspekilegt ferðalag á framandi slóðir. Monika Jóhanna Karlsdóttir nemandi á myndlistarbraut bar sigur úr býtum í samkeppni myndlistarbrautar FB um besta vegglistaverkið á húsgaflinn við Vesturberg 70 til 74. Vinningsféð er 50.000 kr. sem verður afhent við útskrift í Hörpu í maí. Borgarráð Reykjavíkurborgar veitti FB 200.000 króna styrk til verkefnisins en auk þess styrkir hússjóður Vesturbergs 70 til 74 uppsetninguna sem og FB og Litaland. Myndin nefnist Fuglaflæði og er byggð upp í kringum hugmynd af fuglum á flugi og stúlku með boga og örvar. Glæsilegt útilistaverk í BreiðholtiFjölþing um sýningu Hildar Björnsdóttur í Gerðubergi Hildur Björnsdóttir. Fuglaflæði komið á vegginn Hugmyndir eru um að færa pósthúsið í Mjóddinni um set en þó ekki langt. Reykja- víkurborg hefur áhuga á að festa kaup á því húsnæði sem Íslandspóstur er í Mjóddinni í sama húsi og Strætó við Þöngla- bakka. Ef af kaupunum verður er borgin tilbúin að leigja póstinum húsnæði þar sem Kaffi Strætó var til húsa á árum áður og síðar Garnbúðin Gauja en það hefur staðið tómt að undanförnu. Hugmyndir um kaup á húsnæði Íslandspósts kemur í framhaldi af því að nýlega festi borgin kaup á húsnæði sem var í eigu Strætó bs. á annarri hæð hússins. Borgin á því um 21% eignarhluta í húsinu nú þegar en myndi eignast allt að 79% ef af kaupum á húsnæði póstsins verður. Stjórnendur Íslandspósts eru að skoða þetta mál en árið 2011 var hætt við að loka pósthúsinu í Mjódd og sameina starfsemi þess pósthús- inu við Dalveg í Kópavogi vegna mótmæla Breiðhyltinga. Reykjavíkurborg vill kaupa húsnæði póstsins í Mjóddinni - býður póstinum húsnæðið þar sem Kaffi Strætó var til leigu Pósthúsið við Þönglabakka í Mjódd. Verk Moniku Jóhönnu á húsgafl inum við Vesturberg 70 til 74. Veiðisumarið hefst í Elliðavatni sumardaginn fyrsta Elliðavatn sem er á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs er eitt vinsælasta silungsveiðivatn á Íslandi. Þangað leggja leið sína þúsundir veiðimanna á öllum aldri – sumir að stíga sín fyrstu skref í áttina að fangi veiðigyðjunnar, en aðrir eru komnir á lokasprettinn – en eru samt ævinlega viljugir til að heimsækja Elliðavatnið ár eftir ár – enda er aðdráttarafl vatnsins ómótstæðilegt þeim sem komast í kynni við leyndardóma þess: Ná að ráða gátuna. Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 19. apríl hefst veiðin í Elliðavatni enn eitt árið. Vatnið breiðir út faðm sinn og tekur vel á móti yngri veiðimönnum sem hinum eldri. Veiðin í Elliðavatni hefur verið mjög góð síðustu sumur og allar líkur á að svo verði einnig í sumar. Veiðikortið – sem er stoltur leigutaki og umsjónaraðili Elliðavatns – býður veiðimenn á öllum aldri hjartanlega velkomna til veiða í Elliðavatni í sumar og hvetur til þess að menn opni veiðisumarið í vatninu og haldi þannig með viðeigandi hætti upp á sumarkomuna; í Elliðavatni á sumardaginn fyrsta! Veiðikortið fæst um allt land, á bensínstöðvum, í veiðibúðum og víðar. Mjódd • S: 571 3411 www.facebook.com/Módjó-Verslun Veski og box með skannvörn RFID Vörn. Ekki hægt að skanna korta upplýsingar. Leðurveskin frá Adam Carter. C-Secure RIFID kortabox tekur 5 til 7 kort. C-Secure RIFID kortaveski með Ítölsku leðri tekur 5 til 7 kort.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.