Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 5

Brautin - 15.12.1998, Blaðsíða 5
BRAUTIN börnin fengum líka jólakerti, en þau urðum við að steypa sjálf, en þá vinnu töldum við ekki eftir. Okkur var gefin brædd tólg í skál, dálítið af rauðum lit og ljóagarn svonefnt í kveikinn. Aðferðin var þessi: festum spýtu fyrir ofan skálina með krókum fyrir kveikinn, og dýfðum síðan kertinu ofan í tólgina á víxl, uns þau höfðu fengið hæfilegan gildleika. A jólakveldið festum við svo þessi smákerti í röðum á spýtu. Það var dýrðleg sjón að horfa á 6-10 smákerti brenna með snarki á sömu fjölinni. Jólatré þekktust ekki og þess vegna var ekki leitast við að búa það til undir kertin, sem minnti á jólatré, svo sem síðar varð. Svo kom Þorláksmessan, en þann dag voru aðalátökin; bakað, soðið, saumað og prjón- að, því allt varð að vera fullgert á aðfangadaginn. Við strákarnir máttum þá vera úti, því að við þóttum fremur óþarfir inni við, vorum vísir til að krækja okkur í lummu eða hangikjötsbita. Við fórum því út og vorum úti á troðningunum í þorpinu. Götur ekki til, nema Strandvegurinn og þar var ekkert að sjá; enginn á sjó og enginn fiskur barst á land um þann árstíma. Við völd- um okkur því krossgötur, þar sem vænta mátti mannaferða. Ekki voru heldur ljósin í búðar- gluggum, þar þurfti ekkert að sýna, og Ijós var ekki venja að hafa í búðum. Dagsbirtan var þar látin ráða og ekki opnað fyrr en verkljóst var orðið og lokað, er skyggja tók. En nú var Þorláksmessa og margir karlar búnir að fá sér jólapelann. Þesir náungar voru sumir æði skrytn- ir; slíkir náungar hafa verið, eru og verða lengst af í öllum þorp- um. Já, og þarna sem við stönd- um á krossgötunum, sjáum við, hvar stór rumur skjögrar álengd- ar. hann er í síðum svörtum yfir- frakka, með spjald á bakinu. “Drengir, þetta skyldi þó aldrei vera hann Þóroddur gamli “sprengir”. EN í hverju er karl- inn?” Við á eftir karlinum. Hann þurfti að ganga smábrekku, til þess að komast hjá smávilpu, sem myndast hafði á veginum. Hann fellur í brattanum og renn- ur ofan í tjörnina. „Við skulum hjálpa karlinum.” En við gátum ekki hreyft manntröllið, hvernig sem við toguðum og streittumst við. Við náðum í hjálp og var þá Þóroddur fluttur til bæja, en á spjaldinu, sem hann bar á bak- inu, var það letrað: “Hver sem þetta les, greiði mér væna munntóbaks-tuggu.” Svo endaði þetta ævintýri. Aðfangadagurinn Nú er hann upprunninn þessi dýrðlegi dagur, dagurinn sem svo lengi var hlakkað til að kæmi. Við krakkarnir vökn- uðum óvenju snemma og hefj- um samræður, óþarflega háar og til ama fyrir það heimilisfólkið sem vildi njóta blundsins, af því að það lagðist í hvílu óvenju þreytt og lúið eftir dagsins strit. Þessi árverkni okkar, fram úr hófi, einmitt þennan dag, minnir mig á karlinn, sem boðinn var í brúðkaupsveislu og hlakkaði ákaft til þess að fá að borða hrokafylli sína. Hann vaknaði fyrir allar aldir og bylti sér á alla lund í rúminu, altekinn af óviðráðanlegri matarlöngun. Hann reis upp á olnbogann og leit út um gluggann til þess að gæta að, hvort hann sæi hvergi glóra fyrir degi. En hann sá hvergi nokkra skímu, og lagðist því næst andvarpaði niður og mælti: “Það er löng blessuð nótt, skyldi aldrei ætla að koma dagur?” Kerling hans, sem vaknaði við bröltið og andvörp- in í karlinum, svaraði: “Það gefur guð að einhverntíma kemur dagur.” Þetta var karl- inum lítil huggun, svo að hann spyr kellu sína stuttlega: “Hefir þú fengið skrif fyrir því?” En svo rann upp þessi langþráði veisludagur fyrir karlinn, og þannig rann einnig upp fyrir okkur, hin bráðlátu böm, þessi dýrðlegi dagur, aðfangadagur jóla. Þegar fór að líða á daginn, var byrjað á því að þvo og klæða börnin, búa þau, því að nú átti að fara í kirkju, hlusta á aftan- sönginn. Við fylgdumst með eldra fólkinu til kirkju, því að þangað fóm allir, sem gátu horf- ið að heiman. Og svo stóðum við við hið gullna hlið, dyr kirkjunnar. þar skildu leiðir okkar og eldra fólksins. Engill gleðinnar tók okkur sér við hönd, en engill alvörunnar eldra fólkið og leiddi það til sætis. En sú dýrð! sú ljósadýrð! En hvað allt var þarna eins og það átti að vera. Og kirkjugestirnir! allir í sínu besta skarti. Það sást reynd- ar ekki hið marglita fiðrilda- skraut, sem fegra og skreytir nútíma-meyjamar, en skrautlegt var unga fólkið þó í okkar augum; við þekktum ekki skrautlegri klæðnað en þau hátíðaklæði, sem þá voru notuð. Þó beindist forvitni okkar á þessu sviði aðallega til barn- anna. Vom þau betur búinn en við, eða voru þau öll í nýjum Oíkum eins og við? Þetta voru, ef til vill, ekki alvarlegar hugleiðingar á þessum helga degi, en það voru saklausar, bamslegar hugsanir, óaðskiljan- legar hinni barnslegu jólagleði. Nú voru allir komnir í sæti, en áður en tekið var til, gekk skar- bítur kirkjunnar fram með smásstiga og ljósaskæri. Hann fór að laga kertin, klippa skörin á kertunum í ljósahjálmunum, þessum veglegu forngripum kirkjunnar. Svo varð kyrrð í kirkjunni og því næst hófst söngurinn, einraddaður, en að sama skapi kröftugur. Nú átti ekki við, að leifa af, heldur taka á því sem til var. Það var mikill söngur, ánægjulegur í okkar eyrum og svo sterkur, að okkur fannst kirkjan, þetta 100 ára gamla steinhús, skjálfa af ofurþunga tónanna. Þá var ekkert hljóðfæri í kirkjunni. Það kom þó von bráðar. J. P. T. Bryde gaf fyrsta hljóðfærið, lítið harmoníum, og Sigfús Arnason frá Vilborgarstöðum varð fyrsti orgelleikurinn. Að messunni lokinni fór hver heim til sín, ánægður og hress eftir þessa ánægjusömu stund í kirkjunni. Þegar heim var komið, var hinn hnausþykki rúsínugrautur með kanel út á snæddur og síðar um kvöldið drukkið kaffi með lummum og öðru góðgæti. Eg verð að minnast á þá venju, sem við börnin gættum vel, þegar úr kirkju var komið, en hún var sú, að við gengum til föðurömmu okkar. Hún hét Anna og var fædd í Vogsósum 1804, dóttir prestsins þar, síra Jóns. Hún var komin yfir sjö- tugt, þegar ég man fyrst eftir henni, og dó hún hjá foreldrum mínum 75 ára, 1879. Við elstu bræðurnir tveir settumst við hlið hennar og sögðum henni það, sem við mundum úr ræðu prestsins. Hún var okkur allt, þessi góða amma okkar. Hún sagði okkur sögur, kenndi okkur sálma og bænir. Hún tók ávallt á móti okkur hvernig sem ástatt var fyrir okkur bæði í sorg og gleði. Barnabrekin okkar lögðum við í hennar skaut; hún hafði lag á því að lægja rótið í sálum okkar, hugga okkur og leiðbeina til hins betra. Við fórum ávallt betri börn frá henni en þegar við komum til hennar, því að hún var sú amma, sem allt kunni að fyrirgefa. Svo lagðist hún veik. Eg kom oft að rúmstokknum hennar, og mér fannst hún eiga svo bágt með að tala við mig. Eitt sinn, er ég kom inn og ætlaði til hennar, kallaði móðir mín til mín, tók mig afsíðis og setti mig á sér og sagði mér lágt: “Hún amma þín er dáin.” “Dáin” “Já, hún er farin til guðs.” Þá skildi ég hvernig komið var. Eg gekk frá móður minni. Mér finnst litla húsið okkar, sem mér annars sýndist svo stórt, vera of þröngt. Eg gekk út og lagðist á bala vestan við húsið. Þar grét ég mig þreyttan. Það er gott að geta grátið, grátið bamslegum hreinum tárum, þegar hjartanu blæðir. Annars var aðfangadags- kvöldið kyrrlátt, enginn hávaði eða skarkali og engin heimboð. Þó máttum við börnin hafa með höndum spilin okkar, sem oftast voru ný, og sumir þeir eldri voru þá einnig orðnir góðglaðir, ken- ndir eða jafnvel betur þó. Ljós var látið loga alla nóttina og beðið með eftirvæntingu næsta dags. Jóladagurinn Drykkjuskapur var ekki lítill á jólunum. Það þótti og nautn. Þegar búið var að punta börnin og ljúka öðrum morgunstörfum, var forði sá borinn fram, sem skammta átti til jólanna. Var það ekkert smáræði á stórum heim- ilum. Húsfreyjan stóð auðvitað fyrir skömmtuninni, en vinnu- stúlkurnar báru að og frá henni vistimar eftir þörfum. var þetta ekki lítið starf eða vandalaust, því að þar þurfti meðal annars að gæta slíkrar nákvæmni, svo enginn gæti annan öfundað af því að gert væri upp á milli neytendanna. A diskana var látið það, sem komst af hangi- kjöti, feitu og mögru, ennfremur fylgdi þar með viðbit, smjör og flot, auk þess mikið af flat- kökum og rúgbrauði. Hveiti- brauð eða flatkökur úr því efni þekktist ekki, því að þá þekktist ekki enn hveitibrauðstegund sú (matarhveiti), sem síðar var inn- flutt í ríkum mæli, og kallað var “overhead”, en í munni almenn- ings hafði oft breyst í “óveður- shefti”. Þessi ríflegi matar- skammtur átti að endast heim- ilisfólkinu jóladagana eða jafn- vel lengur, svo að þeir sem spar- neytnastir voru, áttu munnbita af skammtinum á þrettándanum. Af þessum skammti var ætlast til að hjúin veittu þeim gestum sínum, sem þau buðu heim á jólunum, en kaffi og með því var veitt gestum og heimilisfólki þar fyrir utan. Það þótti sjálf- sagt. Ekki var okkur krökkunum skammtað, því að það var yfirhöfuð venja hjá foreldrum mínum, að við, á hátíðum að minnsta kosti, neyttum máltíða við sameiginlegt borð með þeim. Auk stóra skammtsins, sem fyrr getur, var á jólum daglega veitt ein heit máltíð, venjulegast ný kjötsúpa, því að oftast var slátrað fyrir jólin jólarollu svo nefndri. Annars var utan hátíða venja að hafa þrímælt til matar daglega: Kl. 10 var soðin fiskur, nýr eða saltaður, með jarðeplum eða brauði, ef jarðepli þrutu, kl. 2 kaldur matur, harðfiskur, söl og súr hvalur, ef til var, eða súrir sundmagar og brauð, og kl. 7 heitur matur á sunnudögum, einn dag í viku grautur og fimm daga vikunnar fuglasúpa. Kjötsúpa var ávallt vel þegin; minna var okkur um grautinn, en minnst var okkur um fuglasúpuna. Hún var í okkar munni svipuð því sem kjötsúpan skólapiltunum á Bessastöðum, 5 sem þeir nefndu “spört”, því að þeim þótti hún óneitanlega minna á harðrétti ungra manna í hinni fornu höfuðborg Sparta á Pelóponnesos. Skemmtanir voru fábreyttar á þeim tímum. Aðalskemmtunin var að spila á spil og þá var helst spilað: Vist, svarti Pétur, dómaraspil og púkk. Dansleikir voru aldrei haldnir, og bar tvennt til þess, það fyrst, að hér var ekkert samkomuhús og fáir sem kunnu þá list að dansa. Voru það helst verslunarstjórar og þjónar þeirra, þeir er dvalið höfðu erlendis, sem þá list kunnu. Aftur á móti var ávallt dansað í hinum stærri brúðkaupsveislum, og þá döns- uðu þessir fáu herrar fyrir fólk- ið, bæði boðsgestina og fólk, sem kom að veisluhúsinu til að horfa á, þegar dansinn byrjaði. Var það álitið sjálfsagt að leyfa þessu fólki að horfa á þessa dásamlegu list. Og stúlkurnar, sem kunnu að dansa, þær fengu óspart að hreyfa ganglimina og þurftu aldrei að kvarta yfir því við slík tækifæri eða bera kvíðboga fyrir því, að þær mundu verða að „sitja yfir“. En svo breyttist þetta einnig, og ekki urðr eyjarbúar síðar eftir- bátar annarra landsmanna í því að spretta úr spori á dansvell- inum. Heimboðin voru tíð á jólunum og oftast “vakað út” yfir spilunum. Oneitanlega þótti okkur, drengjunum eldri, mikil tilbreyting í því að vera boðnir á önnur heimili. að var sérstaklega eitt heimili, þar sem við ávallt áttum víst heimboð. Bær sá hét Þorlaugargerði, og var “fyrir ofan hraun”. Þar var kunningi okkar, sem Jakob hét, og köll- uðum við hann ávallt vin. Að boðinu loknu fylgdi Kobbi okkur heim og átti hann að vera hjá okkur næstu nótt. Hann kunni mikið af Alfa- og drauga- sögum og lét okkur þær óspart í té. Áhrifamest fannst okkur frásögn Kobba um drauginn í Leggjagrjótunum. Það var stór, mórauður hundur, sem dró á eftir sér húðina. Um þessi Leggjagrjót lá leið okkar, er Kobbi fylgdi okkur heim um nóttina. Héldum við niðri í okkur andanum meðan við fórum yfir þetta draugabæli. Spurðum við Kobba um það, hvort hann hefði ekki séð draug- inn á hinum mörgt ferðum sínum um þetta hættusvæði. Nei, hann hafði að vísu aldrei séð hann sjálfur, en hann þekkti menn, sem höfðu séð hann og jafnvel fundið, því að Móri hafði það stundum til að skjótast um veginn milli fótanna á veg- farendum. En fyrst svo var, þá var svo sem ekki að efa sannleiksgildi sögunnar. Jóladrykkja Sá dagur og þeir næstu voru í sannleika dagar gleði og svo sem sjálfsagt fyrir hina eldri að fá sér þá ærlega í staupinu. Þeir voru sumir drykkfelldir vinnu- mennirnir heima. Man ég sérstaklega eftir einum, sem Fúsi var nefndur. Af honum rann aldrei um jólin, en það sem okkur þótti verra, var það, að hann virtist hafa alveg sérstaka nautn af því að stríða föður mínum. Faðir minn var maður geðspakur, hann þekkti lund Fúsa og sinnti þessu lítið, en auðsjáanlega leiddist honum þessi áreitni Fúsa. Á heimilinu var samtímis Fúsa annar vinnu- Framhald á næstu síðu

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.