Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.10.2016, Blaðsíða 14
dýrasta lið NBa-söguNNar Eftir að NBa-meistararnir í Cleveland Cavaliers gengu frá nýjum fjögurra ára samningi við J.r. smith um helgina er ljóst að byrjunarlið félagsins er það dýrasta í sögu NBa-deildarinnar. leikmennirnir fimm sem munu, ef allt er eðlilegt, skipa byrjunar- lið meistaranna fá samtals 100 milljónir dollara í tekjur þetta tímabilið. Þetta eru þeir leBron James, Kyrie irving, Kevin love, tristan thomp- son og smith. launaþakið í NBa-deildinni er 94 milljónir dollara þetta tímabilið en það er fyrir allan leikmanna- hópinn. öllum liðum er heimilt að fara yfir launaþakið en greiða fyrir það svokallaðan lúxusskatt. Enn er óljóst hvað eigendur Cavaliers munu greiða í laun og lúxusskatt þetta tímabilið en lík- legt er að það verði ekki undir 160 milljónum dollara. dan gilbert, sem keypti félagið fyrir áratug, hefur ávallt sagt að hann ætli að gera allt sem hann geti til að færa borginni meistara- titil og það gerði hann á síðustu leiktíð, er hann borgaði samtals 54 milljónir dollara í lúxusskatt. til samanburðar má nefna að byrjunarliðið hjá Cleveland kostar meira en allur leikmannahópur átján liða í NBa-deildinni. Í dag 18.15 Meistaramessan Sport 18.40 Leverkusen - Tottenh. Sport 2 18.40 Lyon - Juventus Sport 3 18.40 Leicester - FCK Sport 4 18.40 Real Madrid - Legia Sport 5 20.45 Meistaramörkin Sport glódís og sara mætast íslensku landsliðskonurnar glódís Perla Viggósdóttir og sara Björk gunnarsdóttir mætast í 16 liða úrslitum meistaradeildar Evrópu í fótbolta, en dregið var í höfuð- stöðvum uEFa í Nyon í gær. Wolfsburg, lið söru Bjarkar, er eitt það besta í Evrópu en það tapaði úrslitaleiknum í maí fyrr á þessu ári. Eskilstuna, sem glódís leikur með, hafnaði í öðru sæti á eftir rosengård í svíþjóð á síðustu leik- tíð en sara spilaði þá með sænska liðinu. svíþjóðarmeistarar rosengård, sem slógu Breiðablik úr keppni í 32 liða úrslitum, mæta slavia Prag frá tékklandi. leikirnir fara fram 9.-17. nóvem- ber. Drátturinn í 16 liða úrslitum: Paris saint- germain - BiiK Kazygurt Barcelona - twente slavia Prag - rosengård manc- hester City - Bröndby Brescia - Fortuna Hjörring lyon - Zürich Eskilstuna - Wolfs- burg rossijanka - Bayern münchen 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r14 s p o r t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð Markaþurrð í uppgjöri gömlu stórveldanna á Anfield í gær Það var hart barist á Anfield í gær og kom það nokkuð niður á gæðum leiksins sem var ekki sérstaklega skemmtilegur. Marouane Fellaini og Sadio Mane bítast hér um boltann. Snilldartilþrif David de Gea í marki Man. Utd. stóðu upp úr i leiknum. FRéTTabLaðið/geTTy sport FótboLtI Fréttablaðið er búið að reikna út áhorfendafjöldann í Pepsí- deild karla í sumar út frá opinberum tölum á leikskýrslum á vef Knatt- spyrnusambands íslands en í heild- ina mættu 127.740 áhorfendur á leik- ina 132. Þetta er fækkun um 18.758 frá því á síðasta sumri en að meðal- tali mættu 968 áhorfendur á hvern leik í Pepsídeild karla í sumar. Þetta er í annað sinn á síðustu fjórtán árum og í annað sinn í tólf liða deild sem áhorfendur eru færri en 1.000 að meðaltali á leik. mætingin á leiki í Pepsídeild karla hefur farið jafnt og þétt minnkandi undanfarin ár eins og sést. Frá stofnun tólf liða deildar árið 2008 hefur mætingin minnkað næst- um því ár frá ári fyrir utan til dæmis á síðustu leiktíð þegar aukningin var gífurleg. sumarið 2014 mættu aðeins 923 að meðaltali á hvern leik sem er versta mæting í tólf liða deild og versta mæting í heildina frá árinu 2000 þegar 899 mættu að meðaltali á hvern leik í tíu liða deild. mætingin var mjög góð í fyrra en alls mættu 1.107 að meðtali á hvern leik. Hrunið var mikið í sumar eins og fram hefur komið. Bæði árið 2014 og aftur í ár var stórmót að trufla deildina en truflunin hefur aldrei verið jafnmikil og núna þegar hlé þurfti að gera á Pepsídeildinni vegna þátttöku íslands. Versló-þynnka, ekki eM-þynnka mikið var rætt og ritað í sumar um að Evrópumótið hafði slæm áhrif á deildina en íslandsmótið dofnaði allsvakalega þegar strákarnir okkar voru að heilla heiminn í Frakk- landi. talað var um Em-þynnku en mætingin var samt ekkert svo slæm strax eftir Evrópumótið ef litið er á mætingu á leikina eftir verslunar- mannahelgina. Hún var langverst á meðan ísland var að spila. Fréttablaðið skipti mætingunni í sumar upp í fjóra flokka; Fyrir Em, á meðan á Em stóð, eftir Em og fram Mætingin á niðurleið Í annað sinn á þrettán árum var meðalmæting á leiki í Pepsídeildinni undir 1.000. Mikið fall á meðan á EM stóð. Mætingin minnkaði að verslunarmannahelgi og eftir verslunarmannahelgina. sé þetta sett upp svona sést að áhuginn var mikill á deildinni og fór hún af stað með látum. alls mættu 1.235 á leik- ina 42 sem voru spilaðir fyrir Em. Fallið var gríðarlegt ef litið er á leikina tólf sem spilaðir voru á meðan á Em stóð en aðeins mættu 516 að meðaltali á þá leiki. Em- þynnkan var svo ekkert sérstaklega mikil en deildin náði sér ágætlega í gang því 919 mættu að meðaltali á leikina 18 sem voru spilaðir eftir Em og fram að verslunarmannahelgi. Það var eftir verslunarmanna- helgina sem mótið dofnaði hvað mest. Fótboltaáhugamenn virtust ekki ná sér eftir hana og mættu aðeins 886 að meðaltali á leikina 60 sem voru spilaðir það sem eftir var af mótinu þrátt fyrir að gríðarleg spenna væri bæði um Evrópusæti og í fallbaráttunni en allt þetta réðst í lokaumferðinni. Árbæingar traustir íslandsmeistarar FH voru með bestu mætinguna í sumar en alls mætti 1.541 að meðaltali á hvern leik hjá Hafnarfjarðarliðinu sem varð meistari annað árið í röð og í átt- unda sinn á síðustu þrettán árum. Kr var í öðru sæti með 1.163 áhorf- endur að meðaltali á leik en næst komu stjarnan og Breiðablik. Þrátt fyrir að vera í fallbaráttu frá fyrstu umferð til þeirrar síðustu og falla á endanum í fyrsta sinn eftir 16 ára samfellda veru í efstu deild voru stuðningsmenn Fylkis traustir sínum mönnum og var Fylkir eitt af fimm liðum með yfir 1.000 áhorf- endur að meðaltali í leik. Eyjamenn (651) og ólafsvíkingar (501) draga meðaltalið mikið niður en neðsta reykjavíkurliðið var Þróttur þar sem 740 manns mættu að meðaltali á leikina ellefu á Þrótt- arvelli. skaginn var efstur lands- byggðarliðanna með 820 áhorfend- ur að meðaltali á leik. tomas@365.is 1250 1100 1200 1050 1150 1000 950 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 ✿ Aðsókn í 12 liða deild frá upphafi ✿ Áhorfendafjöldi í pepsídeild karla 2016 l Meðalfjöldi áhorfenda á leik l Fjöldi leikja ✿ Fjöldi áhorfenda eftir liðum 1 FH 1541 2 KR 1163 3 Stjarnan 1115 4 Breiðablik 1112 5 Fylkir 1098 6 Fjölnir 968 7 Víkingur R 967 8 Valur 938 9 ÍA 820 10 Þróttur 740 11 ÍBV 651 12 Víkingur Ó 501 Fyrir eM eM eftir eM Ágúst og sept. 1235 42 516 12 919 18 886 60 Liverpool - Man. Utd 0-0 efri Man. City 19 Arsenal 19 Tottenham 18 Liverpool 17 Chelsea 16 Neðri Hull City 7 Middlesbr. 6 Stoke 6 Swansea 4 Sunderland 2 enska úrvalsdeildin í fótbolta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.