Fréttablaðið - 29.07.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.07.2017, Blaðsíða 2
Hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma. Vilborg Arna Gissurardóttir, göngugarpur og pólfari Veður Norðaustankaldi í dag, en allhvasst eða hvasst undir Vatnajökli. Dálítil væta norðan og austan til og fremur svalt í veðri, en annars bjartviðri og hlýtt. SJÁ SÍÐU 34 Stoltar druslur föndruðu skilti Undirbúningur hinnar árlegu Druslugöngu var í fullum gangi á Lofti hosteli við Bankastræti þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar þar að garði um klukkan átta í gærkvöld. Þar mátti sjá heimatilbúin skilti skreytt slagorðum í anda göngunnar og skilaboðum eins og „Minn fokking líkami“ og „Höfum hátt“. Gangan hefst í dag kl. 14.00 og farið verður frá Hallgrímskirkju niður Skólavörðustíg og á Austurvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARÍNÓ MALLORCA 10. ágúst í 11 nætur Bókaðu sól á Netverð á mann frá kr. 70.845 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 113.745 m.v. 2 fullorðna í íbúð. Hotel Sorrento / Portofino Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI á flugsæti m/gistingu FY RI R2 1 Frá kr. 70.885 Allt að 39.950 kr. afsláttur á mann S A K A M Á L K a r l - maður sem sætir á kæ r u ve g n a gruns um að hafa brotist inn í íbúð í Hafnarfirði og áreitt tólf ára stúlku kynferðislega í maí síðastliðnum játaði innbrotið þegar málið var tekið fyrir í Héraðs- dómi Reykjaness fyrr í mánuðinum. Hann neitaði hins vegar að hafa brotið á stúlkunni. Maðurinn er sakaður um að hafa brotist inn á heimili fjölskyldu í Hafnarfirði þann 5. maí síðast- liðinn, farið inn í svefnherbergi stúlkunnar og strokið henni um bak, farið undir nærbol hennar og niður á mjöðm. Þá er hann sagður hafa skriðið upp í rúm til stúlkunn- ar og reynt að strjúka henni meira, en stúlkunni tókst að lokum að læsa sig inni á baðherbergi. Maðurinn var í framhaldinu handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. ágúst næstkomandi. Hann var látinn laus nýverið, en að sögn Kolbrúnar Benediktsdóttur vara- héraðssaksóknara voru ekki lengur skilyrði samkvæmt lögum til þess að fara fram á áframhaldandi gæslu- varðhald. Maðurinn er einnig grunaður um blygðunarsemisbrot en hann er sak- aður um að hafa farið upp að bað- herbergisglugga þann 4. maí síðast- liðinn og horft á konu þar sem hún stóð fáklædd og berbrjósta. Þá var maðurinn grunaður um tvö önnur brot, kynferðisbrot og tilraun til húsbrota, sama dag og hann braust inn til fjölskyldunnar. Hann sætti gæsluvarðhaldi frá handtöku 5. maí. Aðalmeðferð málsins verður þann 28. ágúst næstkomandi. – sks Játar að hafa brotist inn Lögreglan handtók manninn í byrjun maí en honum var nýverið sleppt úr gæsluvarðhaldi. SAMFÉLAG „Vonandi kemst hann til landsins sem fyrst. Ég veit hann langar heim,“ segir Hjördís Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Lífs, styrktarfélags kvennadeildar Landspítalans, um John Snorra Sigurjónsson. Hann komst upp á topp eins illkleifasta fjalls veraldar, K2, fyrstur Íslendinga í gær. Safnaði John Snorri styrkjum fyrir félagið á meðan á göngu stóð. Hjördís telur að John Snorri eigi um tveggja vikna ferðalag fram undan. Hann er væntanlegur niður í grunnbúðir K2 í dag, sem er óvænt að sögn Hjördísar. „Þeir ætluðu sér að fara niður í skrefum.“ Fljótlega eftir komuna í grunn- búðirnar mun John Snorri halda niður fjallið með föruneyti sínu. Tekur þá við fimm til sex daga ganga niður í byggð. „Þegar þangað er komið þurfa þeir að koma sér í flug áleiðis til Íslands. Þetta verður um það bil tveggja vikna ferðalag,“ segir Hjördís. Í samtali við fréttastofu í gær sagði John Snorri að ferðalagið niður fjallið væri í raun erfiðasti hluti leiðangursins. „Þegar maður er á leiðinni niður þá snýr maður baki í fjallið og þá er miklu erfiðara að vera var um sig varðandi snjóflóð og grjóthrun.“ Hjördís segir söfnunina hafa tekið kipp síðustu klukkutímana áður en tindi var náð. Þá hafi hún einnig aukist eftir því sem John Snorri færðist nær toppi fjallsins. Styrktarféð verður nýtt í samráði við deildarstjóra kvennadeildarinnar og nefnir Hjördís að til dæmis gæti það verið nýtt í skoðunarbekki og skoðunarljós. Hjördís sagðist þó ekki geta gefið upp hversu mikið hefði safnast. Annar ofurhugi og fjallgöngu- garpur, Vilborg Arna Gissurardótt- ir, sagði vægt til orða tekið þegar Fréttablaðið spurði hana hvort um mikið afrek væri að ræða. „Þetta er gríðarlega mikið afrek,“ sagði Vil- borg sem hefur sjálf meðal annars klifið Everestfjall. „Það sem ég vil líka leggja áherslu á, og finnst hafa gleymst í umræð- unni, er að hann er ekki bara búinn að klífa eitt 8.000 metra fjall. Hann er búinn að klífa tvö á mjög stuttum tíma,“ segir Vilborg. thorgnyr@frettabladid.is, adalheidur@frettabladid.is Hlakkar til heimkomu eftir afrekið mikla á K2 John Snorri Sigurjónsson komst upp á topp hins ógnarháa fjalls K2 í gær. Ferða- lagi hans er þó hvergi nærri lokið. Langar til að komast heim en John Snorri á um tveggja vikna ferðalag fram undan. Pólfari segir afrekið gríðarlegt. John Snorri Sigurjónsson varð fyrstur Íslendinga upp á K2. MYND/KÁRI SCHRAM NÁTTÚRA Lítið jökulhlaup hófst í Múlakvísl í gærkvöldi. „Yfir síðustu klukkustundir virðist hafa aðeins aukist í ánni en raf- leiðni hefur haldist stöðug frá því í morgun. Við erum óviss hvort þetta muni fjara út eða verða að stærra jökulhlaupi,“ sagði veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands þegar Frétta- blaðið náði tali af honum á tíunda tímanum í gærkvöldi. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að fylgjast með. Það eru engin merki um að þetta verði stórt eins og er, við verðum bara að hafa augun á mælunum okkar,“ sagði veðurfræð- ingurinn. Aukin hætta er á jökulhlaupi í Múlakvísl og á Mýrdalssandi eftir snarpan jarðskjálfta í Kötlu í fyrra- kvöld. Almannavarnir hafa þegar lokað áningarstað við Múlakvísl og takmarkað umferð á gamla veginum um Mýrdalssand. – þea Hlaup hafið í Múlakvísl 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.