Fréttablaðið - 31.05.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 31.05.2012, Síða 6
31. maí 2012 FIMMTUDAGUR6 ALÞINGI Heimildir til handa fjöl- miðlanefnd og Samkeppniseftirliti til að takmarka eignarhald á fjöl- miðlum er að finna í nýjum fjöl- miðlalögum sem eru til umfjöll- unar á Alþingi. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki, kallaði í gær eftir því að upplýst yrði í hörgul um eignarhald á 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið. „Mér finnst að þeir sem þykj- ast eiga fjölmiðla, það kemur náttúrlega fram hvaða hlutafélög eiga í hlutafélaginu, annaðhvort upplýsi í hörgul um eignarhaldið niður í einstaklinga eða þeir hafi ekki atkvæðis- rétt. Þeir hafi hreinlega ekki atkvæðisrétt eða jafnvel ekki arðsrétt í við- komandi fjöl- miðlafyrirtæki til að útiloka að einhverjir duld- ir aðilar geti átt þetta í skjóli einhverra fyrirtækja á Seychelleseyjum, í Lúxemborg, á Cayman-eyjum eða hvað þetta heit- ir allt,“ sagði Pétur. Hann spurði Katrínu Jakobs- dóttur menntamálaráðherra að því hvort hún væri sátt við að vita ekki um eignarhaldið á 365 og hvort gera ætti skarpari kröfu um upplýsingar um eignarhald. „Mér finnst mikilvægt fyrir lýðræðis- ríki að eignarhald á fjölmiðlum sé upplýst en ég tel hins vegar að það þurfi að skerpa á þeim ákvæðum,“ sagði ráðherra. Katrín sagðist vonast til þess að allsherjar- og menntamálanefnd lyki umfjöllun sinni um fjölmiðla- lögin svo hægt væri að skerpa á heimildum til að krefjast upplýs- inga um eignarhald. - kóp Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallaði eftir upplýsingum um eignarhald 365 á Alþingi í gær: Takmarkað eignarhald verði skoðað PÉTUR BLÖNDAL Hefur þú sótt tónlistarviðburð í Hörpu? JÁ 35% NEI 65% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú með frjókornaofnæmi? Segðu skoðun þína á Visir.is „Mér finnst mikilvægt fyrir lýðræðisríki að eignarhald á fjölmiðlum sé upplýst en ég tel hins vegar að það þurfi að skerpa á þeim ákvæðum.“ KATRÍN JAKOBSDÓTTIR MENNTAMÁLARÁÐHERRA BRETLAND, AP Þótt æðsti dómstóll Bretlands hafi í gær staðfest úrskurð lægra setts dómstóls um að framselja skuli Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Svíþjóð- ar, þá dregst málið enn á langinn á meðan Dinah Rose lögmaður hans kynnir sér forsendur dóm- aranna. Nicolas Phillips forseti hæsta- réttar hafði vart lokið máli sínu í gær þegar Rose gerði þá athuga- semd að úrskurður hæstaréttar væri að stórum hluta reistur á túlkun dómaranna á framsals- löggjöf Evrópusambandsins frá árinu 2003. Rose segist aldrei hafa fengið tækifæri til að kynna sér þessa túlkun og áskilur sér allan rétt til að krefjast þess að hæstiréttur taki málið upp að nýju fari svo að hún telji sig þurfa að gera efnis- legar athugasemdir við túlkun dómaranna. Dómarar hæstaréttar viður- kenndu að málið hefði ekki verið einfalt viðureignar og þeir voru reyndar ekki á einu máli því minnihluti dómaranna féllst ekki á túlkun meirihlutans á ákvæð- inu. Phillips veitti henni tveggja vikna frest til að kynna sér betur efni Evrópusambandslaganna, þannig að Assange verður áfram í stofufangelsi í Bretlandi að minnsta kosti fram í miðjan júní. „Þetta er mjög óvenjulegt,“ hefur AP-fréttastofan eftir Karen Todner, lögmanni sem starfar hjá lögmannafyrirtæki sem tekið hefur að sér fjölmörg framsals- mál í Bretlandi. „Ég veit ekki til þess að þeir hafi nokkurn tímann tekið mál upp að nýju.“ Assange gæti reyndar fengið enn lengri frest, fari svo að hæsti- réttur láti úrskurð sinn standa. Þetta gæti hann með því að leita til Mannréttindadómstóls Evr- ópu, en Todner segir ólíklegt að það myndi skila Assange nokkru, nema því aðeins að hann geti sýnt fram á að líkamlegri eða andlegri heilsu sinni sé hætta búin í Sví- þjóð. Ákvæðið í Evrópusambandslög- gjöfinni, sem deilt er um, snýst um það hvort saksóknari í Sví- þjóð geti talist hæfur til að gefa út framsalskröfu því samkvæmt lög- unum þarf „dómsvald“ til að gefa út slíka kröfu. Sænsk yfirvöld segja það tíðkast víða í Evrópu- löndum að saksóknarar hafi eins konar dómsvald á sinni könnu í málum af þessu tagi. Sænski saksóknarinn vill fá að yfirheyra Assange út af ásökun- um um kynferðisbrot gegn tveim- ur konum. Engin ákæra hefur enn verið gefin út á hendur honum. gudsteinn@frettabladid.is KJÖRKASSINN Ég veit ekki til þess að þeir hafi nokkurn tímann tekið mál upp að nýju. KAREN TODNER LÖGMAÐUR Framsal Assange bíður enn um sinn Julian Assange verður ekki framseldur til Svíþjóðar fyrr en í fyrsta lagi um miðjan næsta mánuð, þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar í Bretlandi. Lögmaður hans fékk tveggja vikna frest til að kynna sér lagatæknileg álitaefni. FRAMSALI MÓTMÆLT Stuðningsmenn Julians Assange minna á að sannleikurinn sé fyrsta fórnarlambið í hverju stríði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA, AP Tveir stórir jarðskjálftar með níu daga millibili eru mikið áfall fyrir íbúana á norðanverðri Ítalíu, sem kemur beint ofan í óvenju erfitt efnahags- ástand mitt í skuldakreppu evrulandanna. Mario Monti forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin beiti sér af alefli við uppbyggingu á jarðskjálftasvæð- inu. Meðal annars hefur ríkisstjórnin þegar ákveðið að hækka bensínverð í landinu um 0,02 sent á lítra, en afraksturinn verður notaður til að hefja endurbygg- ingu íbúðarhúsa, fyrirtækja og sögulegra bygginga á svæðinu, þar á meðal margra kirkna. Jarðskjálftinn á þriðjudag mældist 5,8 stig og kost- aði 17 manns lífið, en níu dögum fyrr varð jarðskjálfti upp á 6,0 stig skammt frá og kostaði hann sjö manns lífið. Margar þeirra bygginga sem hrundu í jarðskjálft- anum á þriðjudag höfðu skemmst í fyrri skjálftanum og voru því orðnar veikari fyrir. Báðir skjálftarnir urðu á svipuðum slóðum, skammt suður af bænum Mirandola í Modena-héraði. Fjölmargir íbúar, sem misstu heimili sín í fyrri skjálftanum, höfðust enn við í tjöldum þegar seinni skjálftinn reið yfir. Áfallið er enn meira fyrir þær sakir, að jarðskjálftahætta hefur ekki verið talin ýkja mikil á þessu svæði. - gb Alls létu sautján manns lífið í jarðskjálftanum á norðanverðri Ítalíu í vikunni: Monti lofar hraðri uppbyggingu Í RÚSTUNUM Fólk virðir fyrir sér hrunið hús í bænum Cavezzo á norðanverðri Ítalíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.