Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 2

Fréttablaðið - 31.05.2012, Side 2
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR2 Tryggvi, getur þú núna hætt að metast? „Það verða aðrir að meta það. Það er bara kalt mat.“ Tryggvi Guðmundsson, framherji ÍBV, skoraði sitt 127. mark í efstu deild á dögunum og á nú markametið eftir áralangan eltingaleik. SPURNING DAGSINS H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður! SKIPULAGSMÁL Hinn heimsþekkti listamaður Santiago Sierra vill gefa Reykjavíkurborg listaverkið Svörtu keiluna sem er minnisvarði um borgaralega óhlýðni. Sierra setur það sem skilyrði að verk- inu verði varanlega komið fyrir á Austurvelli. Alþingi leggst gegn málinu. Listasafn Reykjavíkur mælir með því að gjöf Sierra verði þegin. Verkinu var í janúar komið fyrir gegnt anddyri Alþingishússins en Hafþór Yngvason safnstjóri leggur til að framtíðarstaður þess verði norðar á Austurvelli, nær Landsímahúsinu. Þar myndi Svarta keilan ekki trufla opin- bera viðburði segir Hafþór í bréfi til menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur. „Gjöf Sierra er rausnarleg,“ undirstrikar Hafþór í bréfinu til menningarráðs og bendir á að höfundarlaunin sem Sierra gefi eftir séu jafnvirði um 25 millj- óna króna. Áætlað sé að það kosti um sex hundruð þúsund að koma Svörtu keilunni fyrir á nýjum stað. Menningarráðið leggur til að borg- in þiggi verkið og að það verði á Austurvelli. Ráðið vísar málinu til umsagnar hjá skipulagsráði þar sem það er nú til skoðunar. Spánverjinn Santiago Sierra er víðkunnur listamaður sem leggur áherslu á verk um þjóðfélagslegt óréttlæti. Nafnið Svarta keilan vísar til hatta sem hinn alræmdi Spánski rannsóknarréttur lét fórnarlömb sín bera. Verkið er úr íslensku grágrýti, „Austurvöllur er mikilvæg staðsetning fyrir minnisvarðann vegna nálægðar hans við helsta tákn lýðræðishugtaksins á Íslandi, Andvíg listaverki um óhlýðni á Austurvelli Forsætisnefnd, forseti og varaforsetar Alþingis leggjast eindregið gegn því að listaverki um borgaralega óhlýðni sem Santiago Sierra vill gefa Reykjavíkurborg verði komið varanlega fyrir við Alþingi. Það raski heildarmynd Austurvallar. SVARTA KEILAN Lokahönd lögð á verk Santiagos Sierra um borgaralega óhlýðni á Austurvelli 20. janúar á þessu ári. Á verkinu er skjöldur með tilvitnun í yfirlýsingu franska þingsins frá 1793. „Þegar ríkisstjórn brýtur á rétti þegnanna, þá er uppreisn helgasti réttur og ófrávíkjanleg skylda þegnanna sem og hvers hluta þjóðarinnar.“ FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR Forseti Alþingis og allir varafor- setarnir vilja ekki Svörtu keiluna til frambúðar á Austur- velli. NOREGUR Norski stjórnmálamaður- inn Tove Ovesen í Strandflokkn- um hefur fengið á sig harða gagn- rýni síðustu daga fyrir ummæli á Facebook-síðu sinni. Þar sagði hún að Norðmenn ættu að hætta að senda „Rússa, Afríkubúa, Svía og Írani“ til að keppa í Euro vision fyrir hönd landsins. Þátttakan ætti að endurspegla norsk gildi og menningararf. Söngvarinn Tooji tók þátt í keppninni í ár og lenti í síðasta sæti. Hann er frá Íran en flutt- ist ársgamall til Noregs með fjöl- skyldu sinni. - þeb Norskur stjórnmálamaður: Enga útlendinga í Eurovision SVÍÞJÓÐ Stokkhólmsbúar eyða meiri tíma á ári í að ferðast til og frá vinnu með almenningssam- göngum en þeir eyða í fríi. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar í Svíþjóð. Að meðaltali eru Stokkhólmsbú- ar 34 mínútur hvora leið frá úthverfum borgarinnar. Bent er á það í rannsókninni að almennings- samgöngur séu að meðaltali á 20 kílómetra hraða á meðan bílar á sömu leið fari á 36 kílómetra hraða á klukkustund. Rannsakendurnir segja að nauð- synlegt sé að stækka neðanjarðar- lestakerfi borgarinnar til að stytta ferðatíma borgaranna. - þeb Stokkhólmsbúar á leið í vinnu: Meiri tími í strætó en fríið Alþingishúsið. Austurvöllur er sá staður þar sem óbreyttir lands- menn koma saman til að mótmæla þegar þeim þykir ríkisvaldið beita þá óréttlæti,“ útskýrir safnstjór- inn í bréfi sínu. Hafþór leitaði umsagnar Alþing- is vegna staðsetningar listaverks Sierra um borgaralega óhlýðni. „Það er afstaða forsætisnefnd- ar, forseta og allra varaforseta, að staðsetning listaverksins raski heildarmynd Austurvallar og leggst því forsætisnefnd eindreg- ið gegn því að listaverkinu verði komið varanlega fyrir á Austur- velli,“ er svar Alþingis. gar@frettabladid.is DÓMSMÁL Guðgeir Guðmundsson, sem stakk framkvæmdastjórann Skúla Sigurz margsinnis á lög- mannsstofunni Lagastoð í byrjun mars, er sakhæfur. Þetta er nið- urstaða geðrannsóknar, að því er fram kom á Vísi í gær. Þar segir að yfirlæknir á Kleppi hafi unnið matið en að það sé svo dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að taka endanlega ákvörðun um sakhæfið. Guðgeir mun koma fyrir hér- aðsdóm á morgun og taka afstöðu til ákæruefnisins. - sh Yfirlæknir vinnur geðmat: Guðgeir er met- inn sakhæfur SAKHÆFUR Guðgeir er sakhæfur sam- kvæmt niðurstöðu geðrannsóknar sem hann gekkst undir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BANDARÍKIN Mitt Romney tryggði sér endanlega útnefningu Repú- blikanaflokksins fyrir kosning- arnar í haust með sigri í prófkjöri í Texas á þriðjudag. Hann hefur nú fengið 1.191 kjörmenn, en 1.144 þarf til að hljóta útnefningu sem fram fer á flokksþingi síðsumars. Barack Obama Bandaríkjafor- seti hringdi í Romney í gær til að óska honum til hamingju með áfangann. Baráttan milli þeirra hófst fyrir nokkrum vikum eftir að ljóst þótti í hvað stefndi og aðrir repúblikanar drógu sig í hlé. Obama hefur forskot á Romney í nýlegum skoðanakönnunum. Forsetakosningar vestanhafs: Obama hringdi í keppinautinn ÚTNEFNING Í HÖFN Mitt Romney hefur tryggt sér nægilegan fjölda kjörmanna til að hljóta útnefningu Repúblikanaflokks- ins fyrir forsetakosningarnar í haust. NORDICPHOTO/AFP UTANRÍKISMÁL Framkvæmdastjórn ESB segir Íslend- inga hafa getað haft áhrif á stærð og umfang banka- hrunsins og því sé ekki hægt að tala um óviðráðan- legar aðstæður. ESB vísar, máli sínu til stuðnings, í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Munnlegur málflutningur í Icesave-málinu fer fram 18. september fyrir EFTA-dómstólnum. Fram- kvæmdastjórnin skilaði greinargerð í málinu fyrir viku og tekur þar undir sjónarmið ESA, Eftirlits- stofnunar EFTA, en hafnar rökstuðningi Íslendinga. Íslendingar hafa haldið því fram að tilskipun ESB um innstæðutryggingu hafi ekki gilt við þær aðstæð- ur sem hér sköpuðust í bankahruninu. Um óviðráðan- legar aðstæður hafi verið að ræða (force majeur). Ekki sé hægt að ætlast til þess að lönd komi sér upp tryggingum sem ráði við hrun heils fjármálakerfis. Framkvæmdastjórnin hafnar þessu sjónarmiði. „Þrátt fyrir að fjárhagskreppa heimsins hafi ekki átt uppruna sinn á Íslandi, er það skilningur fram- kvæmdastjórnarinnar, sem hún byggir á skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, að ástæður íslenska bankahrunsins hafi ekki verið utanaðkomandi,“ segir í greinargerðinni, í þýðingu blaðamanns. Framkvæmdastjórnin vitnar til skýrslunnar um að hið mikla umfang hruns bankanna hafi orðið vegna skorts á fyrirbyggjandi aðgerðum í bankageiranum og „mistaka og vanrækslu“ íslenskra stjórnvalda. Þá er vísað til þess að ekki hafi verið gripið til ráð- stafana þó að efnahagsreikningur bankanna hafi vaxið í það að verða níföld þjóðarframleiðsla Íslend- inga. Strax árið 2006 hafi verið vakin athygli á því að bankarnir hafi vaxið Seðlabankanum yfir höfuð. Ekkert hafi hins vegar verið gert. - kóp / Sjá síðu 10 Framkvæmdastjórn ESB segir hrun bankanna ekki hafa verið óumflýjanlegt: Rannsóknarskýrslan notuð gegn Íslandi MIKIL SKÝRSLA Páll Hreinsson kynnir skýrslu rannsóknarnefnd- arinnar. ESB notar hana nú gegn Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SVÍÞJÓÐ Virk handsprengja fannst í garði í miðborg Malmö í gærmorgun. Sprengjusér- fræðingar sprengdu hana eftir að svæðið í kringum hana hafði verið rýmt. Garðurinn tilheyrði bæði blokk og skóla og voru á milli fjörutíu og fimmtíu manns látin rýma svæðið. Lögreglan í Malmö segir að mögulega hafi handsprengjunni verið kastað inn í garðinn úr bíl, og mögulega hafi hún verið þar í nokkra daga. - þeb Þurfti að rýma byggingar: Virk hand- sprengja í garði KOSNINGAR Það var þétt setið í fundarsal Iðnó í gærkvöldi þegar frambjóðendurnir sjö til embættis forseta Íslands komu fram sameig- inlega í fyrsta sinn á borgarafundi. Sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson stýrði fundinum, sem var á vegum Stjórnarskrárfélags Íslands. þar var sérstaklega rætt um forsetaembættið í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á stjórn- arskránni. Innanríkisráðuneytið mun í dag auglýsa forsetakosningarnar, sem haldnar verða laugardaginn 30. júní næstkomandi. - sh Þétt setið í Iðnó þegar forsetaframbjóðendurnir sjö komu saman í fyrsta sinn: Frambjóðendur ræddu stjórnarskrá SAMAN Í FYRSTA SINN Frambjóðendurnir sjö, Þóra Arnórsdóttir, Herdís Þorgeirsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson, Andrea Ólafs- dóttir, Ástþór Magnússon, Ólafur Ragnar Grímsson og Hannes Bjarnason, komu saman í pallborði í fyrsta sinn í Iðnó í gærkvöldi. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /STEFÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.