Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2017, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.07.2017, Qupperneq 6
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is H ér e r a ðe in s sý nd ur h lu ti af b ílu m í bo ði . F ul lt ve rð e r v er ð hv er s bí ls m eð a uk ab ún að i. Au ka bú na ðu r á m yn du m g æ ti ve rið a nn ar e n í a ug lý st um v er ðd æ m um . * Fi m m á ra á by rg ð gi ld ir ek ki m eð a tv in nu bí lu m . KJARAKAUP 2.890.000 kr. VW Polo CrossPolo 1.4 TDI / Dísil / Beinskiptur Fullt verð: 3.390.000 kr. 500.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 9.999.990 kr. VW Multivan Highline 2.2 TDI / Fjórhjóladrifinn / Dísil / Sjálfskiptur / 204 hö Fullt verð: 11.530.000 kr. 1.530.010 kr. Afsláttur KJARAKAUP 3.670.000 kr. VW Golf Trendline Variant 1.6 TDI / Fjórhjóladrifinn / Dísil / Beinskiptur Fullt verð: 4.170.000 kr. 500.000 kr. Afsláttur KJARAKAUP 4.890.000 kr. Skoda Superb Combi Ambition 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur / 150 hö Fullt verð: 5.700.000 kr. 810.000 kr. Afsláttur Afsláttur KJARAKAUP 2.890.000 kr. Skoda Octavia Limo G-TEC / Beinskiptur Fullt verð: 3.350.000 kr. 460.000 kr. HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen, Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með fimm ára ábyrgð. gi ld ir ek ki m eð a tv in nu bí lu m . Nú er tækifærið að fá sér nýjan bíl! KJARAKAUP 2.890.000 kr. VW Polo Comfortline Beats 1.2 TSI / Bensín / Sjálfskiptur / 300 vatta Beats-hljómflutningskerfi úr smiðju Dr. Dre. Fullt verð: 3.130.000 kr. 240.000 kr. Afsláttur Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjónustufram- boð og tekjur til lengri tíma litið. Björgólfur Jó- hannsson, forstjóri Icelandair Group 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð VIÐSKIPTI Þrátt fyrir ágætan tekju- vöxt og fyrirséðan afkomubata er flugfélagið Icelandair Group ekki enn komið fyrir vind, að mati við- mælenda Fréttablaðsins á fjármála- markaði. Þeir benda á að samkeppni í flugi á Norður-Atlantshafi sé enn mikil og fari vaxandi og áfram sé útlit fyrir að fargjöld haldist lág. „Við sjáum að víða hafa flugfélög miklar áhyggjur af áframhaldandi þrýstingi á verð,“ segir einn viðmæl- andi blaðsins. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að samkeppnin sé að aukast. „Leik- reglurnar hafa breyst og við þurfum að bregðast við því. Við trúum því að félagið sé í þeirri stöðu að geta tekist á við samkeppnina og aukið þjón- ustuframboð og tekjur til lengri tíma litið,“ nefnir hann. Hlutabréf í Icelandair Group hríð- féllu, um 7,7 prósent, í verði í ríflega 880 milljóna króna viðskiptum í gær eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórðung ársins. Eftir nánast linnulausa velgengni, þar sem bréf flugfélagsins meira en tífölduðust í verði á árunum 2010 til 2016, hefur farið að síga á ógæfu- hliðina hjá félaginu. Alls hafa bréfin  lækkað um  33 prósent í verði eftir að félagið birti kolsvarta afkomuviðvörun í byrjun febrúarmánaðar þar sem varað var við því að EBITDA-hagnaður – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – yrði 140 til 150 milljónir dala og myndi  dragast saman um þrjátíu prósent á árinu. Stjórnendur félagsins hafa nú hækkað spána í 150 til 160 milljónir dala, en það virðist ekki duga til þess að lægja öldurnar. Arnar Ingi Jónsson, hlutabréfa- greinandi hjá hagfræðideild Lands- bankans, segir að af lækkuninni á hlutabréfaverði Icelandair Group í gær megi sennilega ráða að markað- urinn hafi vænst betra uppgjörs. „Það var ýmislegt jákvætt í upp- gjörinu. Til dæmis er ágætur vöxtur í tekjum af farþegaflutningum. Tekjur á seldan sætiskílómetra lækka vissu- lega á milli ára en batna á milli árs- fjórðunga og hefur dregið nokkuð úr lækkunarþrýstingi á þeim,“ segir hann og bætir við að stjórnendur félagsins hafi auk þess bent á að inn- leiðing þeirra aðgerða sem þeir gripu til í kjölfar afkomuviðvörunarinnar í febrúar gangi samkvæmt áætlun. Hins vegar hafi launakostnaður reynst mjög hár á tímabilinu og hækkað umtalsvert meira á milli ára en búist hafði verið við. Laun og annar starfsmannakostnaður hækk- aði um 39 prósent á milli ára, sem er verulega umfram það sem nemur styrkingu krónunnar á sama tíma, en að sögn stjórnenda Icelandair Group má rekja hækkunina til auk- ins umfangs og gengisstyrkingar krónunnar. Greinendur hafa auk þess nefnt að aukinn launakostnaður sem hlutfall af veltu sé veigamikil ástæða þess að EBITDA-hagnaður félagsins hafi farið lækkandi. Arnar Ingi bendir einnig á að afkoman af hótelrekstri félagsins hafi verið frekar slöpp. Ragnar Benediktsson, hlutabréfa- greinandi hjá IFS, segir uppgjör félagsins hafa verið í samræmi við spá IFS. „Við bjuggumst við því að þeir myndu hækka EBITDA-spána og gerum sjálfir ráð fyrir að EBIDTA félagsins verði 159 milljónir dala á árinu. Það var annars ekkert sem kom í sjálfu sér á óvart í uppgjörinu,“ segir hann. kristinningi@frettabladid.is Icelandair enn í vanda statt Hlutabréf í Icelandair Group féllu um 7,7 prósent í verði eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan fjórð- ung ársins. Þrátt fyrir tekjuvöxt á milli ára eru enn blikur á lofti. Búast má við aukinni samkeppni. Heildartekjur Icelandair Group námu um 370 milljónum dala á öðrum fjórð- ungi ársins og jukust um ellefu prósent á milli ára. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK RÚSSLAND Stjórnvöld í Rússlandi skipuðu Bandaríkjamönnum í gær að fækka starfsmönnum í sendiráði sínu í Moskvu niður í 455. Jafnframt var girt fyrir aðgengi að nokkrum eignum Bandaríkjanna á svæðinu. BBC greinir frá því að Rússar hafi með þessu verið að hefna fyrir nýjar viðskiptaþvinganir sem Bandaríkja- menn ákváðu að beita Rússa á dög- unum. Þvinganirnar eru settar vegna innlimunar Rússa á Krímskaga árið 2014 og meintra afskipta þeirra af forsetakosningum Bandaríkjanna. Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að einnig stæði til að frysta eignir bandarískra diplómata í Rússlandi. „Bandaríkin taka í þrjósku sinni hvert skrefið á fætur öðru til þess að beita sér gegn Rússlandi. Þeir gera það í skjóli hinna uppskálduðu afskipta Rússa af bandarískum innanríkis- málum,“ segir í tilkynningunni. Óljóst er hversu margir starfs- menn bandaríska sendiráðsins munu þurfa að hætta störfum en rússneskir fjölmiðlar greindu í gær frá því að um nokkur hundruð væri að ræða. – þea Rússar vilja refsa fyrir þvinganir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.