Nesfréttir - mar 2017, Qupperneq 11
Nes frétt ir 11
ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK
Ný heimasíða: www.systrasamlagid.is
www.facebook.com/Systrasamlagid
Sími: 511 6367
Í traustum
höndum á
Óðinsgötu 1
AFGREIÐSLUTÍMI:
Mán. - fös.: 9 - 18.
Laugardagar: 10 - 16.
MANDUKA
skara fram úr!
PRO, PROlite
eKO, eKOlite,
eKO fisléttar
og fylgihlutir.
NÝTT.
Látúns lyklakippur
Feminist,
Dude,
Vibes og
Boss.
DRAUMA-
SAMFESTINGURINN!
2 litir, 2 snið – allar stærðir
Lífræn, sterk
“Fair Trade” bómull.
Förum dýpra inni í slökun og hugleiðslu.
Flothettan nú fáanlegum í fjórum litum/
munstrum:
Blá
Svört
Blá munstruð eftir Sigga Eggerts
Blá munstruð eftir Sigga Odds
Verð: 16.400 kr.
Líka í netsölu á www.systrasamlagid.is
HUGLEIÐSLA ÁRSINS
ER FLOT!
Orðin er föst og vinsæl venja
að lesa alla 50 Passíusálma séra
Hallgríms Péturssonar upp í Seltjar-
narneskirkju á Föstudaginn langa,
sem nú er 14. apríl. Lesturinn hefst
kl. 13 og lýkur um kl. 18. Hópur
karla og kvenna á öllum aldri les.
Fögur tónlist verður flutt í hléum á
milli lestra.
Allir eru velkomnir í kirkjuna til að
njóta lestursins og tónlistarinnar á
þessum að margra mati mikilvægasta
degi kirkjuársins, þegar minnst er
krossfestingar Krists. Fólk getur
staldrað við lengur eða skemur eftir
því sem hverjum hentar. Kaffiveitingar
verða í safnaðarheimili kirkjunnar.
Einstæður snilldarkveðskapur
Passíusálmarnir eru einstæður
snilldarkveðskapur hins stórmerka
prests sr. Hallgríms Péturssonar
sem uppi var á árunum 1614 til
1674, mannsins sem Hallgrímskirkja
á Skólavörðuhæð og kirkjur víðar
á landinu bera nafn af. Í sálmunum
rekur sr. Hallgrímur píslargöngu
Krists, hugleiðir hana. Margir af þeim
lærdómum sem hann dregur af ferli
frelsarans eiga fullt og brýnt erindi við
þjóð okkar enn í dag. Sálmarnir hafa
öldum saman verið í miklu uppáhaldi
hjá þjóðinni, fólk margra kynslóða
lært suma þeirra utanbókar. Meðal
erinda úr Passíusálmunum sem oft
eru sungin við messur má nefna t.d.
Son Guðs ertu með sanni og Víst ertu,
Jesús, kóngur klár. Fyrsti sálmurinn
hefst með þeim víðkunnu orðum:
Upp, upp mín sál og allt mitt geð.
Prentaðir 100 sinnum
Ekkert rit hefur verið prentað
jafnoft á íslensku og eru prentaninar
nú orðnar 100 talsins, auk þýðinga
og útgáfa á fjölda annarra tungumála.
Nýverið kom út einstaklega vönduð
útgáfa með ítarlegum skýringum
Marðar Árnasonar íslenskufræðings. Í
fyrra voru 350 ár liðin frá frumútgáfu
Passíusálmanna árið 1666 á Hólum.
Sóknarnefnd og Listvinafélag
Seltjarnarneskirkju (LVS) standa fyrir
flutningi Passíusálmanna nú eins og
mörg undanfarin ár. Þess er vænst að
sem flestir líti inn.
Allir Passíusálmarnir
lesnir á Föstudaginn langa Stuðningsfjölskyldur
Vilt þú eða þið gerast
stuðningsfjölskylda?
Við leitum að fólki til að verða stuðningsfjölskylda
fyrir 11 ára gamlan, lífsglaðan og skemmtilegan,
fatlaðan dreng. Stuðningsfjölskyldan eru
helgarforeldrar eina helgi í mánuði.
Þetta er gefandi og fjölbreytilegt verkefni unnið
í samráði við okkur á félagsþjónustunni og
foreldra drengsins.
Nánari upplýsingar gefa Jódís Bjarnadóttir
félagsráðgjafi í síma 5959100 eða
jodisb@seltjarnarnes.is
eða Snorri Aðalsteinsson í
sama símanúmeri
eða á snorri@seltjarnarnes.is