Vesturbæjarblaðið - Jun 2015, Page 12

Vesturbæjarblaðið - Jun 2015, Page 12
12 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2015 Míla hefur nú lokið við að uppfæra Ljósveitubúnað sinn í götuskápum í vesturbænum og þar með hafa heimili sem tengjast götuskápum möguleika á allt að 100 Mb/s tengingu með Ljósveitu Mílu. Það svæði sem nú hefur verið uppfært er allt Höfuðborgarsvæðið, Akranes, Hveragerði og Þorlákshöfn. Þar með hafa alls um 89 þúsund heimili nú möguleika á 100 Mb/s tengingu með Ljósveitu. Til viðbótar hafa um 30 þúsund heimili aðgang að Ljósveitu með allt að 70Mb/s tengingu. Þetta gerir stöðu Íslands gríðarlega sterka í samanburði við önnur lönd. Í nýrri skýrslu starfshóps innanríkisráðherra „ Ís land ljóstengt“ kemur fram það markmið að allir landsmenn skuli hafa aðgang að 100Mb/s tengingu árið 2020. Þingsálykt- unartillaga um fjarskiptaáætlun sem samþykkt var á Alþingi setur 100Mb/s markið fyrir árið 2022. Samkvæmt Jóni R. Kristjáns- syni framkvæmdastjóra Mílu þá er þetta stór áfangi. Breytingin er veruleg þó að fæstir muni taka eft ir henni þar sem notkunarþörf heimila almennt er mun minni en 100 Mb/s. Það endurspeglast í markmiði starfshóps innanríkisráðherra um að þessum áfanga skuli náð 2020. “Engar framkvæmdir fylgja þessari uppfærslu, hvorki í götu, á húsnæði notenda eða lóð. Þessi aukning hefur sömuleiðis ekki áhrif á verð þjónustunnar frá Mílu” segir Jón. Aðeins þarf að skipta um búnað í götuskápum Mílu og er þeirri aðgerð lokið á ofan- greindum svæðum. Langflestir notendur þjónustunnar verða lítið varir við þessa útskiptingu og núverandi þjónusta mun virka áfram. Þjónustuveitendur sjá um að uppfæra eða skipta um endabúnað(router) viðskiptavina til að virkja þjónustuna. Míla þjónustar alla Hingað til hefur umræða um 100Mb/s verið tengd ljósleiðara. Er þá Ljósveita það sama og ljósleiðari? „Ljósveita er bæði ljósleiðari alla leið inn á heimili og ljósleiðari með koparenda þar sem búnaður er notaður til að ná 100Mb/s flutningsgetu. Nýjasta tækni gerir það að verkum að kapalgerð skiptir hér ekki máli.” segir Jón. Míla hefur lagt áherslu á að tryggja öllum notendum á ofan- greindum svæðum góðan hraða en velur sér ekki ákveðnar götur eða hverfi. Sömuleiðis er vert að benda á að Ljósveita Mílu er opið aðgangsnet fyrir öll fyrirtæki með fjarskiptaleyfi. Mikilvægur áfangi og trygg framtíð Nú er mikilvægum áfanga náð en verkefninu er ekki lokið. Þetta hefur verið umfangsmikið verkefni sem hófst árið 2009 með Ljósveituvæðingu sem stendur enn yfir víða um land. Nú þegar búið er að tryggja allt að 100Mb/s til allra notenda Ljósveitu á ofangreindu svæði, er næsta skref Mílu að tengja ljósleiðara og blása ljósleiðara í fyrirliggjandi rör samhliða þeirri tengingu sem þegar er til staðar. Þetta verkefni er þegar hafið og mun því fylgja lítið jarðrask sem lágmarkar bæði tilkostnað og óþægindi fyrir notendur. Þannig mun Míla tryggja til framtíðar að þegar á þarf að halda verða allir notendur á ofangreindu svæði með tengingu sem uppfyllir þeirra þarfir á hagstæðu verði. Míla kynnir 100Mb/s tengingar Jón R. Kristjánsson framkvæmdastjóri Mílu. 100 Mb/s um Ljósveitu aðgengileg í vesturbæ Reykjavíkur Bike Cave – nýtt kaffihús við Einarsnes Bike Cave opnaði nýlega í Skerfafirðinum við Einarsnes 36 þar sem Skerjaver var á sínum tíma en sú verslun lokaði 2007. Bike Cave er kaffihús, veitingastaður og bar fyrir allt venjulegt fólk sem hefur gaman af því að setjast niður og njóta lífsins á kósý stað. Eigendur hins nýja staðar leggja upp með að hafa mat og drykki á mjög sanngjörnu verði og eingöngu er matreitt úr úrvals hráefni. Kaffivélin skaffar gott kaffi úr baunum frá Kaffitári og með því er hægt að fá einhverjar bestu vöfflur á Íslandi. Þá er hægt að leigja vespur í Bike Cave sem er ótrúlega skemmtileg tilbreyting og eiginlega nýjung í kaffihúsarek- stri hér á landi. Þá er sjálfsþjó- nustuaðstaða fyrir hjólafólk, allt frá þríhjólum til mótorhjóla og möguleiki er á aðstoð við viðgerðir. Bike Cave er opið er alla daga vikunnar frá 8 til 23. Heimasíðan er www.bikecave.is þar sem má sjá nánar hvað boðið er upp á í þessu gamla og vinalega húsi. Vespurnar standa tilbúnar fyrir fram Bike Cave við Einarsnesið.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.