Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 4

Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 4
BRAUTIN 4 Jes Gíslason: Jólí Vestmannaeyjum Jes Gíslason flytur ræðu á Þjóðhátíð Vestmannaeyja Höfundur eftirfarandi þáttar, séra Jes Gíslason var fœddur 28. maí 1872 í Vestmannaeyj- um og ólst þar upp. Foreldrar hans voru lijónin Gísli kaup- maður Stefánsson í Hlíðarhúsi og Sophie Elisabet Andersdóttir skipstjóra í Vestmannaeyjum Asmundsens fra Arendal í Noregi. Jes lau guðfrceðiprófi 1893 og var prestur að Eyvindar- hólum undir Eyjafjöllum og síðan í Mýrdalsþingum um ellefur ára skeið. Fluttist hann þá aftur til Vestmannaeyja og stundaði þar einkum kennslu og verslunarstörf. Hann and- aðist í Vestmannaeyjum 7. febrúar 1961. Frásaga sú, sem hér fer á eftir, birtist í jólablaði Vísis 1943. Engin hátíð kirkjuársins er mér eins minnisstæð frá bernsku- og æskuárum mínum og jólin, hátíðin, sem nefnd hefur verið hátíð barnanna. Sú hátíð hefur um aldir vakið til- hlökkun og gleði í brjóstum kristinna bama, og mun framvegis gera það á sama hátt og áður. A þessu var, er og verður engin breyting, eða sú er von okkar, þótt flest annað breytist og þótt misjafnlega mikið verði borið í jólatilhaldið, bæði að því er við kemur umhverfi, og aðbúnaði þeirra til fata og matar, sem hátíðamar eiga að njóta. Hinn blíði blær, sem hvílir yfir jólahátíðinni, verður í huga og í augum bam- anna á hverjum tíma hinn sami og jafnframt hinn fegursti, viðfelldnasti og hlýjasti. Þegar ég nú minnist jólanna hér fyrir rúmum 60 árum, þá kemur ávallt fram í hugskoti mínu mynd þeirra jóla, sem ég leit á bemskuheimili mínu, í foreldrahúsum. Sú mynd gleym- ist aldrei né máist, því að hún er svo nátengd og umvafin þeim kærleika, sem ég fyrst varð að- njótandi í örmum og undir hand- leiðslu ástríkra foreldra og ömmu. En eins og jólin voru haldin á bernskuheimili mínu, þannig eða á líkan hátt voru þau haldin á öðrum heimilum á þessari kæru eyju okkar, sem oft fékk að kenna á einangruninni, og þá ekki hvað síst um jóla- leytið. Þá er best að víkja að aðalefn- inu, en hætt er við, að það verði með nokkmm útúrdúrum, eins og venja er, þegar gamlir menn skýra frá. Undirbúningurinn Það sem mest skilur nú og fyrr er undirbúningurinn. Þá urðu heimilin sjálf að leggja all- flest til hátíðarinnar. Það var þýðingarlaust að senda í búðirnar til þess að sækja það, sem þurfti til hátíðarinnar, því að það var hvort tveggja, að efnin leyfðu það ekki, og svo í annan stað var fæst af því fáan- legt í sölubúðum. Undirbúning- urinn var því feikna starf, og hvfldi það starf aðallega á hús- móðirinni. A manmörgum heim- ilum varð því að hafa tímann fyrir sér. Allir heimilismennirnir eldri og yngri urðu að fá eitt- hvað að gjöf á jólunum; enginn mátti fara í jólaköttinn. heimilin voru þá yfirhöfuð miklu mann- fleiri en nú. Á heimili foreldra minna voru frá 10-20 manns, þegar flest var og börning öll, 10, voru komin í dagsbirtuna. Það varð í tíma að festa upp voðir og vinna síðan úr þeim, því auk þeirra klæða, semáskilin voru í kaupgjaldi hvers og eins, þá kom þar til viðbótar jólaflíkin, sem var að gjöf. Við krakkamir bjuggumst við að fá alfatnað um hver jól, og auk þess trefil um háslinn eða brjóst- hlíf og sauðskinnsskó, brydda með eltiskinni. En stígvél, það hefði þó verið gaman að eiga stígvél ájólunum, sem vel marr- aði í. Þá hefði verið tekið eftir eigendanum. Og í sannleika var það fyrirmannalegt að sjá höfðingja ganga í slíkum vélum. Það var þægilegur hljómur. Mér finnst eg heyra enn það brak fyrir eyrum mér. En um slíka jólagjöf höfðum við aldrei látið okkur dreyma. Hér var þá enginn skósmiður og í búðum sást ekki slflc vara, og svo var það dýrt og naumast við alþýðu hæfi - of fínt. Eg hefi oft hugsað um það síðan, hvernig móðir mín gat komist yfir jólaannirnar. En hún var að því leyti betur sett en flestar aðrar hússmæður hér, að hún átti saumavél og mun sú vél hafa verið sú fyrsta, sem hingað fluttist. Þessari vél var snúið, og það ekki einungis í þarfir heim- ilisins heldur fór hún einnig margan snúninginn fyrir aðra, utan heimilisins. Matvæli Það þurfti mikið til daglegrar neyslu á heimili foreldra minna. Það var álitið efnalheimili, en á mælikvarða nútímans mundi það líklega vera talið sjálfbjarga eða tæplega það. Að vísu voru miklar matarbirgðir til vetrar: mörg flát (kaggar) af fugli (fýlunga, lunda og súlu) og af þessum fugli var fýlunginn auðvitað mesti nytjafuglinn og besta búsílagið, því að af honum var allt notað: fiðrið - að vísu nokkuð daunillt, ef ekki var rétt með farið - kjötið, nýtt, saltað og reykt, og feitin, mjúk og gómsæt, það er að segja frá okkar sjónarmiði eða eftir okkar smekk. Við Eyjabúar mundum hafa verið tregir á þeim tímum að skrifa undir það sem Magnús Stephensen segir um fýlungann í Eftirmælum átjándu aldar: Ohentug sjófuglafæða fyrir mæður og börn, einkum af fýl- ungi, sem stendur þar hellst stuggur af, alla muni þessum óttalega barnadauða”. En nú þarf ekki að hafa fyrir því að steikja, salta eða reykja fugl þennan, því að nú er hann, lögum samkvæmt, talinn óet- andi. En þetta var útúrdúr, en minnig þessa forkunningja var svo ofarlega í mér, því svo marga magafyllina höfðum við hér fengið fyrir nærveru hans, að ég freistaðist til að minnast hans í þessari jólahugvekju, er hann er nú tekinn frá munninum á okkur. En svo að ég víki aftur að efn- inu: Enginn fugla þessara, sem fyrr voru taldir, var ætlaður til jólahalds, heldur var það sauðakjötið, sérstaklega reykt, sem ætlað var að skipa öndvegi meðal bita þeirra og sopa, sem bera skyldi fram á matborð jólanna. Þessa aðalréttar jólanna varð að afla að haustinu til, því engar voru kjötbúðirnar, ekkert kjöt flutt hingað inn, einungis fé á fæti frá meginlandinu að vor- inu og síðan látið fitna í úteyjum, ef þar voru hagar til, eða á heimalandinu. að var því lítið um kjöt á hinum efnaminni heimilum hér. Þekkti ég eitt heimili skammt frá heimili rnínu, þar sem ég var daglegur gestur, að það sást aldrei kjöt eða mjólk og feitmeti af skorn- um skammti. Þó sá ég þar kjöt um jólin og mjólkulögg, hvort tveggja sent frá góðgerðarsö- mum heimilum. Þá voru hér engin líknarfélög, en hver visi um annars þörf og því var það, að þessi fátæku og allsþurfandi heimili fóru ekki á mis við hjálpfýsi þeirra heimila, sem af meiru höfðu að miðla. Jólabaksturinn Þá var það einn liðurinn í þessum undirbúningi, sem ekki varð komist hjá, og það var sá að afla efnis í jólabaksturinn „bakkelsið”. En hví ekki að senda eftir hveiti í búðirnar? Þar var sá hængurinn á, að lítið var þar um þá vöru framan af. Fyrst þegar hvíta hveitið fór að flytj- ast, voru birgðimar ein trétunna með um 100 punda innihaldi. Svo að bamanna hluti af þeim forða var lítill og náði ekki inná mörg heimili, og hefði Jónas minn Kristjánsson verið uppi a því tímabili aldarinnar, þá hefði hann ekki þurft að heyja sitt harða stríð gegn hvíta hveitinu, en hafi hann þó mína og margra annarra þökk fyrir þá baráttu. Skammtur sá, sem komst inn á okkar heimili af þessari vömtegund, var notaður í jólaköku og kleinur, sem soðnar voru í tólg. Þótti þetta hvorutveggja englafæða, sérstaklega jólakakan, og þá einkum ef nóg var í hana borið af rúsínum. En aðalmeðlætið voru þó hvorki jólakökur né kleinur, heldur lummur, sem bættar voru með sykri og kanel. Efni þeirra var ekki hveiti, held- ur bankabyggsmjöl. Það þurfti að mala og mala vel. Var það þrugnið af fjörefnum, að ég held, og bólgnaði hæfilega í innyflum manna og dýra. Man ég það, að í eitt skipti komst hestur í bankabyggspoka, át þar fylli sína og sprakk að máltíð- inni lokinni. Til að mala þetta bankabygg voru tíðast notaðir hinir lélegri vinnukraftar heimil- isins, krakkamir. Við elstu bræðurnir tveir áttum að mala sína þriggja marka skálina hvor. Aðstaðan var slæm fyrir okkur, því að kvarnarstokkurinn var hár, og beinleggurinn, sem var utan um handfangið, svo gildur, að við náðum tæplega utan um hann. Við stóðum því á kassa og vorum lengi að mala, en enginn tími var okkur takmarkaður í þessa vinnu; höfðum aðeins þetta eina boðorð: að mala vel. Að verkinu loknu var sópað af með væng, og gripum við oft ofan í mjölið til þess að gæta að hvort agnir fyndust í því. - Þessar lummur vom ljómandi góðar og enn þykja mér lummur eitt hið besta, sem ég fæ með kaffi, smekkurinn sem að kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Þorláksmessa Þá voru það kertin, þau varð að steypa, því að hver heimilis- maður varð að fá jólakerti. Við

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.