Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Blaðsíða 5

Vesturbæjarblaðið - sep. 2017, Blaðsíða 5
Höfum upplifað kátínu og hlátur En að væntanlegum gaman- kvöldum þeirra í Bæjarbíói. Þeir segja að þetta verði um tveggja tíma prógramm með hléi. „Ég segi sögur af allskyns fólki og Jóhannes kemur síðan með list sína og fer úr einu hlutverkinu í annað fyrir framan fólkið. Þótt ég segi sjálfur frá þá höfum við upplifað mikla kátínu og hlátur – meiri en ég hef kynnst í leikhúsi enda er þar eflaust um meiri dramatík að ræða en hjá okkur. Jóhannes hefur ætíð verið auðmjúkur og fer vel með fórnarlömb sín, hann er auðvitað einstakur og á ekki sinn líka sem eftirherma enda búinn að vera að í 40 ár lifað á list sinni sem segir manni allt um hversu þjóðinni þykir vænt um hann og kann að meta kímnigáfuna og sagnastílinn hans,“ segir Guðni. Góðir grannar Melabúðin og Vesturbæjarlaugin Þeir Guðni og Jóhannes hafa báðir tengst Vesturbænum – mismunandi lengi en báðir eiga sterk tengsl við þann bæjarhluta. Guðni hafði sitt annað heimili á Melunum meðan á þingmanns- og ráðherratíð hans stóð. Hann kveðst eiga góðar minningar úr Vesturbænum. „Ég bjó á Hagamelnum, þótt aðalheimili mitt væri á þeim tíma á Selfossi, og næstu nágrannar mínir voru Melabúðin og Vesturbæjarlaugin. Góðir grannar hvor á sína vísu, eins og félagsmiðstöðvar í góðu sveitasamfélagi. Og í Melabúðinni er lambakjötið hanterað betur en annars staðar. Þeir bræður bjóða einstaklega góðar vörur. Þarna hitti maður líka gott fólk og ræddi landsins gagn og nauðsynjar við Vesturbæinga og aðra sem leið áttu um þessa notalegu staði. Sem landbúnaðarráðherra kynntist ég mörgu fólki sem styður landbúnað þótt umræðan sé stundum af öðrum toga og þá oftast pólitískum.“ Samfylgd Jóhannesar við þennan bæjarhluta er lengri. „Ætli hún stappi nærri þremur áratugum og ég hef hvergi átt annars staðar heima í Reykjavík. Ég kom hingað suður fyrst til náms og svo var haldið áfram í Vesturbænum.“ Vesturbærinn seiddi mig til sín „Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað, og eflaust má kenna það vestfirskum framburði mínum, en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlensk í sínum, og sveitadreng vestan af landi var húsi hennar bannað.“ Guðni vitnar hér í Stein Steinarr. En talar Jóhannes vestfirsku eða er hann löngu orðinn menntaður í sunnlenskum framburð. „Það kemur fyrir þegar ég er að lesa upp eða skemmta og ætla að vanda mig. Langa og ganga með a-hljóðinu kemur stundum fram á varirnar og önnur vestfirsk einkenni en Vesturbærinn hefur auðvitað alið mig upp að einhverju leyti. En ég gríp stundum til vestfirskunnar. En Vesturbærinn togaði alltaf í mig - hefur eiginlega seitt mig til sín. Ég hef aldrei vikið þaðan nema vestur á sumrin og til ferðalaga. Annas er ég hér.“ Guðni skýtur inn í að Jóhannes hafi skemmt í öllum félagsheimilum á landinu. „Þau eru orðin mörg og í þessum ferðum hef ég hitt margt gott fólk alveg burt séð frá því hvað ég er gera. En ef ég á að víkja aftur að vestrinu á Ingjaldssandi þá reyni ég að vera þar eins mikið á sumrin og ég get. Heima á óðalinu ef ég á að orða það svo. Ég er alin upp í sveitinni og þótt ekki sé lengur rekið bú á jörðinni þá toga heimahagarnir í mig,“ segir Jóhannes, brosir og bætir við í hálfum kæringi. „En ég enda þar auðvitað með stórbú.“ Og Jóhannes heldur áfram að hugsa vestur. „Mér finnst fólk oft ragt við að fara vestur. Kynnast Vestfjörðum. Lýsingar fjölmiðla af ástandi vega eru í mínum huga ekki alltaf sannleikanum samkvæmar. Fólk fer ekki yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Heldur að þetta séu ófærur.“ Og svo berst talið að fyrstu opinberu heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar sem forseta sem var á sunnanverða Vestfirðina og ummælum hans um vegina að för lokinni. „Þetta voru orð í tíma töluð en stjórnmálamönnum rann blóðið ti l skyldunnar, e inkum sjál fstæðismönnum sem töldu forseta ekki eiga að fjalla um vegagerð fyrir vestan. Jafnvel ekki þótt hann væri Vestfirðingur sjálfur. En maður ólst upp við þessa vegi og að lítið var um aðkomufólk á vegunum. Það voru ekki margir á ferð hér á árum áður. Ég man að þegar ég var 14 ára og sendur með Land Rover föður míns í skoðun. Ég setti tvær sessur undir mig í bílstjórasætið svo að ég sæi út. Jú, jú – Land Roverinn fékk skoðun og ég var minntur á að fara beint heim. Skoðunarmaðurinn þóttist vita aldur minn. Þetta var svona öðruvísi í sveitinni í þá daga.“ Eftirsjá að litríkum persónum Þegar kaffið sem Bryndís Ploder á Kaffi Örnu lagaði svo vel fyrir okkur var búið urðu þeir félagarnir pólitískari og sögðust vorkenna Alþingi vegna þess að það vantaði húmor og gleði í húsið og þingmenn virðast ekki vera jafn góðir vinir og þeir voru segir Guðni. „En kannski get ég farið að taka þingmenn aftur og gera þá fræga og vinsæla – svona eins og Guðna,“ segir Jóhannes. Fyrr á árum voru þetta þjóðhetjur í augum fólks. Hannibal að vestan, Húnvetningurinn Björn á Löngumýri og enn áður menn á borð við Ólaf Thors, Gylfa Þ. og Bjarna Ben eldri. Og svo kemur enn ein saga eða tvær þeirra félaga. Þegar Björn á Löngumýri kom í fyrsta sinn til Alþings og flutti þar jómfrúrræðu sína eins og fyrsta ræðan er jafnan kölluð vék hann sér að Óafi Thors á leið úr ræðupúltinu og innti hann eftir því hvernig honum hafi líkað og Ólafur svaraði að bragði að nú vissi hann að hann væri ekki lengur vitlausasti maðurinn á Alþingi. Í annað skipti var Björn staddur á stjórnmálafundi á Sauðárkróki og vitnaði þar í grein sem hann hafði skrifað í Vísi. Hann skrifaði nefnilega í Vísi sem þótti hálfgert íhaldsblað en ekki í Tímann málgagn Framsóknarmanna. Hann kvaðst stundum senda þeim greinar greyjunum þegar þeir hafa lítið efni í blaðið. Björn var náfrændi Páls á Höllustöðum og Hannesar Hólmsteins. „Svona var pólitíkin í gamla daga. Menn höfðu dálítið af gamansemi með,“ segir Guðni sem telur eftirsjá í þessum litríku persónum og húmoristum. „En ég þekki auðvitað þingmennina marga. Þeir eru ekkert vitlausari eða leiðinlegri en við vorum en andrúmsloftið mætti vera betra og þeir ættu að fara oftar í heita pottinn.“ Yfir Vesturbænum býr blæja paradísar Þeir Guðni og Jóhannes eru sammála um að yfir Vesturbænum búi blæja paradísar og hvergi sé fegurra að sjá en af Grandanum. Esjan við sjóndeildarhringinn og byggðin umvafin sjávarsíðunni. „Ég bý núna á Lindargötunni – í Skuggahverfinu og sálin er austur í sveitum en ég sæki mikið í vestur. Sæki lífskraftinn út á Seltjarnarnes. Fer í ræktina og lyfti tonnum á morgnana. Nesið er ekkert annað en hluti af Vesturbænum þótt sveitarfélagamörk liggi innan við Eiðið.“ Jóhannes tekur undir þetta. „Ég fer ekki úr Vesturbænum hvorki á Lindargötuna eða út á Seltjarnarnes nema sem gestur. „Sálin er að hluta fyrir vestan rétt eins og austur í sveitum hjá Guðna en ég er löngu orðinn gróinn Vesturbæingur,“ segir eftirherman með sinni eigin rödd. 5VesturbæjarblaðiðSEPTEMBER 2017 20% afsláttur af bætiefnum frá Now Gildir 21. september - 31. október ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK Ný heimasíða: www.systrasamlagid.is www.facebook.com/Systrasamlagid Sími: 511 6367 Andaðu dýpra! AFGREIÐSLUTÍMI: Mán. - fös.: 09:30 - 18:00. Laugardagar: 11 - 17. HAFRAGRAUTUR ALLA MoRGNA! HM í hafragrautargerð framundan í skosku hálöndunum. Í boði alla virka morgna og í hádeginu. Lífrænn, glútenlaus, spíraður. VIRdIAN VÍTAMÍN oG bæTIEFNALÍNAN ER FREMST MEÐAL JAFNINGJA Lífræn regnbogasilungsolía d-vítamín úr trjásveppi Frábær fjölvítamínblanda Magnesíum sítrat. b12og allt hitt. FATNAÐUR SEM RISTIR dýpRA! Fatnaður sem ristir dýpra! Sjöl og kímónóar eftir Sirrý Ullarsjöl frá Nepal Jógabuxur frá Manduka Samfestingar frá USA pRo pRolite eKo eKolite eKo fisléttar WelcoMe, nýjar. Fylgihlutir, m.a. hugleiðslupúðar, jógahandklæði, -töskur, -bönd ofl. 7 MANDUKA skara fram úr! Taj Mahal jógadýnanna.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.