Breiðholtsblaðið - nóv. 2018, Blaðsíða 6
6 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2018
var til húsa
í Mjódd á nýjum stað!
nú til húsa
Starfsfólk Lyfjavals
tekur hlýlega
á móti þér
Reykjavíkurborg vill auka flokkun og skil
raftækja og spilliefna. Því hefur verið hrundið af
stað tilraunaverkefni um Spillivagn, sem safnar
raftækjum og spilliefnum í hverfum og gerir
heimilunum auðveldara að flokka.
Spillivagninn, en það heitir bíllinn, mun á næstu
mánuðum fara um hverfi borgarinnar og auðvelda
íbúum að losna við smærri raftæki og spillefni á
öruggan hátt. Borgarbúar munu geta komið smærri
raftækjum og spilliefnum í vagninn á ákveðnum
stöðum á ákveðnum tíma, en hingað til hafa íbúar
einungis getað skilað þessum úrgangsflokkum á
Endurvinnslustöðvar SORPU bs. Spillivagninn er hrein
viðbót við þá þjónustu.
Lögum samkvæmt er bannað að henda spilliefnum í
gráu tunnuna undir blandaðan úrgang. Engu að síður
má ætla að um 150 tonn af raftækjum og spilliefnum
hafi farið þá leið og verið urðuð í Álfsnesi í fyrra.
Raftæki sem hafa þjónað sínum tilgangi innihalda oft
spilliefni, en einnig ýmis verðmæt og jafnvel sjaldgæf
hráefni og jafnvel nýtanlega hluti sem æskilegt er að
endurvinna og nýta í framleiðslu nýrra raftækja eða
annarra hluta.
Markmið átaksins er að auka magn raftækjaúrgangs
og spilliefna sem er meðhöndlaður með réttum hætti.
Átakið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar,
SORPU bs. og Efnamóttökunnar og mun það standa
frá nóvember 2018 og út maí 2019.
Markmið Spillivagnsins
Að auka magn raftækjaúrgangs og spilliefna sem er
meðhöndað með réttum hætti.
Hvað hirðir Spillivagninn?
Rafhlöður og rafgeyma / ljósaperur og hitamæla
/ Málningu, grunna, bón, viðarvörn, lím og lökk,
hreinsiefni og lífræn leysiefni / stíflueyðir / eitur;
skordýra-, rottu- og illgresis/ olíu og feiti /raftæki, s.s
brauðristar, vöfflujárn, hárblásara, síma, rakvélar,
snúrur, spjaldtölvur, sléttujárn og ýmislegt fleira.
• Íbúar með meira en 20 lítra eða 15 kg af slíkum
af spilliefnum er beint á
Endurvinnslustöðvar SORPU.
• Raftæki mega ekki vera meira en 50 cm á kant
• Ekki tekið við fyrirtækjaúrgangi.
Spillivagninn verður svo í Breiðholtinu
þriðjudaginn 20. nóv. kl. 15–20 við Breiðholtslaug.
Spillivagninn
í þínu hverfi
Yfir þrjú hundruð manns tóku þátt í softballmóti ÍR
í Breiðholti fyrir skömmu. Þar mættust trúðar, fangar,
bófar og grýlur en keppnin snýst fyrst og fremst
um búningana. Þetta er í fimmta sinn sem mótið er
haldið. En hvað er softball. Þótt fjöldi þátttakenda sé
með þessum hætti er óvíst að allir átti sig á um hvað
er að ræða. Bjarni Fritzson þjálfari meistarflokks ÍR
er upphafsmaður softballmótanna og spjallaði við
Breiðholtsblaðið um hvað sé að ræða.
Beinast lá því að spyrja hann hvað sé softball. „Softball
heitir í raun mjúkbolti og er útfærsla af handbolta sem
spilaður er hjá yngstu flokkunum, svona meðan þau er að
byrja að læra hann. Ég hélt þetta mót fyrst fyrir fimm árum
til að safna fyrir lyftingaaðstöðu sem var ekki til staðar hjá
okkur í handboltanum. Þá datt mér í hug að halda svona
mót fyrir fullorðna með allskonar skemmilegum twistum.
Strax á fyrsta mótinu var góð þátttaka og stemming og svo
hefur þetta undið upp á sig.“
Er softball fremur leikur en handbolti. „Þetta er í raun
handbolti sem er spilaður með mjúkum bolta sem erfitt
er að dripla. Það er enginn fastur markmaður heldur
spilar sóknin iðjulega einum fleiri og svo er hægt að gefa
2 mörk fyrir alls konar flott tilþrif, þegar markmaður
skorar yfir völlinn ofl. Í stað hefðbundnar refsingar eins
og gult og tvö mín brottvísun, þá notum við sundgleraugu
með vaselíni sem erfitt og nær ómögulegt er að horfa út
um og útkoman verður oft skrautleg. Dómararnir hafa
einnig völd til að jafna leikina aðeins út með því að dreifa
sundgleraugum á sterkara liðið.“
Búningarnir virðast skipta miklu. „Þeir skipta miklu máli
og eru hvati til verðlauna.
Mótið á fyrst og fremst að vera til gamans og til að
undirstrika það þá ákvað ég strax að hafa stærstu
verðlaun mótsins fyrir flottustu búningana, þannig eiga
allir séns á að vinna mótið sama hversu góð þau eru í
handbolta. Sem dæmi þá veitti ég þrjú búningaverðlaun í
ár þar sem búningarnir voru svo flottir.“
Hvernig hefur þetta þróast hjá ÍR. „Fyrst þegar ég hélt
mótið þá voru þátttakendur að mestu fólk sem hafði æft
handbolta eða tengdist honum að einhverju leyti. Núna þá
eru þetta langmest vina, foreldra eða saumaklúbbar sem
nýta mótið í fjörefli. Sem er akkúrat markmið mótsins því
það geta allir spila Softball. Kjellingarnar í hverfinu voru
fyrsti áhugamannahópurinn sem reið á vaðið með að taka
þátt í mótinu en hann samanstendur af tæplega 30 konum
sem búa í Seljahverfi og langfæstar höfðu nokkur tíma
snert handbolta. Þær leggja mikinn metnað í mótið og
hefur verið mikil lukku að fá þær inn í þetta. Þessi hópur
er og verður því alltaf uppáhalds liðið mitt.“
Er þetta orðinn fastur liður í starfi ÍR. „Ég held að þetta
sé orðið svo fastur liður í ártali marga að við hjá ÍR fáum
ekki að komast upp með neitt annað en að gera mótið enn
stærra og flottara á næsta ári. Hvernig við gerum það er
síðan önnur spurning,“ segir Bjarni Fritzson.
Softballmót ÍR
Orðinn fastur liður í ártali margra