Fréttablaðið - 29.07.2017, Síða 24
Vændishús og ljóðskáld eiga ýmislegt sameiginlegt. Hvort tveggja eru gamlar
starfsgreinar sem fást við mikla
nánd, fantasíur og sóðalegar
hugmyndir sem opinberast í ein-
rúmi,“ segir leikkonan Nanna
Gunnars. Í kvöld ætlar hún að
breyta Iðnó í eldrautt pútnahús
með skáldlegu ívafi.
„Frá ómunatíð hafa ljóð verið
notuð til tjáningar á löngunum
mannsins og innstu þrám. Á sama
hátt hafa vændiskonur fyrri tíma
og vorra verið skáldum innblástur
og yrkisefni. Við ætlum að fanga
þessi áhrif en einblína á nándina
með kynæsandi blæ, beru holdi,
ögrandi kabarettdansi og burl-
esque-skopstælingum. Með því
móti frelsum við líkamann og
erum stolt af honum, því það er
ekkert ljótt við að vera léttklæddur.
Það getur hins vegar vakið kyn-
ferðislegar kenndir sem og kitlað
skopskynið, en sjálfsást og líkams-
virðing spilar þar stærstu rulluna.“
Rauða skáldahúsið reis fyrst
í heimsborginni New York
árið 2008 og hefur síðan farið
sem eldur í sinu um heiminn.
Umgjörðin er leikhúsþema fíns
vændishúss í anda Parísar um
1920 þar sem alls kyns listamenn
fara á stjá. Viðburðurinn byggir á
fyrirmyndinni „The Poetry Broth-
el“ þar sem brotnir eru veggir á
milli ljóðs og leiklistar, leikara og
áhorfenda.
„Það var ljóðskáldið Stephanie
Berger sem átti hugmynd að þessu
upplifunarleikhúsi heimsins, og
ég sló til þegar Meg Matich, eitt
af skáldum okkar í kvöld, bað
mig um að hjálpa sér við að setja
upp sams konar ljóðapútnahús í
Reykjavík. Meg er með MFA-gráðu
í ljóðlist frá Columbia-háskóla og
er hér á landi til að yrkja og þýða
íslensk ljóð yfir á ensku með styrk
frá Fulbright. Hún hafði tekið
þátt í slíkri veislu í New York og
vildi sjá meira gerast í íslensku
ljóðasenunni,“ upplýsir Nanna,
sem útskrifaðist úr leiklistarskóla
í Lundúnum 2012, þar sem hún
komst í kynni við óvenjulegar
nálganir í leikhúsheiminum.
„Rauða skáldahúsið er upplif-
unarleikhús þar sem áhorfandinn
þarf ekki að sitja niðurnegldur á
sama stað heldur getur labbað á
milli atriða, talað við leikarana,
hlegið, sungið og dansað að vild.
Segja má að hann verði hluti af
sköpunarverkinu, en hann má
vera þar allt eins og leikmunur
því það er engin kvöð að spila af
fingrum fram frekar en fólk vill.“
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is,
s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.
is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Svanur Valgeirsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 |
Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433
Fantasíur og rómantík
Dyr að skáldlega pútnahúsinu í
Iðnó opnast að kvöldi Druslugöng-
unnar sem fram fer í dag, en það er
skemmtileg tilviljun.
„Með Druslugöngunni er reynt
að skipta út merkingu orðsins
„drusla“ en ég held að við náum
aldrei að skipta út merkingu orðs-
ins „hóra“. Í stað þess reynum við
að vekja fólk til umhugsunar með
annars konar nálgun,“ segir Nanna
sem lofar dulúðugu og fjörugu and-
rúmslofti í Iðnó í kvöld.
„Hér verður daðrað og duflað
innan um eldheitar fantasíur og
rómantík. Sumum þykir það afar
ögrandi á meðan aðrir njóta til
hins ítrasta. Fólk er vitaskuld for-
vitið og vill vita um hvað málið
snýst, en fæstir vilja hugsa um ljótu
hlutina þegar þeir skemmta sér.
Við höfum glamúrinn því í farar-
broddi og heiðrum hugblæ Rauðu
myllunnar (f. Moulin Rouge) og
Parísar eftir 1900 þegar vændishús
voru goðsagnakennd og töfrar áttu
sér stað innanhúss.“
Í þeim sama anda verður hægt
að fá einkalestur ljóðskálda í ein-
rúmi dívans og kertaljóss, upplifa
nánd tarotspákonu og nornarinnar
Snæuglu, sem fer afsíðis með þá
sem vilja spyrja út í ástina, og fá
teiknaðar af sér myndir, eins og
tíðkaðist meðal frönsku elítunnar
forðum, eða þá líkamsmálun úr
hendi Violet Fire.
„Frönsk vændishús eftir alda-
mótin 1900 voru athvörf lista-
manna og vísar frægt atriði úr
kvikmyndinni Titanic til þess
veruleika, þar sem persóna Kate
Winslet segir við persónu Leon-
ardos DiCaprio: „Draw me like one
of your French girls.“ Þann ævin-
týraheim munum við endurskapa,
nema hvað við sleppum kynlífs-
greiðanum, en í stað hans geta
menn borgað fyrir hugaróra,“ segir
Nanna og brosir.
Bannað að káfa!
Yfir þrjátíu listamenn koma fram
í listaveislu Rauða skáldahússins
í kvöld. Aðalskáld kvöldsins er
Kristín Eiríksdóttir, en önnur
skáld eru Elías Knörr, Ingunn
Lára, Kailyn Phoenix, Lommi, Meg
Matich, Solveig Stjarna Thorodd-
sen og Þorvaldur S. Helgason. Þá
sýna María Callista, Gógó Starr,
Ungfrú Hringaná, Ginger Biscuit
og Bibi Bioux eggjandi dans með
Reykjavík Kabarett. Hljómsveit-
irnar eru tvær: Gleðikonur og The
Keystone Swingers, með Viggu
Ásgeirsdóttur sem gestasöngkonu.
„Að hverfa inn í pútnahús
skáldanna verður algjör veru-
leikaflótti! Enda hvenær fær fólk
tækifæri til að klæða sig upp í
glitrandi kjóla og korselett án
þess að fá á sig athugasemdir
annarra. Við hvetjum gestina
til að klæða sig upp á en það er
engin skylda. Margir vilja reyndar
nýta tækifærið til að klæða sig á
ögrandi hátt og þessi viðburður
er einstaklega skemmtilegur fyrir
fólk sem hefur áhuga á dragi eða
að leika sér með kynhneigð sína,
óháð kynvitund,“ segir Nanna
sem skiptir um nafn í kvöld og
kemur fram sem Madame Karítas
sem stjórnar gleðinni með list-
ræna stjórnandanum Jessicu
LoMonaco og leikstjóranum Meg
Matich, í samstarfi við Reykjavík
Kabarett.
„Ástir og ævintýri liggja alltaf
og alls staðar í loftinu og ég veit
að einhverjir hafa byrjað að deita
eftir viðburði sem þessa. Maður
fær enda mikla nánd með fólki og
ef einhverjir straumar myndast er
alveg hægt að biðja um númerið
eftir sýningu. Bara ekkert káf á
meðan sýningu stendur!“ segir
Nanna og skellir upp úr.
Rauða skáldahúsið stendur yfir
frá klukkan 20 til 23 í Iðnó í kvöld.
Sjá nánar á Facebook undir Rauða
skáldahúsið.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
Framhald af forsíðu ➛
Nanna ílengdist í Lundúnum þegar hún varð ástfangin af breska hljóðhönnuðinum og listræna tölvuhönnuðinum Owen Hindley. Þau fluttu til Íslands í fyrra og
stofnuðu leikhópinn Huldufugl, sem stendur að gleðinni í Iðnó í kvöld. MYNDIR/LAUFEY ELÍASDÓTTIR
Nanna kemur fram sem Madame Karítas í Rauða skáldahúsinu í Iðnó í kvöld
og segir það verða algjöran veruleikaflótta að hverfa inn í pútnahús skálda.
ALLTAF
VIÐ HÖNDINA
Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum
... allt sem þú þarft
Þú getur lesið Fréttablaðið í heild sinni
á Vísi og í Fréttablaðs-appinu
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R