Breiðholtsblaðið - apr. 2018, Side 8

Breiðholtsblaðið - apr. 2018, Side 8
Eyþór Arnalds oddviti framboðs Sjálfstæðis­manna við komandi borgarstjórnarkosningar segir að afnema eigi fast eigna­ skatt a eldri borg ara, 70 ára og eldri óháð tekjum kom ist Sjálf stæðis flokk ur inn til valda í borg inni eft ir kosn ing ar. Eyþór horfir til eldri borgara í áherslum sínum um stjórn Reykjavíkurborgar en húsnæðis­ umferðar ­ og loftslagsmál eru honum einnig hugleikin auk þess að bæta verði aðstöðu foreldra með ung börn. Hann segir að ráðast verði að svifryki sem plága Reykvíkinga með aukinni hreinsun en einnig að finna leiðir til að draga úr myndun þess. Breiðholtsblaðið hitti Eyþór að máli á dögunum. Talið barst fyrst að Breiðholtinu sem Eyþór segir um margt merkilegt hverfi eða byggð. Breiðholtið hafi nánast verið byggt í einu vettvangi fyrir hálfri öld með verklagi sem ekki hafði áður sést í Reykjavík. Tilefnið hafi fyrst og fremst verið að leysa mikinn skort á íbúðar- húsnæði sem hafi undið upp á sig í borginni. “Ég er nánast jafngamall Breiðholtinu en ólst upp í Árbænum hinu megin Elliðaánna fram að fermingaraldri. Árbæjarhverfið er aðeins eldra en Breiðholtið og í raun fyrsta skipulagða úthverfið í Reykjavík en svo kom Breiðholtið sem strax varð fjölmennasta hverfi borgar- innar og er það enn. Það var mikill samgangur á milli þessara byggða og því fylgdist ég vel með Breiðholtinu. Ég byrjaði að spila á trompet með lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts og kynntist því mörgum krökkum í gegnum lúðrasveitarstarfið og eignaðist vini úr Breiðholtinu. Fellahellir var fyrsta nútíma félagsmiðstöðin í Reykjavík. Þetta var menning- armiðstöð okkar og fóru margir krakkar úr Árbænum yfir í Breiðholtið til þess að taka þátt í félagsstarfinu. Í Fellahelli gafst krökkunum tækifæri til þess að búa sér til sína eigin menningu og hluti af því var tónlistarmenn- ing. Það hafa margir tónlistar- menn komið úr Breiðholtinu og ég er sannfærður um að starfið í Fellahelli átti þátt í því. Mér hefur alltaf þótt vænt um Breiðholtið. Þar átti ég margar góðar stundir á bernskuárunum.” Endurnýjum Breiðholtið Eyþór bjó um tíma í London sem stendur saman af 32 hverfum eða borgarhlutum. Hann segir að hvert hverfi sé ákveðin eining í stórborginni - eining með sitt hjarta og að fólk leiti almennt lítið út fyrir hverfið sitt eftir almennri þjónustu. Þótt stærðarmunur á London og Reykjavík sé mikill þá geti þetta skipulag hentað ágætlega hér. Efla þurfi þjónustuna inn í hverfunum, auka fjölbreytni hennar og skapa meira innra líf þeirra. “Ef við litum sérstaklega á Breiðholtið í því sambandi þá er það kjörin vettvangur til þess að vinna að þessu markmiði. Það er afmarkað af ytr i aðstæðum og með þjónustukjarna sem er Mjóddin þar sem umferðaræðar mætast. Ég sé ýmsa stóra möguleika fyrir mér í Breiðholtinu, en þar er uppbygging í Mjódd eitt af stóru tækifærunum. Mjóddin er stórt svæði með frábærar vegtengingar. Það mætti flytja eitthvað af þjónustustofnunum í Mjóddina og efla hana líkt og við Kringlu og Smárann. Blönduð byggð og jafnvel hótel. Þetta væri burðarverkefni í að endurnýja Breiðholtið í heild. Eitt af því sem mætti byrja á er að opna sundlaugina í Seljahverfinu fyrir almenning en hún er aðeins notuð sem kennslulaug. Mikilvægt er að efla almenningssamgöngur innan hverfisins – að tengja byggðina betur saman ekki síst þegar kemur að skólum og íþrótta- og félagsaðstöðu. Eitt af því sem snertir Breiðhyltinga alveg sérstaklega eru gatnamótin þar sem Bústaðavegur inn mætir Reykjanesbrautinni á leið sem margir Breiðhyltingar og aðrir fara jafnvel oft á dag. Þarna eru varasöm ljósastýrð gatnamót með vinstri beygjum sem stöðva umferðarflæðið um Reykjanesbrautina á nokkra mínútan fresti. Þetta er mál sem setið hefur fast um árabil einkum vegna þess hversu gatnamótin liggja nærri Elliðaánum. En þetta þarf að leysa hið fyrsta hvort sem lausnin finnst með mislægum gatnamótum eða eft ir öðrum leiðum. Þessi gatnamót eins og þau eru tefja umferðarflæði og hefta þar með samgöngur Breiðhyltinga við aðra borgarhluta.” Lengja þarf opnunartíma Mjóddarinnar “Nauðsynlegt er að ef la Mjóddina sem samgöngumiðstöð og hafa hana opna lengur á daginn,” heldur Eyþór áfram. Í dag lokar flest þar kl.18 en með því að lengja þennan tíma til klukkan 19 myndu opnast möguleikar fyrir mannlíf lengra fram eftir kvöldinu. Þetta á ekki síst við fólk sem notar almenningssamgöngur. Við þekkjum að veðrið getur oft verið hryssingslegt og það er notalegt fyrir fólk sem er að bíða eftir Strætó að geta verið inni hvað þá að rölta um verslanamiðstöð. Þetta er eitt af þeim tækifærum sem þarf að nýta til þess að efla sjálfstæði Breiðholtisns – að gera það að bæ í borginni.” Efla hverfisráðin og láta íbúa kjósa í þau Eyþór segir enga þekkja Breiðholtið betur en íbúana sjálfa. Því sé mikilvægt að þeir hafi meira um málefni þess að segja en verið hefur og er. “Eitt af því sem ég tel mikilvægt er að breyta stjórnkerfi borgarinnar á þann veg að íbúar kjósi fólk til starfa í hverfisráðum í stað þess að stjórnmálaflokkar og framboðsaðilar velji fólk til setu þar eins og nú er. Að íbúar kjósi í hverfisráðin getur verið fyrsta skrefið að opnara stjórnkerfi. Síðan þarf að breyta hlutverki ráðanna og auka verksvið þeirra og vald. Breiðholtið hefur alla burði til þess að vera borgarhverfi eða byggð með sitt hjarta. Þetta er liðlega 20 þúsund manna samfélag. Á stærð við Akureyri og hvergi auðveldlega í borginni að efla þjónustu og auka íbúalýðræði en þar.” Samgöngu- og hús- næðismál efst í huga En frá Breiðholtinu yfir í almennari atriði sem snerta borgarbúa. Hverju vill Eyþór standa fyrir. Hann hefur talað fyrir því að endurskoða aðalskipulag Reykjavíkur. “Já – það er alveg rétt. Ég tel mikilvægt að halda jafnvægi innan borgarinnar. Við verðum að horfa á bygginga- og samgöngumálin í einu lagi. Þau eru svo nátengd. Byggja þarf á hagkvæmum stöðum í borginni og gæta þess að verð fari ekki úr böndunum. Íbúaðverð hefur 8 Breiðholtsblaðið APRÍL 2018 Breiðholt – borgarhverfi með eigið hjarta Eyþór Arnalds lauk burtfararprófi í sellóleik á sínum tíma og þótt hann hafði ekki haft tónlistina að aðal- starfi hin síðari ár grípur hann í hljóðfærið. Hér er hann að leika á sellóið fyrir eldri borgara í Seljahlíð á dögunum. Eyþór segir enga þekkja Breiðholtið betur en íbúana sjálfa. Því sé mikilvægt að þeir hafi meira um málefni þess að segja en verið hefur og er. FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is - viðtal við Eyþór Arnalds oddvita Sjálfstæðismanna við borgarstjórnarkosningarnar

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.