Breiðholtsblaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 11
11BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2018
Ýmsar breyt ingar hafa
verið gerðar á verslun Nettó í
Mjóddinni. Ásýnd hennar hefur
verið uppfærð og aðgengi að
vörum bætt til muna. Vöruúrval
verður sífellt fjölbreyttara
og nýjungar líta dagsins ljós.
Megin breytingin felst þó í að
teknir hafa verið í notkun nýjar
sjálfsafgreiðslustöðvar þar sem
viðskiptavinir afgreiða sig sjálfir.
Þegar komið er í verslunina
vekur bjart yfirbragð hennar
strax athygli og hversu aðgangur
að vörum er góður. Vörum er
raðað upp með þeim hætti að
mjög auðvelt er að koma auga á
þær og nálgast. Algengt er að fólk
komi með innkaupalista í stórar
verslanir á borð við Nettó eða
nýti minnisrými í símum sínum
til þess að minna sig á hvað fólk
vanhagar um. Margir þekkja að
hafa þurft að fara nokkra hringi
um í verslunum til að finna það
sem það hefur skráð á lista sína
eða telur sig þurfa að kaupa. Með
nýrri uppfærslu á vörustæðum í
Nettó í Mjódd ætti slíkt ferðalag
að vera óþarft því auðvelt er að
ganga að hverju og einu og stutt á
milli vara sem tengjast á einhvern
hátt. Þegar ferð um verslunina
er lokið og hvort sem keypt
hefur verið í stóra innkaupakerru
eða minni er komið að því
að greiða fyrir vörurnar. Í stað
þess að fara í biðröð við næsta
afgreiðslukassi getur fólk nú
farið að sjálfsafgreiðslukössum
þar sem það setur strikamerkin
á vörunum að skanna sem
les um hvaða vöru er að ræða
og hvað hún kostar. Kassinn
reiknar síðan út heildarverð
innkaupanna og færir yfir í
posa sem les greiðslukort
viðskiptavina. Í þessu felast mikið
þægindi einkum þegar fólk hefur
vanist þessum verslunarmáta.
Hefðbundnum greiðslukössum
hefur þó ekki alveg verið lokað
– en fækkað og eru þeir einkum
hugsaðir fyrir fólk sem kýs að
greiða með peningum. Þessum
nýja verslunarmáta hefur verið
tekið mjög vel en sumir þurfa
smá tíma til þess að venjast
nýjungunum. Að lokum má geta
þess að nú er hægt að panta
vörur á vefnum netto.is og sækja
þær síðan í Mjóddina. Það skapar
hagræði og tíma að þurfa ekki að
ganga sjálfur um verslunina og
raða sjálfur í innkaupakörfuna.
Verslunin uppfærð og
sjálfsafgreiðsla tekin upp
Nettó í Mjódd
Nú fer hver að
verða síðastur
að panta tíma
fyrir jólin.
Tímapantanir í
síma 557-2910.
Hársetrið er staðsett í
Æsufelli 6 á neðstu hæð.
Facebook.com/harsetrid og
instagram.com/harsetrid.
brm.is
ORÐ HAFA ÁHRIF
Möntru armböndin. Þau einu sönnu.
Sígild í einstökum gjafaumbúðum.
Silfur, gull, rósagull.
Eingöngu í Systrasamlaginu.
Erum á
Óðinsgötu 1
Netverslun:
systrasamlagid.is
www.breiðholt.is