Fréttablaðið - 28.11.2015, Side 34

Fréttablaðið - 28.11.2015, Side 34
Það er svo góður andi í húsinu, það er það besta við húsið,“ segja hjónin Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson sem búa í fallegu bakhúsi við Vestur- götu í Reykjavík ásamt hundinum sínum, Róberti. Húsið var byggt árið 1896 og er hluti af Hlíðarhús- unum. „Við fluttum inn í húsið árið 2002. Ég heillaðist af því þegar ég sá það en Hafdís var alls ekki á því til að byrja með að flytja úr Breiðholti þar sem við bjuggum og niður í bæ. Hún sannfærðist hins vegar þegar við skoðuðum það,“ segir Haukur. Árið 2012 réðust hjónin í miklar endurbætur á húsinu og stækkuðu það um fjörutíu prósent. Hjónin reka verslunina Gyllta köttinn í Austurstræti og Stofuna kaffihús í kvosinni. Það er því stutt fyrir þau að fara í vinnu. Þau segja að þeim líði afskaplega vel í húsinu og búast ekki við að flytja þaðan. „Nei, við munum alltaf vera hér. Verðum gömul hérna,“ segir Haukur. Gamalt hús með sál Hafdís Þorleifsdóttir og Haukur Ingi Jónsson búa í tæplega 120 ára gömlu húsi í Vesturbænum þar sem gamlir munir fá að njóta sín. Hafdís og Haukur inn í stofu á uppáhaldsstað Hafdísar. Stólarnir eru úr Fríðu frænku og myndirnar líka. Hundurinn Róbert situr fyrir framan þau á pullunni sinni. FRéttablaðið/GVa Eldhúsborðið og stólarnir koma úr Fríðu frænku. „Hérna kemur fjölskyldan saman og borðar. Hérna er líka mikið setið og rætt, kvölds og morgna. Margar hugmyndir ræddar,“ segir Haukur. litlu stytturnar í glugganum eru frá ömmu Hafdísar. Kjallari hússins var grafinn upp af fyrri eiganda og þá kom í ljós þessi aldagamla hleðsla sem hefur fengið að halda sér. Hjónin kalla þetta horn kósíhellinn en þar kemur fjölskyldan gjarnan saman og horfir á sjónvarpið. „Þetta er í raun húsbónda- herbergi en fjölskyldan dvelur þarna mörgum stundum,“ segir Haukur. Hjónarúmið sem er í spænskum stíl hefur gengið kynslóða fram af kynslóð. afi og amma Hauks áttu rúmið sem móðir hans erfði svo og síðan Haukur. „Við létum taka það allt í gegn fyrir 15 árum síðan, fengum nýjar dýnur og pússuðum upp og bárum á rúmgaflinn.“ Stóllinn er úr Fríðu frænku en sú búð var í miklu uppáhaldi hjá hjónunum. „Við vorum reglulegir gestir hjá Önnu,“ segir Hafdís en í dag reka hjónin einmitt kaffihúsið Stofuna sem er í sama húsnæði og Fríða frænka var í. Fyrstu skautarnir hans Hauks hafa fengið annað hlutverk og eru núna veggskraut í húsbóndaherberginu í kjallaranum. ljósið á ganginum er í miklu uppáhaldi hjá Hauki sem er mikill áhugamaður um ljós og var búinn að safna að sér ljósum áður en húsið var stækkað. Pallurinn fyrir utan hús þeirra hjóna er mikið nýttur á sumrin. „Það er algjör pottur hérna á sumrin,“ segir Haukur. Húsið var byggt árið 1896. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is 2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r34 h e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.