Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Síða 4
„Íslenska kýrin og Egils
maltið.“ Þannig hljóðaði upphaf
ljósvakaauglýsingar fyrir vin-
sælan drykk fyrir nokkrum
árum. Hlustendum brá nokkuð
við því þar var komin þekkt
rödd Guðna Ágústssonar þá-
verandi landbúnaðarráðherra
sem auglýsti maltið með skír -
skotun til mjólkur en Guðni hefur
löngum verið þekktur sem einn
öflugasti talsmaður íslensks land-
búnaðar. Sumum þótti lítt við
hæfi að landbúnaðarráðherra
tæki að sér að tala inn á auglýs-
ingar og auglýsa malt hálfvegis
í nafni mjólkur og á endanum
var upplýst að þarna færi Guðni
ekki sjálfur heldur tvífari hans
og margra annarra í gegnum
tíðina Jóhannes Kristjánsson
sem er þekktur fyrir frábæra
eftirhermuhæfileika sína.
Hvort þessi auglýsing Ölgerðar-
innar var upphafið að samstarfi
þeirra síðar má láta liggja á milli
hluta en þeir hafa oft komið fram
saman og skemmt fólki með
gamansögum og eftirhermum.
Guðna er létt um að segja frá og
Jóhannes er fljótur að bregða sér
í alls kyns líki – einkum þekktra
manna. „Það er ekki nóg að
Jóhannes hermi eftir mönnum
heldur er eins og hann fari inn
í þá og taki persónuleika þeirra
og jafnvel útlit á sig. Verði eins
og þeir í framan. Hann er undra-
maður,“ segir Guðni þegar þeir
félagar komu til spjalls á kaffi Örnu
á Eiðistorgi á dögunum en þeir
eru að hefja nýja seríu skemmti-
þátta sinna. Þeir tóku sig til eftir
margra ára áskoranir margra að
fara saman og skemmta fólki og
nú hafa þeir haldið 20 sýningar
fyrir fullu húsi voru m.a. í Salnum
í Kópavogi og Landnámssetrinu
í Borgarnesi og fóru austur fyrir
fjall og vestur á firði. Þeir segja að
alls staðar bíði fólk eftir að þeir
komi. Jóhannes hefur komið og
skemmt í flestum samkomuhúsum
landsins og þar hélt Guðni sínar
háalvarlegu ræður, en nú er það
sagnalistin sem ræður för. „Það
er auðvitað yndisleg tilfinning að
fólkið klappi okkur upp tvisvar
og þrisvar í lok sýninganna og
hlæi allan tímann,“ segja þeir.
Nú segjast þeir ætla að mála
Hafnarfjörð rauðan og verði með
nokkrar sýningar á næstu vikum
í Bæjarbíói.
Höfum báðir gaman af
þessu
Það er erfitt að átta sig á hvor
er hvað originalinn og eftirherman
þegar rætt er við þá samtímis því
stundum tekur eftirherman orðið
af originalnum án þess að tekið
verði eftir. Þeim verður litið út um
gluggann á Eiðistorginu og horfa
á Esjuna. Dást að henni sem þeir
mega enda báðir sveitamenn í
eðli sínu. Annar komin úr flötum
Flóa en hinn undan fjöllum á
Ingjaldssandi vestur þar sem
vetur eru langir. „Já – þetta er
skemmtilegt verkefni segja þeir
báðir með rödd originalsins. Eftir
velgengnina í fyrra, athyglina
sem við fengnum og áhuga fólks
á að koma og fylgjast með okkur
kvöldstund ákváðum við að halda
áfram og efna til svona uppistands
í vetur. Við höfum báðir gaman af
þessu og vorum ánægðir með að
öðrum fannst líka gaman af því,“
segja þeir. En spurning er um hver
á hvað ef greina á þá í sundur.
Kenndi fyrir Ólaf Ragnar
Jóhannes á sér langa sögu sem
skemmtikraftur í gervum ýmissa
þjóðþekktra manna. Hann var
minntur á 60 ára afmæli Halldórs
Blöndal fyrrum þingmanns
og ráðherra sem haldið var í
íþróttahúsinu á Akureyri. Þar stóð
Jóhannes í pontu margraddað-
ur og setti á sig svip stjórnmála-
manna. Úr munni hans lofuðu
margir afmælisbarnið en löstuðu
einnig og að hverju lofi eða lasti
loknu svaraði Halldór sem þá
var samgönguráðherra – einnig
úr munni Jóhannesar og hældi
mönnum eða skammaði þá eftir
þörfum. Þarna líkömumst margir
í persónu Jóhannesar – menn
eins og Steingrímur Hermanns-
son fyrrum forsætisráðherra og
einnig næsta eftirlæti Jóhannesar
á eftir Guðna sem er Ólafur Ragnar
Grímsson fyrrum forseti Íslands
og Halldór skemmti sér sjálfur
manna best undir ræðuhöldun-
um. Jóhannes er gamall nemandi
Ólafs úr stjórnmálafræði í Háskóla
Íslands. Sagan segir að hann hafi
einhverju sinni kennt fyrir hann.
„Já - það er rétt. Það gerðist að
Ólafur mætti of seint til kennslu
sem sjaldan kom fyrir. Eitthvað
var minnst á hvort ég vildi kenna
fyrir hann og ég lét hafa mig í að
fara upp að púlti og hefja fyrirlest-
ur. Ég var búinn að tala þarna í
nokkrar mínútur þegar Ólafur
birtist. Hann lét ekki fara mikið
fyrir sér en þegar ég stoppaði og
ætlaði til sætis sagði hann,“ og
þarna kom rödd Ólafs Ragnars
alveg óvænt úr barka Jóhannes-
ar, „nei – haltu bara áfram.
Þú ert alveg með þetta.“
Oft tekið feil á okkur
Guðni segir að oft hafi verið
tekið feil á þeim félögum á förnum
vegi og ekki síður í símtölum.
Menn vissu aldrei hvor var hver.
Guðni rifjar upp að hann hafi eitt
sinn þurft að ná tali af Jóhannesi
og hringt heim til hans. „Árelía
móðir Jóhannesar svaraði og ég
spurði eftir Jóa sem ekki var heima
við. Hún trúði mér ekki og hélt
að þetta væri hann að leika á sig.
Þetta gekk svona um stund þangað
til að hún sagði „Jói minn láttu ekki
svona við hana mömmu þína“ hún
vissi ekki að það var orginalinn
sem var í símanum en ekki sonur
hennar. Ég má líka þakka fyrir að
Margrét tæki ekki feil á okkur.“
En eru þeir skyldir. „Nei við erum
mjög fjarskyldir,“ segir Guðni.
„Það er eitthvað annað sem tengir
okkur saman. Ég bjó við það að
menn bæði úr pólitíkinni og vinir
mínir voru oft á varðbergi þegar
ég hringdi og eru það enn, en þá
spurðu þeir gjarnan hvort þetta
væri orginalinn eða eftirherman
sem á hinum enda línunnar var.“
4 Vesturbæjarblaðið SEPTEMBER 2017
Yfir Vesturbænum býr blæja paradísar
Jóhannes Kristjánsson og Guðni Ágústsson í góðu yfirlæti í kaffikrók á Kaffi Örnu á Eiðistorgi.
- segja þeir Guðni Ágústsson og Jóhannes Kristjánsson sem ætla að skemmta fólki með gaman-
sögum og eftirhermum eins og þeim einum er lagið í vetur
Skeljagrandi 1 · 107 Reykjavík
Sími 899 3417 · www.tolvuland.is
PC og Apple
tölvuviðgerðir
Fullkomið tölvuverkstæði og margra
ára reynsla og þekking fagmanna