Fréttablaðið - 29.07.2017, Side 53

Fréttablaðið - 29.07.2017, Side 53
Brandarar Lestrarhestur vikunnar Aurora Nótt Að venju efna Borgarbókasafnið, Bókmenntaborgin og Forlagið til sumarlesturs meðal barna. Á bókasafninu skrifa þau nafn á áhuga- verðri bók sem þau hafa lesið á bókarkjöl ásamt nafni, aldri og síma- númeri. Í hverri viku fær einn heppinn þátttakandi bók að gjöf og í lok sumarsins er veittur einn veglegur vinningur. KRAKKAR Hekla Fönn Vilhelmsdóttir er þret- tán ára og er nýkomin af stóru hand- boltamóti í Svíþjóð. En með hvaða félagi æfir hún handbolta og í hvaða flokki er hún? Ég æfi handbolta með HK og er í fimmta flokki. Hvar varstu að keppa úti og á hvaða móti? Ég var að keppa í Gautaborg í Svíþjóð á handbolta- mótinu Partille Cup. Spiluðuð þið marga leiki? Við spil- uðum sex leiki. Hvernig gekk? Það gekk ágætlega og ég lærði fullt af þessu. Ertu búin að æfa handbolta lengi? Ég er búinn að æfa í fimm ár. Hvað finnst þér skemmtilegast við handboltann? Allt! Er hægt að æfa handbolta úti? Já, það er hægt en á Íslandi er alltaf spilað inni. Á Partille Cup spiluðum við úti á gervigrasi. Stefnir þú á atvinnumennsku? Já, það væri skemmtilegt að geta spilað handbolta alla daga. Áttu þér önnur áhugamál og þá hver? Já, að ferðast og að fara á skíði á veturna. Hvar finnst þér mest gaman að ferðast? Ég elska að ferðast um Ísland. Hvað langar þig mest að verða þegar þú verður stór? Ég veit það ekki alveg en það kemur margt til greina. Vildi helst Hvað er skemmtilegast við bækur? Mér finnst eins og ég geti gert allt sem krakkarnir í bókunum gera. Hvaða bók lastu síðast og um hvað var hún? Karíus og Baktus, hún er um tannálfa, tannlækna og tannskemmdir. Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í uppáhaldi hjá þér? Bók um álfa, hún heitir Dísa ljósálfur. Hvernig bækur þykir þér skemmtilegastar? Ævintýra- bækur. Í hvaða skóla gengur þú? Hraun- vallaskóla. Ferðu oft á bókasafnið? Já, oftast í hverjum mánuði. Hver eru þín helstu áhugamál? Dansa, syngja, íþróttir og fótbolti. Aurora Nótt Alexöndrudóttir, átta ára með verðlaunin sín. Það er hægt að spila handbolta utan dyra, að sögn Heklu Fannar sem er ný- komin frá Svíþjóð þar sem hún spilaði úti – á gervigrasi. Gestur á veitingahúsi: „Þjónn. Ég vil gjarnan fá það sem maðurinn þarna er að borða.“ Þjónninn: „Ég skal reyna að ná disk- inum af honum en ég er ekki viss um að hann verði ánægður með það.“ Gunnar: „Pabbi, er Kyrrahafið alltaf kyrrt?“ Pabbi: „Geturðu ekki spurt að ein- hverju gáfulegra?“ Gunnar: „Jú, hvenær dó Dauða- hafið?“ Skúli: „Nú get ég varið mig ef ein- hver ræðst á mig. Ég er byrjaður að æfa karate og er þegar búinn að brjóta múrstein með hnefanum.“ Stebbi: „Það er flott hjá þér, en er ekki frekar sjaldgæft að múrsteinar ráðist á fólk?“ Málfræðikennarinn var að reyna að útskýra muninn á nútíð og þátíð fyrir Júlíusi og vildi ekki gefast upp. „Júlíus minn,“ sagði hann. „Hvaða tíð er „ég borða““? Júlíus: „Það er pottþétt máltíð.“ Konráð á ferð og flugi og félagar 260 „Jæja þá, tvær sudoku-gátur,“ sagði Kata glottandi. „Nú er ég orðin svo góð í að leysa sudoku- gátur að við skulum koma í kapp um hver verður fyrstur til að leysa þær,“ bætti hún við. Konráð horfði á gáturnar. „Allt í lagi,“ sagði hann. „Til er ég.“ Lísaloppa var líka góð í að leysa sudoku-gátur svo hún var alveg til í keppni. „Við glímum öll við þær báðar og þá kemur í ljós hversu klár þú ert orðin,“ sagði hún. „Allt í lagi,“ sagði Kata. „En ég vara ykkur við, ég er orðin mjög klár,“ sagði hún. montin. Heldur þú að þú getir leyst þessar sudoku-gátur hraðar en Kata? ? ? ? spila handbolta alla daga ÉG VAR AÐ KEPPA Í GAUTABORG Í SVÍÞJÓÐ Á HANDBOLTAMÓTINU PART- ILLE CUP.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.