Fréttablaðið - 29.07.2017, Síða 6

Fréttablaðið - 29.07.2017, Síða 6
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is H ér e r a ðe in s sý nd ur h lu ti af b ílu m í bo ði . F ul lt ve rð e r v er ð hv er s bí ls m eð a uk ab ún að i. Au ka bú na ðu r á m yn du m g æ ti ve rið a nn ar e n í a ug lý st um v er ðd æ m um . * Fi m m á ra á by rg ð gi ld ir ek ki m eð a tv in nu bí lu m . KJARAKAUP 2.890.000 kr. VW Polo CrossPolo 1.4 TDI / Dísil / Beinskiptur Fullt verð: 3.390.000 kr. 500.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 9.999.990 kr. VW Multivan Highline 2.2 TDI / Fjórhjóladrifinn / Dísil / Sjálfskiptur / 204 hö Fullt verð: 11.530.000 kr. 1.530.010 kr. Afsláttur KJARAKAUP 3.670.000 kr. VW Golf Trendline Variant 1.6 TDI / Fjórhjóladrifinn / Dísil / Beinskiptur Fullt verð: 4.170.000 kr. 500.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 4.890.000 kr. Skoda Superb Combi Ambition 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / 150 hö Fullt verð: 5.700.000 kr. 810.000 kr. Afsláttur Afsláttur KJARAKAUP 2.890.000 kr. Skoda Octavia Limo G-TEC / Beinskiptur Fullt verð: 3.350.000 kr. 460.000 kr. HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með fimm ára ábyrgð. gi ld ir ek ki m eð a tv in nu bí lu m . Nú er tækifærið að fá sér nýjan bíl! KJARAKAUP 2.890.000 kr. VW Polo Comfortline Beats 1.2 TSI / Bensín / Sjálfskiptur / 300 vatta Beats-hljómflutningskerfi úr smiðju Dr. Dre. Fullt verð: 3.130.000 kr. 240.000 kr. Afsláttur Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustufram- boð og tekjur til lengri tíma litið. Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Icelandair Group 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð VIÐSKIPTI Þrátt fyrir ágætan tekju- vöxt og fyrirséðan afkomubata er flugfélagið Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati við- mælenda Fréttablaðsins á fjármála- markaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmæl- andi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leik- reglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjón- ustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríð- féllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfu- hliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin  lækkað um  33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi  dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfa- greinandi hjá hagfræðideild Lands- bankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markað- urinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í upp- gjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissu- lega á milli ára en batna á milli árs- fjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að inn- leiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækk- aði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til auk- ins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfa- greinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann. kristinningi@frettabladid.is Icelandair enn í vanda statt Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 7,7 prósent í verði eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórð- ung ársins. Þrátt fyrir tekjuvöxt á milli ára eru enn blikur á lofti. Búast má við aukinni samkeppni. Heildartekjur Icelandair Group námu um 370 milljónum dala á öðrum fjórð- ungi ársins og jukust um ellefu prósent á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK RÚSSLAND Stjórnvöld í Rússlandi skipuðu Bandaríkjamönnum í gær að fækka starfsmönnum í sendiráði sínu í Moskvu niður í 455. Jafnframt var girt fyrir aðgengi að nokkrum eignum Bandaríkjanna á svæðinu. BBC greinir frá því að Rússar hafi með þessu verið að hefna fyrir nýjar viðskiptaþvinganir sem Bandaríkja- menn ákváðu að beita Rússa á dög- unum. Þvinganirnar eru settar vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af forsetakosningum Bandaríkjanna. Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að einnig stæði til að frysta eignir bandarískra diplómata í Rússlandi. „Bandaríkin taka í þrjósku sinni hvert skrefið á fætur öðru til þess að beita sér gegn Rússlandi. Þeir gera það í skjóli hinna uppskálduðu afskipta Rússa af bandarískum innanríkis- málum,“ segir í tilkynningunni. Óljóst er hversu margir starfs- menn bandaríska sendiráðsins munu þurfa að hætta störfum en rússneskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að um nokkur hundruð væri að ræða. – þea Rússar vilja refsa fyrir þvinganir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.