Fréttablaðið - 18.10.2016, Side 24

Fréttablaðið - 18.10.2016, Side 24
H E I L S U R Ú M Haust tilboð KING KOIL SUMMER GLOW QUEEN SIZE AMERÍSKT HEILSURÚM 40% afsláttur Fullt verð 278.710 kr. TILBOÐSVERÐ 167.226 kr. A R G H !!! 1 11 01 6 „Við reynum að láta raddirnar koma úr öllum áttum þannig að dagskráin verði fjölbreytt. Þar er grasrótin og þar eru gestsaugun, starfandi rithöfundar, fræði- menn  og fjölmiðlafólk.“ Þann- ig lýsir  Lára Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Reykjavík Bókmenntaborg, væntanlegu málþingi um gildi orðlistar í samfélaginu sem haldið verður í Tjarnarsal Ráðhússins á morgun frá klukkan 13 til 16. Meðal frummælenda verður Eliza Reid forsetafrú. „Við erum upp með okkur yfir því að forseta- frúin skuli heiðra okkur með þátt- töku,“ segir Lára og lýsir því að Eliza sé annar tveggja stofnenda verkefnisins Iceland Writers Ret- reat. Það skipuleggur menningar- ferðir til Íslands í apríl ár hvert, þar sem  ferðamennirnir setjast á skólabekk hjá þekktum rithöf- undum hér, ferðast um landið, fræðast um íslenska menningu og hitta rithöfund í Bókmenntaborg- inni. „Í fyrra komu 110 manns frá yfir 20 löndum og öllum málsvæð- um og Eliza mun segja frá þessu frábæra verkefni sem er á fárra vitorði,“ segir Lára og snýr sér að öðrum dagskrárliðum.  „Brynhildur Þórarinsdóttir dós- ent ætlar að velta fyrir sér útkomu lestrarkannana meðal unglinga og í stað þess að setja upp neikvæðu gleraugun ætlar hún að beina sjónum sínum að  þeim sem að lesa mikið. Hildur Knútsdóttir rithöfund- ur verður með hugleiðingar um orð og orðaforða og Valgerður Þóroddsdóttir, skáld og útgefandi flytur erindi sem hún nefnir Eng- inn er eyland. Eftir pallborðsumræður þar sem Brynhildur Þórarins, Hall- grímur Helgason, Jórunn Sigurð- ardóttir og Magnús Guðmunds- son og Stefán Pálsson ræða málin undir stjórn Kristínar Helgu Gunnarsdóttur stígur Ragnhildur Hólmgeirsdóttir í pontu með játn- ingar lestrarfíkils.“ Lára tekur fram að allir séu vel- komnir á þingið og þar sé ekkert þátttökugjald. „Við hlökkum til að sjá sem flesta í Tjarnarsalnum og  hvetjum fólk til að taka þátt í pallborðinu með okkur með spurningum úr sal.“ Raddir úr öllum áttum  Í tilefni af fimm ára afmæli sínu efnir Reykjavík Bókmennta- borg til málþings um gildi orðlistar í samfélaginu. Þingið er í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun og haldið  í sam- vinnu við Rithöfundasamband Íslands. Allir eru velkomnir. „Við hvetjum fólk til að taka þátt í pallborðinu með okkur og koma með spurningar úr sal,“ segir Lára. FréttabLaðið/GVa Skemmtikraftarnir Kött Grá Pje og Ásta Fanney Sigurðardóttir ætla að koma gestum á óvart. Mynd/roMan GeraSyMenKo Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Við eRum upp með okkuR yfiR ÞVÍ Að foRseTAfRúin skuli heiðRA okkuR með ÞáTTTöku. 1 8 . o k t ó b e r 2 0 1 6 Þ r I Ð J U D A G U r20 M e n n I n G ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tónLIst sinfóníutónleikar ★★★★ Verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Magnus Lindberg og beethoven. Stjórnandi: Daníel Bjarnason. Ein- leikari: Jack Liebeck. eldborg í Hörpu fimmtudaginn 13. október Kona sem ég hitti í hléinu á Sinfóníu- tónleikum á fimmtudagskvöldið sagði mér að henni hefði fundist hún vera komin út í geim í fyrsta verkinu á efnisskránni. Um var að ræða Flow and Fusion eftir Þuríði Jónsdóttur. Hún hefur vakið athygli hvað eftir annað fyrir kjarnyrta tónlist. Verk hennar eru þó ekki auðveld áheyrnar; stemningin í þeim er yfirleitt framandi og ann- arsheimsleg. En handbragðið vekur aðdáun. Innra samhengið í músík- inni er einstaklega ánægjulegt að upplifa, hlutföllin þar eru ávallt sannfærandi. Tónhugmyndirnar eru settar fram af dirfsku og úrvinnsla þeirra er rökrétt, en þó oft óvænt. Hið síðastnefnda verður einmitt sagt um verkið nú. Það byggðist að miklu leyti á hljómum ofarlega á tónsviðinu. Áferðin var skær, en á sama tíma dularfull. Framvindan var hægferðug, en þó var hvergi dauður punktur í tónmálinu. Dulúðinni óx sífellt ásmegin og náði hámarki sínu þegar djúpir tónar urðu áber- andi undir lokin, án þess þó að háu tónarnir gæfu nokkuð eftir. Það var sterkt augnablik. Annað nýlegt verk var flutt fyrir hlé, Fiðlukonsert nr. 1 eftir Magnus Lindberg. Tónlistin var viðamikil og margþætt, þar sem alls konar tilfinn- ingar komu við sögu. Samt byggðist músíkin í rauninni á mjög einfaldri tónaröð. Hún var límið sem batt allt saman. Það virkaði, en ekki sakaði að einleikarinn, Jack Liebeck var frábær. Fiðluleikur hans var ákaflega lifandi, túlkunin var skemmtilega óheft og grípandi. Hröðustu tónahlaup voru fullkomlega af hendi leyst, lag- línurnar fallega blátt áfram. Hljóm- sveitin spilaði líka af vandvirkni undir öruggri stjórn Daníels Bjarna- sonar. Mismunandi hljóðfærahópar voru með allt sitt á hreinu. Samleikur sveitarinnar og einleikarans var snyrtilegur og pottþéttur. Eftir hlé var flutt þriðja sinfónía Beethovens. Hún gengur undir nafn- inu Eroica, eða Hetjuhljómkviðan á íslensku, upphaflega tileinkuð Napo- leon Bonaparte. Ákafar vonir voru bundnar við Napoleon, en hann varð á endanum alveg jafn spilltur og þeir sem hann steypti af stóli. Beethoven varð fyrir gríðarlegum vonbrigðum þegar hann krýndi sig keisara, þvert á gefin loforð. Hann strikaði þá yfir tileinkun sinfóníunn- ar og skrifaði í staðinn á titilsíðuna: „Hetjuhljómkviða, samin í minningu mikilmennis.“ Hetjuleg er hún. Verkið var bylt- ingarkennt, það var mun stærra og voldugra en nokkuð annað sam- bærilegt sem þá þekktist. Stefin eru ógleymanleg. Atburðarásin – hvernig melódíurnar þróast og nýjar taka við, stundum algerlega óvænt, og hvernig þráðurinn helst samt sem áður óslit- inn í 50 mínútur – allt er þetta inn- blásin snilld. Daníel hélt prýðilega um stjórnar- taumana, túlkun hans var flæðandi og eðlileg. Hún var þrungin sprengi- krafti en þó tignarleg og stórbrotin. Leikur hljómsveitarinnar var mark- viss og glæsilegur. Hægi kaflinn, jarðarfararmarsinn, var grípandi í einfaldleika sínum. Hröðu kaflarnir voru jafnframt svo lifandi og ferskir að það var eins og maður væri að heyra tónlistina í fyrsta sinn. Jónas Sen nIÐUrstAÐA: Flottar nýlegar tón- smíðar og Eroica Beethovens var dásamleg. Beethoven hljómaði nýr daníel hélt prýðilega um stjórnartaumana, segir í dómnum. FréttabLaðið/anton brinK menning

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.