Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 9

Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 9
BRAUTIN 9 l ittfá’ÍIIÍfg ! WrwM |; A \ í >: ■. | 1 * ; 4 - * I **«im6&y ■s Þorbjörnsson og Hrólfur Ingólfsson, sem voru í for- ystusveit kratanna, tókust oft á enda vildi hvorugur gefa eftir sinn hlut. Fundirnir voru oft fjörugir. Einu sinni gekk svo mikið á að ég þurfti að ganga á milli Elíasar Sigfússonar og Hrólfs, ég þurfti hreinlega að stía þeim í sundur,” segir Elli Bergur. Hann segist oft hafa verið á framboðslista fyrir Alþýðu- flokkinn en aldrei fyrir ofan miðju. „Eg vildi aldrei vera ofarlega því þá gat maður ekki rifið kjaft,” segir Elli Bergur. Þrátt fyrir kratastimpilinn segir Elli Bergur að Arsæll heitinn Sveinsson Sjálfstæðismaður hafi verið einn besti bæjarfulltrúi í Eyjum. Hann bar hag hafnarinn- ar fyrir brjósti og vann mjög að uppbyggingu hennar. „Maður verður að segja hlutina eins og þeir eru,” segir Elli Bergur. Einu sinni minnist hann þess að kratar og Sósíalistar hafi boðið fram saman í bæjarstjóm- arkosningum. Það hafi nú ekki gengið sem best. Þegar EUi Bergur er spurður um Samfylkingarmálin í dag, hristir hann hausinn og segir að enn eina ferðina séu innbyrðis átök hjá vinstri mönnum að skemma fyrir. „Mér líst vel á þessa hugmynd, að bjóða fram sameiginlega, en ég veit satt að segja ekki hvemig þetta fer hjá þeim í Reykjavík. Hér á Suðurlandi virðist allt vera í sómanum. Mér finnst voðalega vont að kjósa ef ég sé ekki A á atkvæðaseðlinum, ég veit ekki hvernig ég fer að þá,” segir Elli Bergur og hlær. „Mér finnst alveg ótrúlegt hvað Vestmannaeyjar em orðnar mikið íhaldsbæli í dag. Guð- laugur Gíslason var að vísu góður bæjarstjóri, fór og spjall- aði við kallana á bryggjunni og var almennt í góðum tengslum við fólkið í bænum. I dag sitja þessir karlar á rassgatinu á skrif- stofunni sinni og fara helst ekki út úr húsi. Þá var Magnús Magnússon ekta bæjarstjóri enda okkar maður. Eg hef alltaf sagt að það ætti að senda helminginn af þessum fram- sóknar- og íhaldsliði í útigang,” segir Elli Bergur og hlær enn og aftur. Félagarnir Einar, Haraldur og Elli Bergur Einar Sigurjónsson og Har- aldur Hannesson voru miklir vinir Ella Bergs, fóru mikið saman í göngutúra og leið vel í félagsskap hvers annars. Elli Bergur ritjar upp að Isfélagið hafi ákveðið að kaupa Smáey á sínum tíma en Bjössi á barnum hafi verið mótfallinn því. Þegar ísfélagið keypti svo Lyngfellið á sínum tíma, veiktist Guðlaugur í Lyngfelli. „Einar kom þá að máli við mig og bað mig að huga að hænunum í Lyngfelli fyrir Guðlaug. Einar fór svo einu sinni með mér og Bjössa á Barnum í Lyngfell að huga að hænunum. Eg fór inn í hænsna- kofa og kom út með fulla fötu af eggjum. Einar spyr þá Bjössa hvort hann vilji fá egg? Nei, segir þá Bjössi, láttu eggin frekar í gullskipið, og átti þar við Smáey.” Elli Bergur hefur fengist við ýmislegt annað. í 26 ár var hann í Slökkviliði Vestmannaeyja og þurfti þar að glíma m.a. við brunann í Hraðfrystistöðinni á sínum tíma en þennan sama dag, 7. janúar 1950, fórst Helgi VE við Faxasker og með honum 11 menn. Þá var Elli Bergur dyravörður í Alþýðuhúsinu í tæp 20 ár og segir að það hafi verið skemmtilegur tími. Góð frjósemi Elli Bergur segist vera sáttur við Guð og menn og honum sé ekki illa við nokkum mann. Hann er ánægður með frjósem- ina í ættinni og fylgist vel með barnabörnunum. Hann segist dunda sér við eitt og annað í dag og vill endilega koma því á framfæri að hann sé mjög ósátt- ur við hvemig talað sé um unga fólkið í dag. „Við eigum svo sannarlepa ungt og efnilegt fólk í dag. Eg held að foreldrar unga fólksins mættu líta sér nær, mér sýnist það ekki síður sletta úr klauf- unum en unga fólkið,” segir Elli Bergur og það eru orða sönnu. Eiginkonuna, Guðrúnu Agústs- Bergur Elías og Guðrún með börnum sínum og mökum þeirra á 85 ára afmæli Bergs. dóttur, náði Elli Bergur í ferð í Flóanum þegar hann var tví- tugur. „Þetta var besta ferð sem ég hef farið í,” segir hann og hlær eins og honum einum er lagið. Þorsteinn Gunnarsson Aætlun Herjólfs um jól og áramót Frá Eyjum Frá Þorl.höfn Aðfangadagur......08:15 11:00 Jóladagur.........Engin ferð 2. jóladagur......13:00 16:00 Gamlársdagur......08:15 11:00 Nýársdagur........Engin ferð Athuaið breytta tímatöflu Að öðru leyti gildir vetraráætlun Herjólfs ATH.: Seinni ferðin á föstudögum fellur niður í janúar oq febrúar 1999 Sendum viðskiptavinum okkar bestu óskir um blessunarríka jólahátíð og farsæld með nýju ári. Þökkum ánægjulega samfylgd á árinu sem er að kveðja Ucrfól$ur h$. BRAUTIN Guðmundur Þ. B. Ólafsson (ábm.) Prentun: Eyrún ehf. Vestmannaeyjalistinn óskar bœjarbúum gleðilegra jóla, ogfarsœls komandi órs. Sendum Vestmannaeyingum öllum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœlt komandi óir (h Apctek VesfíTisnnsEyja Sendum öllum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökk fyrir samstarfið BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA HITAVEITA - RAFVEITA - VATNSVEITA - SORPBRENNSLA

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.