Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 8

Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 8
8 BRAUTIN Eðalkratinn Elli Bergur Bergur Elías og Guðrún nýgift Bergur Elías Guðjónsson, oftast kallaður Elli Bergur, er eðalkrati. Hann liefur aldrei svikið málstaðinn eða flokkinn, hefur alla tíð verið pólitískur í meira lagi og hefur aldrei legið á skoðunum sínum. Starfsœvi hans var löng, hann liœtti ekki að vinna fyrr eti hann var 75 ára og lengst af vann hann í saltfiski. En hjáverk hans, ef svo mœtti að orði komast, eru marvísleg. Hann er kvœntur Guðrúnu Agústsdóttur og eiga þau þrjú börn, dceturnar Kristínu og Klöru og soninn Agúst. Barnabörnin eru orðin 8 og barnabarnabörnin 18. Þar af fœddust 5 barnabörn í ár og von á einu nú fyrir jólin. „Það er alltaf verið að gera do do” segir sonurinn Agúst sem er viðstaddur viðtalið og svo er hlegið dátt. Þegar blaðamann ber að garði í Dverghamrinum í fylgd Ágúst- ar tilkynnir hann föður sínum hátíðlega að nú séu mættir tveir menn í þungavigtarflokk! - Hvað segirðu, er verið að stofna nýjan flokk, segir Elli Bergur, eins og hann verður kallaður í þessu viðtali. Ágúst leiðréttir þetta en þá hlær kallinn og segir að það geti svo sem vel verið að það hafi átt sér stað að nýr flokkur hafi verið stofnaður enda spretta þeir nú upp eins og gorkúlur um þessar mundir. Elli Bergur fæddist í Stafholti, 10. júní 1913. Foreldrar hans voru Guðjón P. Valdason skip- stjóri og Margrét Símonardóttir. Hún dó þegar Elli Bergur var 8 ára. Systkini Ella Bergs voru Klara og Ragnhildur. Klara lést aðeins 19 ára. Margrét, móðir Ella Bergs, lést langt um aldur fram. Faðir hans kvæntist aftur, Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, en hún hafði þá verið ráðskona hjá honum eftir að fyrri kona hans dó. Guðbjörg og Guðjón áttu fjögur börn. Tvö létust í æsku en á lífi eru Marteinn sem býr í Eyjum og Osk sem býr í Mýrdalnum. Elli Bergur segist ekki vita af hverju hann varð krati. Líklega hafi faðir hans verið þeim megin í pólitíkinni en fóstra hans, Guðbjörg, var hins vegar mikil sjálfstæðismanneskja og hafði miklar skoðanir og lá heldur ekki á þeim. Liðum aldrei skort Elli Bergur ólst upp í Eyjum við svipaðan kost og margir á hans reki á þessurn árum. Hann segir að fjölskyldan hafi aldrei þurft að líða skort. Eins og margir aðrir krakkar var hann sendur í sveit á sumrin, að Skarðshlíð undir Fjöllunum. Skólagangan var ekki löng, þrír vetur í Barnaskóla en hugurinn var meira niður á bryggjunum en í bókunum. Hann var frekar lítið í íþróttum, keppti einu sinni í fótbolta en var rekinn útaf! Auk þess tók hann þátt í pokahlaupi á þjóðhátíðinni! Þá varð hann Týrari án þess að gera sér grein fyrir því hvernig það æxlaðist. Margur ungur maðurinn fór á sjó á þessum árum en Elli Bergur segir að sín sjómennska hafi verið heldur endasleppt. Hann réði sig á Skuldina hjá Jóni Ben en fór aðeins nokkra róðra. Hann varð svo sjóveikur að hann varð að hætta. Elli Bergur vann við ýmislegt en þau fyrirtæki sem hann hefur haft hvað mest af að segja eru þegar hann fór í útgerð ásamt fleiri góðum mönnum og svo Isfélag Vestmannaeyja þar sem hann vann hvað lengst. í dyrunum á Geirseyrinni með úrvalssaltfisk. Að baki er Valli frá Litlabæ. Isfélagsævintýrið Árið 1951 fór Elli Bergur í útgerð í félagi við fjóra aðra kalla. ísfélagið stóð þá orðið höllum fæti og til þess að rífa fyrirtækið upp keyptu tíu bátar sig inn í fyrirtækið. Elli Bergur og félagar keyptu Kap VE af dánarbúi Kjartans Guðmunds- sonar ljósmyndara. Auk Ella Bergs voru það faðir hans sem var skipstjóri á Kap, Magnús Bergsson, Haraldur Magnússon og Jón Guðmundsson. Kapin var 27 tonn en fljótlega létu þeir smíða nýjan bát og keyptu svo Halkion VE af Gerðisbræðrum og skýrðu hann Kap 2. Geirseyrin, sem þá stóð þar sem nú er FES, fylgdi með í upphaflegu kaupunum. Þar var gert að tvær fyrstu vertíðimar og segir Elli Bergur að það hafi verið skemmtilegur tími. Geirseyrin var síðar rifin og ný byggð, eða sú sem við könnumst við í dag. Elli Bergur segir að oft hafi verið líf í tuskunum í Geirs- eyrinni. Vinnubrögðin voru auðvitað fomaldarleg á mæli- kvarða dagsins í dag, engin færibönd eða kranar. Fiskurinn var auðvitað fyrst tíndur á stingjum upp á bryggju úr bátn- um, þaðan upp á bíl og af honum í gegnum gat og inn í húsið. Fiskurinn var svo saltaður í kjallaranum og þurfti að bera pakkana upp á bakinu. Á Geirseyrinni lá oft straumur fólks enda í alfaraleið og spjall- að um allt og ekkert og þjónaði Geirseyrin hlutverki frétta- miðstöðvar á þessum árum. Þegar þau tíðindi bárust að Isfélagið væri að fara á haustinn 1957 ákvað útgerð Kap að kaupa sig inn í fyrirtækið. Fljótlega upp úr því fóru hjólin að snúast en Elli Bergur tók fljótlega við verkstjóm í salt- fiskinum. Eldgosið 1973 breytti auðvitað miklu fyrir byggðarlagið en þá var Isfélagið að sögn Ella Bergs orðið eitt öflugasta sjávar- fyrirtæki landsins undir stjórn Einars Sigurjónssonar. „Isfélagið var svo vel statt að í gosinu var ákveðið að flytja allt úr húsunum og keypt frystihúsið Kirkjusandur í Reykjavík. Var skrifuð ávísun upp á 30 milljónir og allt staðgreitt. Svona var staðan góð hjá fyrirtækinu. Ári síðar var Kirkjsandur seldur á 120 milljónir. Þessi uppbygging á Isfélaginu á þessurn tíma hafðist með þrotlausri vinnu og engu öðru,” segir Elli Bergur. Af þessum frumherjum sem keyptu sig inn í ísfélagið 1957 er aðeins Elli Bergur sem enn á sinn hlut í fyrirtækinu. Á níunda áratugnum komst Isfélagið aftur í lægð og segir Elli Bergur að upp úr 1990 hafi verið komið illa fyrir félaginu. Hins vegar hafi Sigurður Einarsson heldur betur náð að rífa það upp úr öldudalnum og Isfélagið sé án nokkurs vafa eitt best rekna sjávarútvegsfyrirtæk- ið á landinu í dag. „Ég var viðstaddur opnunina á nýju fiskimjölsverksmiðju Is- félagsins um daginn. Það er nú meira mannvirkið. Bræðslan er nú þar sem Edinborgareilífðin stóð á sínum tíma. Það rifjaðist upp fyrir mér hversu sögufrægur þessi blettur er. I Edinborgar- eilífðinni kom fyrsta flatn- ingsvélin til landsins og svo fyrsta hausingavélin. Flatnings- vélin var reyndar aldrei nógu góð en hausingavélin reyndist vel. Einar Sigurðsson keypti svo Edinborgareilífðina og byggði þar Hraðfrystistöðina. Þarna er nú orðið flottasta gúanó á land- inu. Ég benti mönnum á eitt hornið í gúanóinu og sagði að fyrir nákvæmlega 75 árum hefði ég staðið þar með veiðistöng að veiða marhnút,” segir Elli Bergur. Eins og áður segir varð Elli Bergur verkstjóri í saltfiskinum hjá Isfélaginu og þar vann hann til 75 ára aldurs. Hann segir að líf og fjör hafi verið í salt- fiskinum. Fyrsta veturinn hans voru framleidd 1300 tonn af saltfiski sem þótti mjög gott. Þá var ekki unnið við borð heldur beygði fólkið sig niður allan daginn. Einnig var meiriháttar vinna við að ná í saltið. Það var sótt í Bjarnarhús og borið í máli upp í handvögnum og út á palla. Elli Bergur segist hafa verið peyi þegar hann var að hjálpa köllunum við þetta og fékk hann lifur að launum! Á bak við tjöldin í pólitíkinni Elli Bergur er krati af líf og sál, einn af þessum af gamla skólanum sem vann mikið á bak við tjöldin en var aldrei beinlínis í framvarðasveitinni. Um leið og hann fékk kosningarétt á sínum tíma, 21 árs, gekk hann til liðs við krata og tók virkan þátt í flokksstarfinu í Eyjum. „Það var líf og fjör í pólitík- inni í gamla daga. Þá rifust kar- lamir eins og þeir gátu, ekki bara á milli pólitísku flokkanna heldur einnig innan flokkanna. Hjá krötunum var oft mikil innbyrðis togstreita. Páll Bergur Elías og Guðrún í gleðskap með eldri borgurum. Bergur Elías með Arnari barnabarni sínu. Hann hefur smíðað töluvert af Ieikföngum og öðru föndri seinni árin.

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.