Fréttablaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.11.2015, Blaðsíða 12
Þarf 236 lögregluþjóna og 1,1 milljarð í búnað Hækka þarf framlög til lög-reglu um alls 3,5 milljarða króna, umfram verðlagshækk- anir fjárlaga. Í ljósi þeirrar fækkunar sem orðið hefur í lögregluliðinu og í ljósi verkefna hennar þarf að fjölga lögreglumönnum um 236, bæta menntun þeirra og þjálfun og auka búnað lögreglunnar. Nefndin var sammála um eftir- farandi forgangsröðun: 1 Forgangsatriði eitt er að fjölga almennum lögreglumönnum sem annast útköll og almennt lög- reglueftirlit og bæta nauðsynlegan búnað og þjálfun því tengda. 2 Forgangsatriði tvö er að styrkja sérhæfðar deildir lögreglunnar á öllum sviðum. 3 Forgangsatriði þrjú er að bæta búnað lögreglu og þjálfun lögreglumanna. Gert er ráð fyrir að verja um 1,1 millj. kr. til þess á árunum 2014 til 2017. Heimild: Skýrsla innanríkisráð- herra til Alþingis um eflingu lög- reglunnar 13. mars 2013. Það kostar 2,2 milljarða á ári að fjölga í liði lögreglu samkvæmt lágmarksmati ríkislögreglustjóra. Fjárheimildir Lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu eru einum milljarði lægri en þær voru við stofnun embættisins í ársbyrjun 2007. Lækkunin er um 20 prósent, og á sama tíma hefur ársverkum fækkað um 17% – eða úr 437 í 363. Sinnum þessu ekki Eins og Fréttablaðið hefur fjallað um frá miðjum september kveður svo sterkt að manneklu innan lögreglunnar að einstakir lögreglumenn hafa stigið fram og lýst aðstæðum sem svo að útilokað sé að sinna öllum þeim verkefnum sem þurfa úrlausnar – daglegt annríki valdi því að útilokað sé að sinna nauðsyn- legri frumkvæðisvinnu. Í því samhengi virðist lögreglustjórinn í Reykjavík vera að lýsa því yfir að stöðugt þurfi að taka ákvarðanir um hvaða verkefnum verður ekki sinnt sökum mannfæðar. Lengi hefur legið fyrir að fjölga þarf í lögregluliði landsins um á þriðja hundrað manns. Á sama tíma hefur hins vegar fækkað í liði lögreglu frá því árið 2007. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur staðfest við Fréttablaðið að lögreglumenn við störf á Íslandi þurfi að vera 860 að lágmarki en í febrúar 2014 voru þeir 653. Ellefu færri Fjölmargir starfsmenn lögregluemb- ættanna um allt land hafa lýst því í við- tölum við Fréttablaðið að lengra verði ekki komist og krefjast þess að fleiri komi til starfa. Á yfirborðinu virðist sem stjórnvöld hafi brugðist við þessu kalli með 500 milljóna króna aukafjár- veitingu í fyrra, en tölfræðin um fjölda starfandi lögreglumanna styður það reyndar ekki. Starfandi lögreglumenn í febrúar síðastliðnum voru 659. Vissu- lega hefur starfsmönnum einstakra embætta fjölgað á milli ára og fækkun starfsmanna sérstaks saksóknara villir nokkuð fyrir. Hins vegar vekur það athygli að starfsmenn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru 299 í febrúar 2014, en voru 288 ári síðar. Töl- fræðin sýnir svart á hvítu að almennum lögreglumönnum embættisins fækkaði Þarf 2,2 milljarða til að mæta manneklu Ef lögreglan í landinu yrði skipuð þeim lágmarksmannafla sem ríkislögreglu- stjóri telur nauðsynlegan þyrfti 2,2 milljarða fjárveitingu til viðbótar árlega. Á höfuðborgarsvæðinu er unnið með milljarði lægri upphæð en árið 2007. Lögreglan hefur árum saman bent stjórnvöldum á nauðsyn þess að bregðast við manneklu um allt land. fréttabLaðið/gva Hvert fara peningarnir? Starfsumhverfi lögreglunnar hefur í þrígang verið til umræðu á Alþingi á undanförnum dögum, sem væntanlega er tilkomið vegna voðaverkanna í París þótt það verði ekki fullyrt. Umræðan hefur nefnilega frekar snúist um stöðu lögreglunnar almennt, þó staða lögregl- unnar í samhengi við hryðjuverkaógn- ina sé eðlilega áberandi í samfélagsum- ræðunni. Innanríkisráðherra sagði í þingræðu á fimmtudag um milljónirnar 400, að verði þær veittar til málaflokksins þá sé „… þeim fjármunum ætlað að nýtast til tiltekinna verkefna lögregl- unnar. Þeim er ekki ætlað að mæta launakostnaði heldur eiga þeir að fara til tiltekinna verkefna lögregl- unnar til að hún geti betur sinnt þeim verkefnum sem henni ber að sinna.“ Orð ráðherra ber ekki að skilja svo að ekki verði menn ráðnir. Hins vegar verður að bíða eftir öryggis- og þjónustugreiningu á lögreglunni sem unnið er að hjá innanríkisráðuneyt- inu til að fá svarið 100%. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur leitt þverpólitíska nefnd um skiptingu við- bótarfjármagns til lögreglu frá 2014, skilur orð ráðherra sem svo að þessir fjármunir kæmu ekki við sögu vegna þeirra launahækkana sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum. „Heldur til að leysa löggæsluverkefni, sem getur kallað á mannafla, búnað, þjálfun, akstur lögreglubifreiða, rann- sóknarkostnað og fleira. Þessi verk- efni eru breytileg eftir embættum, heimilisofbeldi, kynferðisbrot, öryggi ferðamanna, aukinn rannsóknar- þungi vegna slysa, umferðareftirlit og margt fleira,“ segir Vilhjálmur. Ólöf sagði jafnframt í annarri þing- ræðu í vikunni um starfsumhverfi lögreglu að það væri langtímaverk- efni að byggja lögregluna í landinu upp að nýju. Samkvæmt einfaldri reiknireglu sem þingmannanefndin um skiptingu viðbótarfjármagns gefur sér í tveimur greinargerðum um tillögur frá árunum 2014 og 2015, er það líka dýrt. Ef mæta á lágmarks- þörf um fjölgun lögreglumanna á landsvísu samkvæmt mati ríkislög- reglustjóra, þá kostar það árlega 2,2 milljarða króna og er þá launaliður- inn einn talinn. um tvo á þessu ári og rannsóknarlög- reglumönnum um sjö. Nú liggur fyrir tillaga stjórnvalda um 400 milljóna viðbótarfjárveitingu til lögreglunnar til eflingar hennar, en ekkert er gefið uppi um hvort það fjár- magn verður nýtt að stofni til í fjölgun í liði sem sinnir almennri löggæslu – eins og allir sem Fréttablaðið talar við telja forgangsatriði. Þeirra á meðal eru lög- reglustjórar embætta á landsbyggðinni og Snorri Magnússon, formaður Lands- sambands lögreglumanna. Þessi auka- fjárveiting gefur möguleika á því að fjölga lögregluþjónum um 35 til 40 ef fjármagnið verður ekki nýtt til annars en mannaráðninga – ef fyrri aðgerðir til að styrkja löggæsluna eru hafðar til samanburðar. Hraunbær 123 | s. 550 9800 | skatar.is Gæðajólatré - sem endist ár eftir ár! Þessi jólatré eru í hæsta gæðaflokki auk þess að vera mjög falleg og líkjast þannig raunverulegum trjám. Einföld samsetning. • Ekkert barr að ryksuga • Ekki ofnæmisvaldandi • 12 stærðir (60-500 cm) • Íslenskar leiðbeiningar • Eldtraust • Engin vökvun • 10 ára ábyrgð • Stálfótur fylgir Opnunartímar: Virkir dagar kl. 09-18 Laugardagar kl. 11-18 Sunnudagar kl. 12-18 Falleg jólatré Miði fyrir tvo á ABBA söngleikinn sem enginn má missa af Mamma Mia 12.900 kr. Miði fyrir tvo á Njálu og eitt eintak af Brennu-Njáls sögu. Njála 12.200 kr. Gjafakort fyrir tvo og ljúffeng leikhúsmáltíð Leikhúskvöld fyrir sælkera 12.500 kr. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Árborg Verslanirnar Sjafnarblóm og Fjallkonan á Selfossi krefja sveitarfélagið Árborg um bætur vegna framkvæmda við aðalgötuna Austurveg í sumar. Fram kemur í bréfi að verslanir við Austurveg hafi þurft að þola miklar þrengingar vegna fram- kvæmda við Austurveg sem tekið hafi lengri tíma en eðlilegt megi teljast. Aðgangur að verslunum hafi ítrekað verið skertur. „Þessi endurteknu og langvarandi inngrip í aðgengi að verslunum við Austurveg hafa komið mjög þungt niður á rekstri verslananna. Tekju- tap þeirra er verulegt og er svo komið að verslunareigendur telja sig knúna til að fara fram á bætur vegna tekjutaps,“ segir í kröfu- bréfinu sem bæjarráð hafnaði á fimmtudag. Bæjarráð segir nauðsynlegt  að endurnýja götur og veitulagnir. Hjáleiðir hafi verið að fyrirtækjum og lokanir auglýstar mjög ræki- lega. „Bæjarráði þykir miður að verslunar eigendur upplifi tjón af þessum völdum en telur ekki um bótaskylt tjón að ræða.“ – gar Hafna bótakröfu verslunareigenda verslunareigendur segjast hafa tapað tekjum vegna langvarandi framkvæmda við austurveg. fréttabLaðið/gva Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is 2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U g A r D A g U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.