Fréttablaðið - 29.07.2017, Síða 26

Fréttablaðið - 29.07.2017, Síða 26
Þau stóðu sig ótrúlega vel. Sátu ekki og biðu í tíu tíma heldur hjálpuðu mikið til við undirbúninginn og hjálpuðu með ljósin og fleira í tökum, bara eins og alvöru kvikmynda- tökuteymi. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is „Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmtilegast,“ segir Tómas Nói sem leikstýrði sinni fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. MYND/VILHELM Leikararnir ásamt leikstjóranum, frá vinstri: Jón Bjarni Emilsson, George Ari Devos, Tómas Nói og Erlen Isabella Einars- dóttir. Á myndina vantar einn leikarann, Kristínu Önnu. Þetta var allrabesta sumar-vinnan,“ segir Tómas Nói Emilsson, ungur og upprenn- andi kvikmyndargerðarmaður, en hann leikstýrði og tók upp sína fyrstu sjónvarpsauglýsingu í sumar. „Þau hjá Emmessís sáu viðtal við mig í Fréttablaðinu í vor, höfðu samband og báðu mig um að búa til auglýsingu fyrir sig. Þau voru með grófa hugmynd um hvernig hún ætti að vera en svo átti ég að sjá um allt saman. Vinna hug- myndina betur, finna krakka til að leika, leikstýra og finna tökustað. Svo þurfti að útvega græjur og fleira,“ segir Tómas. Þetta hafi verið hörkuvinna. „Ég var mikið í útlöndum með fjölskyldunni í sumar svo ég þurfti að klára þetta verkefni allt á einni viku. Það er auðvitað best að vinna við það sem manni þykir skemmti- legast en þetta var erfitt – að undirbúa allt, taka upp og klippa. Dagarnir voru dálítið langir,“ segir Tómas en það fylgi kvikmynda- bransanum. „Já, maður bara redd- aði þessu,“ segir hann hress. „Mesti tíminn fór í undirbúning, tíu tímar á dag í nokkra daga. Aðal- tökudagurinn var líka tíu tímar, átta tímar fóru í tökurnar sjálfar og tveir tímar í að gera tilbúið og ganga svo frá. Ég talaði við nokkra krakka sem ég þekki og vissi að finnst gaman að leika. Þau höfðu leikið áður en ekki gert neitt Allra besta sumarvinnan Tómas Nói Emilsson fékk tilboð um sumar- vinnu sem hann gat ekki hafnað; að leikstýra sjón- varpsauglýsingu. Hann er reynsl- unni ríkari og stefnir ótrauður á frekari kvik- myndagerð. kvikmyndatengt. Meðalaldurinn í hópnum er tólf og hálft ár en þau stóðu sig ótrúlega vel. Sátu ekki og biðu í tíu tíma heldur hjálpuðu mikið til við undirbúninginn og hjálpuðu með ljósin og fleira í tökum, bara eins og alvöru kvik- myndatökuteymi. Svo tók við klippivinna sem ég sá alveg um.“ Tómas Nói er ekki ókunnugur handtökunum á setti en hann sigraði á stuttmyndahátíðinni í Bíói Paradís með stuttmynd sína Stökkið fyrir tveimur árum og hefur sjálfur leikið í auglýsingu og í tónlistarmyndbandi. Hann segir þetta þó fyrsta stóra verkefnið en vonandi upphafið að því sem koma skal. Hver var helsta áskorunin í verkefninu? „Erfiðast var sennilega að finna tökustað. Ístrukkur inn átti að keyra um svo við þurftum stóran gólfflöt og mikið pláss. Það þýddi ekkert að vera í lítilli íbúð og ég eyddi mörgum klukkutímum í að finna nógu stórt pláss,“ segir Tómas. „Þetta er það langstærsta sem ég hef gert og það skemmtilegasta. Ég lærði helling á þessu og ég vona að fleiri verkefni fylgi í kjölfarið; tón- listarmyndbönd eða fleiri auglýs- ingar. Ég er búinn að smala saman nokkrum strákum í teymi og einn er mjög góður klippari. Ég er meira að segja kominn með smá fyrirtæki í kringum þetta, Stúdíó Blönduhlíð og er að setja Facebook-síðu í gang,“ segir Tómas Nói. Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 Vatnaveiðin er komin í gang! Ertu klár?www.veidikortid.is 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.