Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.07.2017, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 29.07.2017, Qupperneq 45
Balí góð fyrir veskið Hún segir gott fyrir veskið að vera á Balí. „Það er dýrt að koma sér út en mjög ódýrt að lifa þarna,“ segir Tobba. Nóg sé þar um að vera. „Það er mjög mikið um ofboðslega góð matreiðslunámskeið, maður lærir að elda karrírétti og alls konar hrís- grjónarétti. Það er líka mikið um jóga og dans, sem og ofboðslega fal- legar gönguleiðir.“ Tobba lýsir allt öðruvísi hugar- fari á Balí en á Íslandi. Hún sagði til dæmis upp vinnunni á Íslandi þegar hún sat í núðlusjoppu því henni leið eins og hún þyrfti að vinna minna og njóta meira. „Fólk endurmetur oft líf sitt á Balí því þar er allt öðru- vísi hugsunarháttur. Það skiptir ekki máli hvað þú átt heldur hvernig þú hagar þér og hvað þú ætlar að fá út úr lífinu. Þarna gerirðu bara það sem þú nennir að gera og ef það gleymist þá bara gleymist það.“ Margir sem Tobba hefur aðstoðað hafa farið í fæðingarorlof til Balí. Hún bendir fólki á sem hefur áhuga á að fara þangað að það þurfi að fara í ákveðnar sprautur áður og því ekki mælt með að börn fari fyrr en eftir sex mánaða skoðun. Einnig sé snið- ugt að taka með ákveðinn barnamat héðan þar sem tíðkast mest að börn borði avókadó og banana úti. Svo sé mjög sniðugt að panta sér barnarúm fyrirfram fyrir langa flugið út, en það er oft í boði í stærri vélum. „Ég myndi svo mæla með að fólk nái að redda sér Deet spreyi út af moskítóflug- unum.“ Að lokum bendir Tobba á að þó að lítið mál sé að vera í lengri tíma á Balí fái maður bara 30 daga leyfi í einu þar. „Til að vera lengur þarftu annaðhvort að redda þér vísa eða fljúga til Singapúr sem tekur 1,5 tíma og dvelja þar í nokkra daga og koma svo aftur.“ Mælir með að heimsækja hinar eyjarnar Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttakona á Stöð 2, fór í þrjár vikur til Indónesíu í byrjun 2016 og ferðaðist um með vinkonu sinni. Hún var hrifin af Balí en hvetur fólk eindregið til að skoða aðrar eyjar Indónesíu. „Við fórum til Balí og vorum á nokkrum stöðum þar en fórum svo á aðrar eyjar líka. Mig var búið að langa til að fara til Balí mjög lengi, ég hafði heyrt fólk tala vel um eyjuna og veðrið og landslagið heillaði mig,“ segir Þórhildur. Hún segir staðinn hafa algjör- lega staðist væntingar. „Mér fannst gaman á Balí en mér fannst hinar eyjarnar samt meira ævintýri, sér- staklega Lombok. Þar er brimbretta- paradís og þar er hægt að fara í skemmtilegar göngur og skoða afskekkt svæði. Eyjarnar í kring um Balí stóðu í rauninni upp úr hjá okkur. Það er auðvelt að fara þangað, það eru bara nokkurra klukkustunda bátsferðir,“ segir Þórhildur. „Ég hef ferðast dálítið um Suð- austur-Asíu og helsti munurinn á þeim löndum og Balí er að fólkið er svo yndislegt á Balí. Þeir trúa að þeir verði verðlaunaðir fyrir hvernig þeir koma fram við náung- ann. Það er svo gott fólk þarna og ef maður hefur áhuga á því er auð- velt að kynnast innfæddum,“ segir Þórhildur. Hún lenti í því að týna veskinu sínu á bar á Gili-eyjum og þegar hún kom aftur tveimur dögum seinna var henni skilað því með öllum kortum og peningum ofan í. „Barþjónninn spurði mig bara hvar ég hefði verið og sagðist vera búinn að bíða eftir mér þar sem ég hefði týnt veskinu.“ Þórhildur segir eitt mest spenn- andi við svæðið vera hve fjölbreytt afþreying sé í boði. „Það er hægt að fara í svaka jógaafslöppunarferð eða vera mjög aktívur, fara í fjallgöngur, alls konar göngur, í kajakróður og að snorkla. Svo er hægt að vera í algjörri afslöppun og með börn þarna.“ Köfun við strendur Balí þykir magnað ævintýri. Davíð Sigurþórsson kafari er hrifinn af köfun við Balí. Friðsæld við ströndina. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25L A U G A R D A G U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 1 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.