Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2015, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 28.11.2015, Qupperneq 52
Hjálparstarf kirkjunnar aðstoðar efnalitlar fjölskyldur fyrir jól Heilsueflandi samvera er alveg málið! Hjálparstarf kirkjunnar vinnur nú að stærsta verkefni sínu á árinu hér á Íslandi en það er sérsök aðstoð við efnalitlar fjölskyldur í desember vegna jólahalds. Markmiðið er að gera fólki kleift að gleðjast með sínum nánustu yfir hátíðirnar. Aðstoðin tekur mið af aðstæðum hvers og eins og er fyrst og fremst í formi inneignarkorta í matvöruverslanir sem verða gefin út eigi síðar en 18. desember. Tekið verður á móti umsóknum frá barnafjölskyldum á höfuðborgarsvæðinu á skrifstofu Hjálparstarfsins, Háaleitisbraut 66 í Reykjavík 3., 4., 7. og 8. desember kl. 11:00–15:00. Prestar á landsbyggðinni taka við umsóknum í heimasókn til og með 11. desember. Með umsóknum verða að fylgja gögn um tekjur og útgjöld frá síðasta mánuði en fólk sem hefur fengið Arion inneignarkort í matvöruverslanir hjá Hjálparstarfinu eftir 1. júlí síðastliðinn getur sótt um á vefsíðunni www.help.is/verkefni innanlands/umsóknareyðublað. Á svæðum þar sem öðrum hjálparsamtökum er til að dreifa einskorðar Hjálparstarfið aðstoðina við barna­ fjölskyldur sem búa við kröpp kjör. Þar sem Hjálparstarfið er eitt að störfum er einstaklingum einnig veitt sérstök aðstoð fyrir jól. Gott samstarf um jólaaðstoð er milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðis hersins, Mæðrastyrksnefndar og Rauða krossins á Eyjafjarðarsvæðinu, í Árnessýslu og á höfuð borgarsvæðinu. Alls bárust 1.455 umsóknir fyrir jól 2014 og í heild er áætlað að um 4.000 einstaklingar hafi notið aðstoðar þá. Fjölmörg fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar veita styrki til verkefnisins ár hvert og vinnuframlag sjálfboðaliða við skráningu umsókna fyrir jól er jafn­ framt ómetanlegt. Í október 2015 fóru Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálp­ ræðisherinn í Reykjavík af stað með námskeið sem ber nafnið Heilsueflandi samvera. Námskeiðið er ætlað konum og er markmið þess að efla félagslega, andlega og líkamlega heilsu í góðra kvenna hópi. Námskeiðið sem er einu sinni í viku hefur farið vel af stað en það stendur fram í apríl á næsta ári. Á haustönn var byrjað á sjálfstyrkingu undir hand­ leiðslu sr. Petrínu Mjallar Jóhannesdóttur og svo er föndrað fyrir jólin, meðal annars búin til kerti og kertastjakar. Eftir áramót verður farið í matreiðslu á hollum og ódýrum heimilisréttum ásamt því að fara í gönguferðir um Reykjavík, skoða söfn og föndra enn meira. Konurnar sem taka þátt í námskeiðinu hafa náð sérstaklega vel saman og eru spenntar fyrir framhaldinu, þær segja samveruna „alveg málið“. Hjálparstarf kirkjunnar starfar í anda hugmynda­ fræði um valdeflingu og leitast við að styðja fólk við að ná valdi yfir aðstæðum sínum, bæta félagslega stöðu sína og almenn lífsgæði. Eitt meginmarkmið Hjálparstarfsins er að draga úr hættunni á félags­ legri einangrun þeirra sem til stofnunarinnar leita. Aðferðin til þess að ná markmiðinu er að bjóða upp á sjálfstyrkingar­ og færninámskeið, skipulögð sumarfrí fyrir efnalitlar barnafjölskyldur og skipulagða samveru með ræktun grænmetis í matjurtagörðum, styrki vegna skólagöngu barna, unglinga og fólks í endurhæfingu og vegna íþrótta­ iðkunar barna og tómstundastarfs þeirra. Hjálpar­ starfið leggur áherslu á að hjálpa fólki til sjálfs­ hjálpar þannig að það finni styrk sinn og geti notað hann til að taka ákvarðanir um eigið líf. Bætt sjálfs­ mynd stuðlar að meiri virkni sem svo aftur styrkir sjálfsmyndina enn frekar. Laugardagur 19. desember opið kl. 13:00–16:00 Mánudagur 21. desember opið kl. 08:00–17:00 Þriðjudagur 22. desember opið kl. 08:00–17:00 Þorláksmessa 23. desember opið kl. 08:00–18:00 Aðfangadagur 24. desember opið kl. 10:00–12:00 Mánudagur 28. desember lokað Þriðjudagur 29. desember opið kl. 10:00–16:00 Miðvikudagur 30. desember opið kl. 08:00–16:00 Gamlársdagur 31. desember lokað Mánudagur 4. janúar lokað Skrifstofa Hjálparstarfs kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík, er opin um jól og áramót 2015 sem hér segir: „Kertastjakar úr salti er það heitasta í dag,“ segja þátttakendur á námskeiðinu Heilsueflandi samvera og framleiða þá í ýmsum gerðum. Sjálfboðaliðar gegna veigamiklu hlutverki í desember við að skrá umsóknir um aðstoð, flokka fatnað og aðstoða fólk sem leitar til Hjálparstarfsins. 6 – Margt smátt ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.