Fréttablaðið - 28.11.2015, Side 4

Fréttablaðið - 28.11.2015, Side 4
Tölur vikunnar 23.11.2015 Til 29.11.2015 108 skemmtiferðaskip komu til hafnar í Reykjavík í sumar. 186 laxar sem veiddust sem meðafli á makrílveiðum við Ísland reyndust fæstir vera íslenskir. 30% af húsnæði í miðborginni má nýta til veit- ingareksturs. 3.000 listaverk í geymslum Listasafns Reykja- víkur væru í hættu í stóru sjávarflóði í Reykjavík. 6,25 milljónir farþega fara um keflavíkur- flugvöll árið 2016, er spá isavia. 210 milljarðar er eign Björgólfs Thors Björgólfs- sonar eftir yfirtöku lyfjarisans Pfizer á frumlyfjahluta Allergan. 370 milljóna aukafjárveit- ing fer til þjóðkirkj- unnar, er niðurstaða fjárveitingavaldsins. 754.000 ferkílómetra hafsvæði, hafsbotninn það er að segja, verður kortlagður á næstu árum. Salmann Tamini, trúarleiðtogi múslíma á Íslandi, sagði stjórnmála- menn þurfa að gæta að sér í opinberri umræðu. Sundrung og æsingatal ýtti undir ódæðisverk. Honum finnst fárán- legt þegar hlustað er á fólk sem veit ekkert um íslam en talar um trúna eins og það sé sérfræðingar. Salmann sakaði lögreglu um að hafa ekkert aðhafst í rannsókn á morðhótun gegn honum. Þrír í fréttum Æsingatal og tjáningarfrelsi Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráð- herra, sagði í ræðu á Jafn- réttisþingi að hatursorðræða græfi undan lýð- ræð- inu. Ráðherrann sagði nauðsynlegt að ræða hvenær gæti talist nauðsynlegt að takmarka tjáningarfrelsið og hvernig koma mætti böndum á hatursorðræðu á netinu þar sem gerendur ættu auðvelt með að komast hjá lögum og reglum. karl Steinar valsson, sem hefur verið tengiliður hjá Europol í eitt og hálft ár, sagði að brjóta yrði múra innan lögreglunnar ef brjóta ætti glæpastarfsemi á bak aftur. Hann sagði glæpahópa starfa eftir „flatara“ skipulagi í stað hins hefðbundna valdapýramída. Karl Steinar hjálpar til við að kort- leggja skipulögð glæpasamtök og hryðjuverkahópa. Tyrkland Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti vill mæta Vladimír Pútín Rússlandsforseta og ræða við hann augliti til auglitis í París í næstu viku á sama tíma og loftslagsráð- stefna Sameinuðu þjóðanna hefst. Pútín hefur krafist þess að Tyrkir biðjist afsökunar á því að hafa grandað herþotu sem flaug inn í Tyrkneska lofthelgi á þriðjudaginn. Hann muni ekki ræða við Erdogan fyrr en afsökunarbeiðni hafi borist. Þá hefur Erdogan harðneitað að biðjast afsökunar. „Ef það er einhver sem þarf að biðjast afsökunar þá erum það ekki við,“ sagði Erdogan í ávarpi á fimmtudaginn. „Þeir sem vanhelguðu lofthelgi okkar eru þeir sem þurfa að biðjast afsökunar. Flug- menn okkar og her voru einfaldlega að sinna skyldu sinni,“ sagði hann. Þá hefur Erdogan sagt að honum þyki það miður að samskipti ríkjanna hafi versnað en ekki er útlit fyrir þíðu í samskiptum ríkjanna tveggja á næstunni. Rússar hafa boðað umfangsmiklar þvingunarað- gerðir gagnvart Tyrklandi. Aðgerðir gegn Tyrkjum kynnu að hafa afdrifaríkar afleiðingar en Rússland er mikilvægasti viðskipta- félagi Tyrklands á eftir Þýskalandi. Um 3,5 milljónir Rússa sækja Tyrk- land heim árlega og ferðaþjónustan í Tyrklandi leggur um 13 þúsund milljarða króna til landsframleiðslu Tyrklands, enn fremur starfa um 2,1 milljón manns við ferðaþjónustuna í Tyrklandi. Um 60 prósent af öllu jarðgasi og 30 prósent af allri olíu sem Tyrkir kaupa koma frá Rússlandi og árið 2014 voru tekjur af útflutningi til Rússland er með framtíð efnahags Tyrklands í hendi sér Samskipti Rússlands og Tyrklands fara enn kólnandi. Mögulegar efnahagsþvinganir Rússa gætu haft gífur- legar afleiðingar fyrir Tyrkland. Tyrklandsforseti vill hitta Rússlandsforseta á loftslagsráðstefnunni í París. Tómataframleiðsla er mikil í Tyrklandi en hugsanlegar efnahagsaðgerðir Rússa gætu haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir þá framleiðslu. NoRdicphoTos/AFp Hver tyrkneskur tómatur sem keyptur er á markaðnum er til að kosta enn annað loftskeyti sem verður nýtt til að skjóta á drengina okkar. Gennady Ónístsjenkó, fyrrverandi formaður rússneska matvælaeftirlitsins 360.000 tonn af tómötum eru flutt inn til Rússlands árlega. 60% af öllu jarð-gasi sem flutt er inn til Tyrklands eru frá Rússlandi. 400 milljarðar króna er fjár- festing Rússa í tyrkneskum kjarnorkuverum. 30% af allri olíu sem flutt er inn til Tyrklands eru frá Rússlandi. 20% af öllu grænmeti sem flutt er til Rússlands eru frá Tyrklandi. 3,5 milljónir rússneskra ferðamanna koma til Tyrklands árlega. ✿ Efnahagsleg tengsl rússa og Tyrkja Rússlands sem nemur um 3.300 milljörðum króna. Nú þegar hefur landbúnaðarráð- herra Rússlands tilkynnt um að ríf- lega 15 prósent innfluttra matvæla frá Tyrklandi standist ekki heil brigðis- staðla í Rússlandi. Gennady Onish- chenko, fyrrverandi yfirmaður mat- vælaeftirlitsins í Rússlandi, lét hafa eftir sér í vikunni að hver tyrkneskur tómatur sem Rússar keyptu færi í að fjármagna næsta loftskeyti til að granda rússneskri þotu. En rúmlega 20 prósent af öllu grænmeti sem flutt er til Rússlands koma frá Tyrklandi. Þá tilkynnti Sergei Lavrov, utan- ríkisráðherra Rússlands, í gær að frjálsum fólksflutningum á milli ríkjanna yrði hætt þann 1. janúar næstkomandi og vegabréfsáritunar yrði krafist. stefanraf@frettabladid.is STjórnSýSla Lagt er til að ráðherra dómsmála skipi þriggja manna eftirlitsnefnd með störfum lögreglu sem hafi það verkefni að taka við erindum frá borgurunum, yfirfara þau og greina hvort um sé að ræða kæru um refsiverða háttsemi eða kvörtun er lúti að starfsaðferðum lögreglu. Nefnd sem innanríkisráðherra skipaði í ársbyrjun um meðferð kærumála gagnvart lögreglu skilaði skýrslu sinni í mánuðinum. Ólöfu Nordal líst vel á tillögurnar og að undirbúningur sé hafinn að því að hrinda þeim í framkvæmd. Mikil- vægt væri, að mati ráðherrans, að borgararnir hefðu vissu fyrir því að á þá væri hlustað. Í skýrslunni er leitast við að gera grein fyrir hvernig eftirliti með störf- um lögreglu er háttað hér á landi og fyrirkomulagi málsmeðferðar þegar borgararnir telja að lögregla hafi ekki fylgt vönduðum starfsháttum. – sa Ný vinnubrögð og eftirlit með lögreglu Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hugnast vel fram komnar hugmyndir um eftirlits- nefnd með störfum lögreglu. FRéTTAblAðið/ANToN bRiNk 2 8 . n ó v E m b E r 2 0 1 5 l a u G a r d a G u r4 f r é T T i r ∙ f r é T T a b l a ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.