Breiðholtsblaðið - nov. 2018, Side 8

Breiðholtsblaðið - nov. 2018, Side 8
8 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2018 Karlar í skúrum er opið fyrir alla karlmenn og gefur karlmönnum stað og stund til að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða. Rauði krossinn í Rauði krossinn auglýsir eftir karlmönnum Kynningarfundur á verkefninu Karlar í skúrum Breiðholti verður fimmtudaginn 22.nóvember næstkomandi kl. 10:00 í Gerðubergi 3-5. samstarfi við þjónustumiðstöð Breiðholts leitar að áhugasömum karlmönnum til þess að hefja þetta verkefni í Breiðholti. Karlar í skúrum er verkefni sem byrjaði fyrir tæplega tuttugu árum í Ástralíu, undir Hafið samband við Hörð Sturluson í síma: 694-1281 og 570-4220 Getið líka sent töluvpóst á hordur@redcross.is eða mætt á fundinn. Kaffi og meðlæti í boði Karlar í skúrum nafninu Men in Sheds. Allstaðar hefur þetta verkefni gengið einstaklega vel. Í dag eru til dæmis um 420 „skúrar“ bara á Írlandi. Í dag er einn skúr starfræktur á Íslandi og er hann í Hafnarfirði. Í átta ár hefur Gunnar Randvers- son tónlistarkennari mætt snemma dags til starfa í Breiðholtsskóla. Hann er þó ekki kennari við skólann heldur rekur hann sinn eigin tónlistarskóla og leigir hús- næði af Reykjavíkurborg í skóla- num og kennir þar núna þrjá daga í viku. Hann er jafnan með á annan tug nemenda á hverri önn og nokkrir nemenda hans kjósa að koma í tónlistartíma áður en hefðbundið skólastarf hefst. Aðrir nota göt í stundaskskrá eða aðra möguleika. En hvað varð til þess að hann hóf þessa starfsemi. “Fyrir átta árum hóf ég kennslu í Breiðholtsskóla, þar sem ég fór af stað með minn eigin skóla og hef haft nóg að gera síðan.” Gunnar segir það færast í vöxt að tónlistar- kennarar fari inn í grunnskólanna með kennslu. Ég er eingöngu í Breiðholtsskóla en veit til þess að kennarar við Tónskóla Sigursveins fara með kennslustundir inn í skóla- na og hugsanlega einhverjir fleiri.” Gunnar segir þetta gert til þess að mæta þörfum barna og jafnvel for- eldra. “Með þessu móti geta krak- karnir notið tónlistarkennslu innan veggja grunnskólans. Þau koma beint úr tímum og sleppa þá ein- hverjum fögum sem þau eru sterk í þannig að sá sem er góður í stærðfræði getur sleppt stærð- fræðinni og komið í tíma hjá mér. Það kom mér svolítið á óvart þegar krakkar reyndust hafa áhuga á að koma í tíma í tónlist eða hljóðfæra- leik á morgnana áður en hefðbundið skólastarf hefst. Ég ákvað að sinna þessu kalli og mæti jafnan í skólann nokkru fyrir hefðbundinn skólatíma eða oftast um kl. 7.30.” Þarf að færa meira af tón- listarkennslu inn í skólana En hvað kennir Gunnar? “Ég kenni einkum á gítar og píanó en einnig á blokkflautu og flétta tón- fræðinni inní námið. Auðvitað þarf að halda vel utan um þetta og ég held til dæmis nemendatónleika, bæði jólatónleika í aðdraganda jóla og einnig vortóleika. Krakkarnir hafa gaman af því og foreldrar mæta til þess að hlusta á þau og stundum afar og ömmur.” Gunnar segir þetta hafa mælst vel fyrir og meira þurfi að gera að því að færa tónlistarkennslu inn í grunnskólana með þessum hætti. “Með þessu verður meiri samfella í starfsdegi kakkanna sem flest eru á aldrinum frá sex til tíu ára og þetta sparar einnig foreldrum að skutla á milli staða. Nokkuð sem flestir foreldrar geta fagnað.” Ákvað hvað ég vildi þegar ég var 11 ára En hver er bakgrunnur Gunnars? Af hverju lagði hann tónlistar- kennslu fyrir sig? “Það er orðin nokkuð löng saga,” segir hann. “Ég er alinn upp á Ólafsfirði og hóf að læra á gítar þegar ég var 11 ára. Þá fyrst vaknaði sú hugmynd með mér að gerast tónlistarkennari þegar ég yrði stór. Ég hélt gítarnáminu áfram þar til ég fór til Ísafjarðar til þess að fara í framhaldsskóla. Ég innritaðist líka í tónlistarskólann á Ísafirði. Ragnar H. Ragnar sá kunni tónlistar- maður var þá skólastjóri og hann hvatti mig og nánast ýtti mér út í að hefja píanónám sem ég hét síðan áfram eftir að ég fór frá Ísafirði. Eftir það varð píanóið aðal hljóðfæri mitt og þegar ég fór að kenna starfaði ég lengi við píanókennslu en lagði gítarinn þó ekki alveg frá mér. Ég var tvö ár við kennslu í Færeyjum og önnur tvö í Svíþjóð í grennd við Uppsala á árunum 1985 til 1989. Þetta voru um margt lærdómsrík ár og sérstaklega gaman að kynnast Færeyingum. Aldrei var þó ætlunin að setjast að ytra og ég flutti aftur heim eftir þennan tíma. Ég hef lagt meiri áherslu á gítarinn á síðustu árum og er reyndar sjálfur farinn að stunda nám með fram kennslunni. Ég er með mjög góðan kennara Steingrím Birgisson sem ég sæki tíma hjá í hverri viku.” Tónsmiður og rithöfundur Flestir sem þekkja til Gunnars vita af tónlistaráhuga hans og kennslustarfi en færri vita að hann fæst bæði við ljóðagerð og tónsmíðar. Hann hefur lengi fengist við ljóðagerð og gefið út nokkrar ljóðabækur og á dögunum kom út bók með smásögum eftir hann. Þar notar hann knappan stíl. Sögurnar eru stuttar en Gunnar nýtur sín vel við að skrá og túlka sérstaklega hinar skoplegu hliðar á ýmsum mannlegu þáttum. Og síðast en ekki síst má geta þess að hann hefur fengist nokkuð við tónsmíðar. Hann gaf geisladiskinn Haust út fyrir nokkru þar sem hann flytur, ásamt fleirum, níu lög eftir sjálfan sig. “Ég hafði aldrei hugsað til þess að ég myndi semja tónlist – ekki fyrr en ég tók gítarinn aftur fram af alvöru. Ég hafði samið lítið á píanóið en þarna fór ég að reyna fyrir mér og þetta kom smám saman.” En hvað er fram undan hjá Gunnari. “Að halda áfram því starfi sem ég er að fást við með börnum úr Breiðholtinu. Svo langar mig líka til þess að fást meira við skriftir og tónsmíðar. Ég hef notið þess að geta dvalið öðru hvoru um tíma í Póllandi að undanförnu og það eflir sköpunarmáttinn í manni að skipta aðeins um umhverfi.” Má þá eiga von á bók eða öðrum tóndiski? “Ég ætla mér að reyna að sinna þessu meira. Það er aldrei að vita nema fleira fæðist.” Gunnar Randversson tónlistarkennari Gunnar Randversson með nýútkomna smásagnabók sína sem nefnist Gulur Volvo. Gunnar hefur skrifað talsvert af ljóðum í gegnum tíðina og gefið út nokkrar ljóðabækur auk tónlistarstarfsins en þetta er fyrsta smásagnabók hans. Mynd: Unnur. Hefur sinnt tónlistarkennslu á eigin vegum í Breiðholtsskóla um árabil

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.