Fréttablaðið - 18.10.2016, Side 1

Fréttablaðið - 18.10.2016, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 4 6 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á ALLT FYRIR HREKKJAVÖKUNA Fréttablaðið í dag skoðun Brynhildur Pétursdóttir segir foreldrum mismunað. 13 sport Mætingin á niðurleið í Pepsideildinni í knattspyrnu. 14 Menning Málþing um orðsins list á morgun. 20 plús 1 sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 lÍFið Fyrsta kvik- mynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar Hjartasteinn vann til þrennra verðlauna á kvikmyndahá- tíðinni í Varsjá um helgina. 24 Maður lést eftir árekstur tveggja bíla nærri Rósaselstorgi skammt frá Leifsstöð í gær. Er verið var að flytja manninn á sjúkrahús í Reykjavík lenti lögreglumaður, sem fylgdi sjúkrabílnum á vél- hjóli, í árekstri við fólksbíl sem beygði fyrir hann hjá Áslandshverfi í Hafnafirði. Lögreglumaðurinn og ökumaður fólksbílsins eru mikið slasaðir en ekki taldir í lífshættu. Fréttablaðið/Friðrik Þór FlóttaMenn Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringum- stæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifs- stöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað ein- sömul og stefnum á að halda nám- skeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barna- verndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlend- ingalögin, sem taka gildi um ára- mótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirum- sjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“ – jóe Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. Auglýst er eftir fósturfjölskyldum. Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu saMFélag „Við erum að sjá mjög mörg tilvik um að vændi sé gert út frá leiguíbúðum, til dæmis á vegum Airbnb, hér á landi,“ segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglu- maður. Leigusali sem á íbúð þar sem upp- skátt varð um vændi segir að tvær konur hefðu tekið íbúðina á leigu og auglýst sig á vændiskaupasíðu á net- inu og vændið farið fram í íbúðinni. Ekki hafi verið  hægt að kalla lög- regluna á vettvang. Einfaldast hafi verið að láta leigutímann renna út og vera á varðbergi gagnvart leigu- tökum framvegis. – þh / sjá síðu 2 Vændi í skammtímaleiguíbúðum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.