Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 3

Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 3
BRAUTiN BoðberarGuðs á jólum Ég bið þig að líta með mér til engl- anna eitt andartak. Þeir eru boðberar Guðs á jólum og rödd þeirra ómar í jólaguðspjallinu, hún ómar í guðs- þjónustunni á jólum og reyndar er það svo að röddin heyrist allan ársins hring í messunni. „Dýrð sé Guði í upphæðum,” segir boðberinn. Það er kynningin á honum, sem boðberinn þjónar. Hann kallar hátt í haganum þar sem hjarð- menn gættu hjarðar sinnar um miðja nótt. Venjulega koma boðberar þannig fram að þeir byrja á því að kalla upp tilkynningu um hver hafi sent þá. Síðan kemur boðskapurinn. Boðskapurinn er fluttur orðrétt eins og sendandinn sagði hann og því eru englarnir eins og munnur Guðs. Þeir eru orð Guðs þegar þeir segja upphátt það sem Guð hafði sagt þeim á himnum: „Verið óhræddir! Ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs.” Þessi merki- lega ræða er því ekki bara það sem englanir sögðu og hirðarnir heyrðu. Þessi ræða er orð Guðs til manna. Hann hefur sama hátt á tilkynningum og æðstu konungar. Þeir koma ekki sjálfir fram en senda boðbera sína með skila- boð, yfirleitt orðrétta ræðu sína. Boðberinn lærði hana utan að og það hafa englarnir þurft að gera mjög nákvæmlega. Síðan ferðast þeir um þann veg sem þeir þurfa að ferðast til að kom erindinu til réttra aðila. I þetta sinn voru það mestu og merkilegustu fagn- aðarboð, sem nokkur sendiboði fær að flytja, fagnaðarerindið um að Jesús, sonur Maríu, er Kristur, Drottinn vor, fæddur í borg Davíðs, í Betlehem. Til að leggja áherslu á gildi boðskapsins, færir hann þeim tákn í lok ræðu sinnar. Guð faðir, segir þeim að þeir muni finna ungbarn reifað og lagt í jötu. Við skul- um koma þessum fagnaðarboðum áfram til annarra, eins og þau hafa borist okkur. Aðventan er bráðum fullkomin. Hún er að ná takmarki sínu. Jólin banka upp á hjá þér og senn er hátíðin gengin í garð. Við höfum kveikt á fjórum kertum á aðventuki’ansi og minst þess að Kristur mun koma aftur. Þá verður Guð aftur með okkur eins og nafnið Immanúel segir sjálft með merkingu sinni: Guð með oss. Þá fáum við sjálf að hlýða á englasönginn, rölta með hirðunum áleiðis að fjárhúsi Betle- hemsvalla og bera þar fram gjafir okkar til Jesú. Venjulega er rétt að standa uppréttur þegar tekið er við skila- boðum, en stundum er ekkert meira viðeigandi en falla fram og krjúpa í auðmýkt. Ég bið Guð að blessa þig og gleðja þig svo að enginn verði álútur eða boginn, heldur rísi allir fagnandi upp og taki á móti jólaboðskap Guðs. Guð gefi þér gleðiríka hátíð ljóss og friðar og blessað nýtt ár. Kristján Björnsson, sóknarprestur Helgihald í Landakirkju Aðventkirkjan um jólin Aðfangadagur jóla, 24. desember: Kl. 14:30. Bænastund í kirkjugarðinum. Kl. 18.00 Aftansöngur með hátíðarsöng. Jólanótt, 24. desember: Jóladagur 25. des.: Kl. 23:30. Guðsþjónusta með hátiðarsöng. 14:00 Jólaguðsþjónusta Ræðumaður: Halldór Jóladagur, 25. desember: KI. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta. Lúðrasveitin leikur frá Engilbertsson. 13:30. Laugardagur 26. des.: 10:00 Biblíurannsókn Annar dagur jóla, 26. desember: Kl. 14.00 Skírnar- og fjölskylduguðsþjónusta. Kl. 15:10 Guðsþjónusta í Hraunbúðum. Miðvikudagur 30. desember: Kl. 16.00 Jólatréssamkoma í safnaðarheimilinu Gamlársdagur, 31. desember: Kl. 18.00 Aftansöngur með hátíðarsöng. Nýársdagur, l.janúar 1999: Kl. 14.00 Hátíðarguðsþjónusta. Guð gefi ykkur gleðiríka hátíð ljóss og friðar! Sóknarprestur 11:00 Guðsþjónusta. Allir velkomnir Jóladagskrá Hvítasunnukirkjuunnar um jólin Aðfangadagur: Aftansöngur kl 18:00 Jóladagur: Hátíðarsamkoma kl 15.00 Ræðum. Snorri Óskarsson 2. jóladagur: Söngsamkoma kl 15:00 Gamlársdagur: Vitnisburðarsamkoma kl 18:00 Nýársdagur: Hátíðarsamkoma kl 15:00 3. jan. 1999 Vakningarsamkoma Allir hjartanlega velkomnir til safnaðarins.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.