Breiðholtsblaðið - nov. 2018, Side 2
Íbúakosningu um „hverfið mitt“ er lokið og tóku
um 12,5% þátt í kosningunni sem er nokkru meira
en á síðasta ári. Kosningaþátttaka var þá 10,9% og
þar áður 9,4%.
Atkvæðisrétt höfðu allir íbúar í Reykjavík 15
ára og eldri og voru rúmlega 104 þús. íbúar á
kjörskrá. Kjörskrá stækkaði um rúmlega 2000 ein-
staklinga milli áranna 2017 og 2018.
Í Breiðholt voru valin verkefni: Bæta umhverfi
grenndarstöðva. Byggja fjölnota hreysti- og klifur-
svæði. Vinna áfram við göngustíg við Skógar-
sel. Malbika hluta göngustígs frá Engjaseli að
Seljaskógum. Setja upp mislæga körfuboltakörfu
við Breiðholtsskóla. Mála yfir veggjakrot í
Breiðholti og breyta því í abstrakt myndir. Gera
hjóla- og kerrustíg frá Álfabakka að Brúnastekk.
Bæta göngustígana á útivistarsvæðinu á Selhrygg.
Endurgera sparkvöll við Engjasel. Setja upp
fótboltapönnur á völdum stöðum í Breiðholti. Færa
leikkastalann til baka á skólalóð Ölduselsskóla.
Gróðursetja ávaxtatré og berjarunna. Setja upp
hjólabraut á völdum stað í Breiðholti. Betrumbæta
göngu- og hjólaleið yfir Grænastekk. Setja upp
vatnspóst í Elliðaárdal. Gera körfuboltavöll við
Dverga- og Blöndubakka.
2 Breiðholtsblaðið
Útgefandi: Borgarblöð ehf.
Eiðistorgi 13-15 • 172 Seltjarnarnes • Pósthólf 171
Rit stjóri: Þórður Ingimarsson • Sími 551 1519 • 893 5904
Netfang: thordingimars@gmail.com
Auglýsingasími: 511 1188 • 552 1953 • 895 8298
Heimasíða: borgarblod.is
Net fang: borgarblod@simnet.is
Framkvæmda- og aug lýs inga stjóri: Krist ján Jó hanns son
Um brot: Valur Kristjánsson
Prentun: Landsprent ehf.
Dreif ing: Landsprent ehf.
11. tbl. 25. árgangur
Breiðholtsblaðið er dreift frítt í öll hús í Breiðholti
NÓVEMBER 2018
Fyrir tveimur til þremur áratugum var umræðan um lyklabörn alþekkt. Umræða um börn sem gengu með lykil
um hálsinn til þess að komast að mannlausu heimili sínu
að loknum skóla. Oft án þess að hafa að neinu að hverfa.
Þetta varð algengara eftir því sem atvinnuþátttaka kvenna
óx og að báðir foreldrar væru útivinnandi. Samfélagið var
ekki búið undir að tímarnir væru að breytast að þessu leyti.
Nú heyra lyklabörnin að mestu til liðinni tíð. Til að mæta þessum vanda hefur mikið félags- og
frístundastarf verið byggt upp. Breiðholtið varð að mörgu
leyti á undan í þeirri þróun. Vagga frístundastarfsins liggur
að stórum hluta í Fellahelli sem var og er í dag forveri
fjölda félagsmiðstöðva starfandi undir hatti Miðbergs.
Félags - og f r ís tundastar f ið hefur ver ið tengt skólastarfinu með ýmum hætti. Mörg börn fara beina
leið úr skólanum í félags- og frístundastarfið sem er mikil
breyting frá því að labba heim eða fara í strætó og opna
tóma íbúð með lyklinum sínum. Í félagsmiðstöðvunum
hitta þau jafnaldra sína fyrir á öðrum grundvelli en í
skólastofunum og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi.
Í Breiðholtinu snýr vandinn helst að börnum fólks sem flutt hefur frá öðrum löndum. Oft er það vegna þess að fólk er ekki
vant slíku starfi úr fyrri heimkynnum og áttar sig ekki á þeim
möguleikum sem í boði eru. Helgi Eiríksson framkvæmdastjóri
Miðbergs segir í viðtali hér í blaðinu að kynna þurfi
starfið betur fyrir aðfluttu fólki. Mörg börn og ungmenni
af erlendum toga nýti sér það en betur megi ef duga skal.
Lyklabörn og
frístundastarf
Ýmis umhverfisvæn smáverkefni
valin í Breiðholti
Íbúar Bakkahverfisins vilja fá körfuboltavöll við
Dverga- og Blöndubakka.
Hafðu lyfin tilbúin þegar þú sækir
Pantaðu tiltekt á appotek.is
eða í síma 568 0990
Garðs Apótek - í leiðinni
Fáðu lyfin send heim með póstinum
Pantaðu sendingu á appotek.is
Garðs Apótek - um land allt
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga, lokað um helgar
Hverfið mitt
Fjölmenningarhátíð Bakka- og Stekkjahverfis
var haldin í þriðja sinn í Breiðholtsskóla 27.
október sl. Þar fengu börn, ungmenni, foreldrar
og aðrir íbúar hverfisins að kynna sér og fræðast
um fjölbreytta menningu samborgara sinna með
áherslu á heilsuna. Hátíðin er grasrótarverkefni
sem er unnin í samvinnu við foreldra barna í
hverfinu, foreldrafélag Breiðholtsskóla og
Breiðholtsskóla.
Hugsunin á bak við hátíðina er að tengja
nærsamfélagið í hverfinu betur saman, auka
félagsauð, vekja athygli á mikilvægi líkamlegrar,
félagslegar og andlegrar heilsu þannig að flestir
finni sér leið til að láta sér líða vel. Á hátíðinni gafst
íbúum hverfisins tækifæri til að smakka mat ólíkra
landa, taka þátt í hópdansi, prufa hugleiðslu og
gong slökun, prjóna orm fjölbreytileika, syngja í
karókí. Íþrótta og tómstundafélögum í Breiðholti
var boðið að koma og kynna starfsemi sína ásamt
kjarnastofnunum borgarinnar sem þjónusta
Breiðholtið. Heiðursgestur hátíðarinnar var forseti
Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Þess ber að geta
að hátíðin hefur fengið hvatningarverðlaun skóla
og frístundarsviðs borgarinnar, viðurkenningu
frá samtökum Heimilis og skóla og fékk
samfélagsverðlaun Fréttablaðsins vorið 2017.
Þriðja fjölmenningarhátíðin í Breiðholtsskóla
Áhersla á fræðslu um fjölbreytta menningu
Aðventukvöld
Fyrsta sunnudag í aðventu.
2. desember kl. 20
Ræðumaður Ögmundur Jónasson,
fyrrverandi ráðherra og þingmaður.
Jólasaga lesin.
Vegleg tónlistadagskrá í anda jólanna
í umsjá kórs og organista.
Verið hjartanlega velkomin!
Fella- og
Hólakirkja