Fréttablaðið - 29.07.2017, Page 44

Fréttablaðið - 29.07.2017, Page 44
Ferðasíðan TripAdvisor útnefndi Balí í byrjun árs sem besta áfangastað í heimi á þessu ári. Margir ferðalangar hafa heillast af eyjunni og eru Íslendingar svo sannarlega þar í flokki. Davíð Sigurþórsson kafari, Tobba Marinós- dóttir fjölmiðlakona og Þórhildur Þorkelsdóttir fréttamaður segja frá eyjunni sólríku og gefa góð ráð. Eins og annar heimur Davíð Sigurþórsson kafari segir Balí henta vel bæði reyndum köfurum og byrjendum og mun stýra fjórtán daga ferð þangað með ferðaþjónustu- fyrirtækinu Farvel í október. „Þetta er eins og að ferðast í annan heim og ógleymanleg upplifun,“ segir Davíð um þá reynslu að kafa við strendur Balí. „Þarna eru ægifögur kóralrif , með þeim heilbrigðari á heimsmælikvarða, og skrautfiskar af öllum gerðum. Hvað finnst honum mest spenn- andi? „Það er svo margt að sjá, fyrir utan að þetta eru einhverjar fegurstu slóðir sem er hægt að kafa á og aðstæð- ur hinar þægilegustu. Þá er hægt að kafa að sögufrægum skipsflökum. Það er magnað að sjá stóra skötu fara hjá og furðufiskurinn mola mola er ógleymanleg sjón. Ég held ég geti full- yrt að hver einasta manneskja verði fyrir nokkurs konar hugljómun við það að kafa. Sjá þennan hulda heim sem við búum þó í,“ segir Davíð sem Allir falla fyrir Balí Eyjan Balí hefur á örfáum árum orðið vin- sæll áfangastaður Íslendinga. Ferðalangar fara til Balí til að stunda jóga, kafa, fara í göngur, slaka á og njóta matar og menningar. Neðansjávar er margt að sjá. Tobba Marinós ásamt Karli, manni sínum, og Regínu, dóttur þeirra, á Balí. Þau dvöldu fyrst í mánuð á Balí en eftir heimkomu vildu þau snúa aftur og fóru í tvo mánuði í viðbót. Þórhildur Þorkelsdóttir fréttakona í Indónesíu. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is talar af reynslu því hann bjó og starf- aði sem köfunarkennari og fararstjóri í Suðaustur-Asíu um árabil. „Þetta er miklu minna mál en fólk heldur og alveg kjörið að læra að kafa við þessar aðstæður,“ segir hann frá. Davíð segir fjölbreytileika Balí lík- lega það sem heilli ferðalanga mest. „Það er framandi menningin og lífið á Balí. Fólkið þarna er einstakt, vin- gjarnlegt og afslappað. Náttúran er stórkostleg og þótt Balí sé fjölsóttur ferðastaður þá eru þarna margar nánast ósnortnar perlur og verðlagið frábært. Ég get nefnt sem dæmi strand- lengjuna Amed sem er á Norðaustur- Balí. Þar eru nokkur sjávarþorp sem eru ekki fjölsótt af ferðamönnum, þar er meginuppistaða ferðaþjónustu köfun og lítið um djamm eða næturlíf. Til þess eru aðrir staðir í nágrenninu,“ segir Davíð. Ubud í uppáhaldi Þorbjörg Marinósdóttir fjölmiðla- kona, betur þekkt sem Tobba, er sér- stök áhugakona um Balí og hefur á síð- ustu árum orðið ráðgjafi fyrir marga sem eru að fara þangað. Hún fór fyrst til Balí í fæðingarorlof árið 2015 ásamt Karli Sigurðssyni manni sínum og Reg- ínu dóttur þeirra og áætlar að síðan þá hafi hún veitt hátt í 200 Íslendingum ráðgjöf sem vildu ferðast þangað. „Við fórum fyrst í mánuð og ástæð- an fyrir því að við völdum Balí var að mjög margt fólk í kringum okkur sagði Balí stórkostlegasta staðinn sem þau höfðu komið á. Þannig að við ákváð- um að skella okkur þangað þegar Regína var sex mánaða,“ segir Tobba. „Svo komum við heim og mér leið bara alveg ömurlega þannig að við fórum í það að koma okkur aftur út. Við fundum okkur verkefni og litla Þórhildur Þorkelsdóttir fréttakona ásamt vinkonu sinni í Indónesíu. Þær ferðuðust víða á þremur vikum. SVO KOMUM VIÐ HEIM OG MÉR LEIÐ BARA ALVEG ÖMURLEGA ÞANNIG AÐ VIÐ FÓRUM Í ÞAÐ AÐ KOMA OKKUR AFTUR ÚT. systir mín kom með til að passa svo við gátum unnið í okkar verkefnum. Þá vorum við í tvo mánuði. Þannig að þegar Regína var eins árs hafði hún dvalið þrjá mánuði á Balí. Ég er að fara aftur í október með skipulagða ferð og það er nánast upp- selt í hana þannig að það er greinilega mjög mikill áhugi á Balí,“ segir hún. Tobba segir að ýmsu að huga ef ferðast er til Balí, sérstaklega með börn. Þar sé öðruvísi menning en á Íslandi hvað börn varðar, það sé til dæmis sjaldgæft að sjá barnakerrur eða barnastóla þar sem Balíbúar halda gjarnan á börnum sínum. „Við höfum dvalið mest í Ubud sem er listamannaþorp,“ segir Tobba, sem hefur gríðarlega góða reynslu af þeim stað. „Svo höfum við farið á meiri ferðamannastaði við ströndina og það er í eina skiptið sem við lentum í því að vera snuðuð. Ég er rosalega hrifin af Ubud. Ég er ekki strandafíkill og þarna ertu með hreinar og fallegar sundlaugar. Þarna er æðislegur matur og ofboðslega gott fólk og fallegir listmunir. Þar er mjög ódýrt að vera, á besta steikarstaðnum kostar steikin 1.100 krónur,“ segir Tobba. 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.